Leikmenn þriggja liða og portúgalskur blaðamaður með smit við komuna á HM Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2021 08:00 Allir sem mæta á HM í Egyptalandi, þar á meðal Alfreð Gíslason þjálfari Þjóðverja, eru hitamældir og fara svo í smitpróf vegna kórónuveirunnar. Þjóðverjar eiga að mæta Grænhöfðaeyjum á sunnudaginn en fjöldi smita hefur greinst hjá þeim. Getty/Sascha Klahn Tvö lið urðu að hætta við HM í handbolta vegna kórónuveirusmita, eitt ákvað að senda varalið vegna smithættu, og í gærkvöld var greint frá því að þrjú lið hefðu ferðast til Egyptalands með smitaða leikmenn. Það er óhætt að segja að heimsfaraldurinn setji mikinn svip á heimsmeistaramótið í handbolta og kannski ekki að undra að handboltasérfræðingar TV2 í Danmörku og Noregi telji ómögulegt að halda mótinu áfram. Í gærkvöld greindi alþjóða handknattleikssambandið, IHF, frá því að fjórir leikmenn Grænhöfðaeyja hefðu greinst með veiruna við komuna til Egyptalands, tveir leikmenn Slóveníu, einn leikmaður Brasilíu og fjölmiðlamaður frá Portúgal. Þá hefði bandarískur leikmaður einnig greinst með veiruna en farið í einangrun á flugvellinum. Tíu leikmenn úr leik hjá Grænhöfðaeyjum Grænhöfðaeyjar höfðu áður misst út sex leikmenn og þjálfarann sinn vegna smita en ákváðu samt að mæta á HM, og nú hafa fjórir leikmenn til viðbótar greinst. Hollendingar voru í startholunum til að koma inn sem varaþjóð en ekki ku verða af því. Áhorfendur eru bannaðir á HM vegna heimsfaraldursins.EPA/Henning Bagger Bandaríkin og Tékkland hættu við HM vegna hópsmita, og Suður-Kórea ákvað að senda varalið vegna smithættunnar – varalið sem tapaði 51-29 gegn Slóveníu í gær. Sviss og Norður-Makedónía komu inn sem varaþjóðir. Portúgalinn ekki á leiknum við Ísland IHF segir að allur leikmannahópur Grænhöfðaeyja og Brasilíu fari í smitpróf í dag, búið sé að senda Slóvena í smitpróf, og að portúgalski fjölmiðlamaðurinn hafi ekki verið á leiknum gegn Íslandi í gær heldur farið strax í einangrun. Grænhöfðaeyjar eiga að spila við Ungverjaland í kvöld, sinn fyrsta leik í sögu HM, og Brasilíumenn mæta Spánverjum í dag. Allir þátttakendur á HM sem og fjölmiðlamenn, starfsfólk á hótelum liðanna og fleiri, þurfa að fara í smitpróf reglulega. Einnig er skimað fyrir veirunni við komuna til Egyptalands og þar greindust níu jákvæð sýni eins og fyrr segir. Önnur sýni voru neikvæð. IHF segir að auk þess hafi nokkur smit greinst á meðal hótelstarfsfólks en það hafi verið áður en að liðin komu á hótelin og starfsfólkið hafi strax verið sett í einangrun. HM 2021 í handbolta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Það er óhætt að segja að heimsfaraldurinn setji mikinn svip á heimsmeistaramótið í handbolta og kannski ekki að undra að handboltasérfræðingar TV2 í Danmörku og Noregi telji ómögulegt að halda mótinu áfram. Í gærkvöld greindi alþjóða handknattleikssambandið, IHF, frá því að fjórir leikmenn Grænhöfðaeyja hefðu greinst með veiruna við komuna til Egyptalands, tveir leikmenn Slóveníu, einn leikmaður Brasilíu og fjölmiðlamaður frá Portúgal. Þá hefði bandarískur leikmaður einnig greinst með veiruna en farið í einangrun á flugvellinum. Tíu leikmenn úr leik hjá Grænhöfðaeyjum Grænhöfðaeyjar höfðu áður misst út sex leikmenn og þjálfarann sinn vegna smita en ákváðu samt að mæta á HM, og nú hafa fjórir leikmenn til viðbótar greinst. Hollendingar voru í startholunum til að koma inn sem varaþjóð en ekki ku verða af því. Áhorfendur eru bannaðir á HM vegna heimsfaraldursins.EPA/Henning Bagger Bandaríkin og Tékkland hættu við HM vegna hópsmita, og Suður-Kórea ákvað að senda varalið vegna smithættunnar – varalið sem tapaði 51-29 gegn Slóveníu í gær. Sviss og Norður-Makedónía komu inn sem varaþjóðir. Portúgalinn ekki á leiknum við Ísland IHF segir að allur leikmannahópur Grænhöfðaeyja og Brasilíu fari í smitpróf í dag, búið sé að senda Slóvena í smitpróf, og að portúgalski fjölmiðlamaðurinn hafi ekki verið á leiknum gegn Íslandi í gær heldur farið strax í einangrun. Grænhöfðaeyjar eiga að spila við Ungverjaland í kvöld, sinn fyrsta leik í sögu HM, og Brasilíumenn mæta Spánverjum í dag. Allir þátttakendur á HM sem og fjölmiðlamenn, starfsfólk á hótelum liðanna og fleiri, þurfa að fara í smitpróf reglulega. Einnig er skimað fyrir veirunni við komuna til Egyptalands og þar greindust níu jákvæð sýni eins og fyrr segir. Önnur sýni voru neikvæð. IHF segir að auk þess hafi nokkur smit greinst á meðal hótelstarfsfólks en það hafi verið áður en að liðin komu á hótelin og starfsfólkið hafi strax verið sett í einangrun.
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira