„Liverpool menn verða stressaðir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2021 08:31 Liverpool menn hópast að Craig Pawson dómara en mörgum finnst að leikmenn Liverpool hafi vælt of mikið undan dómgæslunni á þessari leiktíð. Getty/Robbie Jay Barratt Manchester United getur náð sex stiga forskoti á Liverpool með sigri í toppslag liðanna um helgina og gömul Liverpool kempa segir að leikmenn Liverpool séu nú í svolítið nýrri stöðu miðað við undanfarin misseri. Graeme Souness, fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Lierpool, segir að leikmenn Liverpool verði í fyrsta sinn í langan tíma taugaóstyrkir þegar þeir labba inn á völlinn fyrir stórleikinn á móti Manchester United á sunnudaginn. Leikmenn Ole Gunnar Solskjær hafa unnið níu af síðustu ellefu leikjum sínum og komust upp fyrir Liverpool með sigri í vikunni. Liverpool liðið hefur aftur á móti verið í basli síðan um jólin. „Þegar þú ert topplið þá hefur þú bara áhyggjur af þínu liði. Þannig hefur þetta verið hjá Liverpool undanfarin ár en það hefur verið erfitt fyrir liðið á þessu tímabili. Liverpool liðið er að blása og mása og það er staðreynd. Þeir eru ekki sama lið og ekki með sama stöðugleika. Þeir eru samt í öðru sæti í deildinni,“ sagði Graeme Souness í hlaðvarpsþættinum Pitch to Post sem Sky Sports skrifaði upp úr. Graeme Souness insists Liverpool will be nervous going into a game against Manchester United for the first time in years, but should edge it.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 15, 2021 „Þeir munu hugsa þetta þannig að þó að þeir séu ekki í góðum gír þá eru þeir samt sem áður í öðru sæti deildarinnar og enn með í baráttunni. Ef það er einn leikur sem United vill vinna og einn leikur sem Liverpool vill vinna þá er það þessi leikur. Metingurinn er rosalegur og hefur alltaf verið til staðar. Þetta eru tveir risaklúbbar sem hafa náð miklum árangri,“ sagði Souness. Hafa tapað stigum sem enginn átti von á „Ég held að í fyrsta sinn í langan tíma þá munu Liverpool menn vera stressaðir fyrir leik. Þeir hafa verið lofaðir stanslaust í tvö ár og réttilega því fótbolti liðsins hefur verið stórkostlegur. Hann er ekki í sama klassa á þessu tímabili og þá sérstaklega hvað varðar stöðugleikann. Þessa vegna hafa þeir tapað stigum sem enginn átti von á að þeir gerðu,“ sagði Souness. „Þegar þeir eru upp á sitt besta þá hrella þeir mótherjanna ekki síst framarlega á vellinum. Ég hef ekki séð reglulega á þessu tímabili. United mætir líka í þennan leik sem hópur manna sem telja sig geta náð í úrslit. Takist það hjá þeim þá komast þeir á enn meira skrið,“ sagði Souness. SUNDAY: Liverpool Manchester United pic.twitter.com/m2fcfsDxOY— Goal (@goal) January 12, 2021 Uppkoma Manchester United á þessu tímabili hefur komið Graeme Souness á óvart. „Ef þú hefðir sagt við mig í byrjun tímabilsins að United væri að fara að mæta Liverpool á þessum tíma, þremur stigum á undan, þá hefði ég svarað að það væri ekki að fara að gerast. Við erum stödd á einu óvenjulegasta tímabilinu sem ég man eftir. United liðið á samt skilið hrós því þeir hafa sýnt ákveðni og þrautseigju og með því tekist að skríða aftur inn í titilbaráttuna,“ sagði Souness. Ekki hægt að finna betri tíma „United er að fara á Anfield á góðum tíma og líklega er ekki hægt að finna betri tíma fyrir þá. Liverpool er að leita að stöðugleika sem þeir hafa búið að undanfarin þrjú ár og er ástæðan fyrir því að þeir hafa unnið alla þessa titla,“ sagði Souness en hvernig fer leikurinn? „United mun ógna Liverpool og þessi leikur fer fram á áhorfendalausum Anfield. Liverpool fær því ekki þennan vanalega stuðning í leiknum. Það er erfitt að spá fyrir um úrslitin en ég trúi því samt að Liverpool liðið mæti öflugt í þennan leik. Allison á eftir að eiga góðan dag, fjögurra manna varnarlínan mun halda vel og Liverpool liðið verður aðeins of sterkt fyrir United,“ sagði Graeme Souness en það má finna allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Graeme Souness, fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Lierpool, segir að leikmenn Liverpool verði í fyrsta sinn í langan tíma taugaóstyrkir þegar þeir labba inn á völlinn fyrir stórleikinn á móti Manchester United á sunnudaginn. Leikmenn Ole Gunnar Solskjær hafa unnið níu af síðustu ellefu leikjum sínum og komust upp fyrir Liverpool með sigri í vikunni. Liverpool liðið hefur aftur á móti verið í basli síðan um jólin. „Þegar þú ert topplið þá hefur þú bara áhyggjur af þínu liði. Þannig hefur þetta verið hjá Liverpool undanfarin ár en það hefur verið erfitt fyrir liðið á þessu tímabili. Liverpool liðið er að blása og mása og það er staðreynd. Þeir eru ekki sama lið og ekki með sama stöðugleika. Þeir eru samt í öðru sæti í deildinni,“ sagði Graeme Souness í hlaðvarpsþættinum Pitch to Post sem Sky Sports skrifaði upp úr. Graeme Souness insists Liverpool will be nervous going into a game against Manchester United for the first time in years, but should edge it.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 15, 2021 „Þeir munu hugsa þetta þannig að þó að þeir séu ekki í góðum gír þá eru þeir samt sem áður í öðru sæti deildarinnar og enn með í baráttunni. Ef það er einn leikur sem United vill vinna og einn leikur sem Liverpool vill vinna þá er það þessi leikur. Metingurinn er rosalegur og hefur alltaf verið til staðar. Þetta eru tveir risaklúbbar sem hafa náð miklum árangri,“ sagði Souness. Hafa tapað stigum sem enginn átti von á „Ég held að í fyrsta sinn í langan tíma þá munu Liverpool menn vera stressaðir fyrir leik. Þeir hafa verið lofaðir stanslaust í tvö ár og réttilega því fótbolti liðsins hefur verið stórkostlegur. Hann er ekki í sama klassa á þessu tímabili og þá sérstaklega hvað varðar stöðugleikann. Þessa vegna hafa þeir tapað stigum sem enginn átti von á að þeir gerðu,“ sagði Souness. „Þegar þeir eru upp á sitt besta þá hrella þeir mótherjanna ekki síst framarlega á vellinum. Ég hef ekki séð reglulega á þessu tímabili. United mætir líka í þennan leik sem hópur manna sem telja sig geta náð í úrslit. Takist það hjá þeim þá komast þeir á enn meira skrið,“ sagði Souness. SUNDAY: Liverpool Manchester United pic.twitter.com/m2fcfsDxOY— Goal (@goal) January 12, 2021 Uppkoma Manchester United á þessu tímabili hefur komið Graeme Souness á óvart. „Ef þú hefðir sagt við mig í byrjun tímabilsins að United væri að fara að mæta Liverpool á þessum tíma, þremur stigum á undan, þá hefði ég svarað að það væri ekki að fara að gerast. Við erum stödd á einu óvenjulegasta tímabilinu sem ég man eftir. United liðið á samt skilið hrós því þeir hafa sýnt ákveðni og þrautseigju og með því tekist að skríða aftur inn í titilbaráttuna,“ sagði Souness. Ekki hægt að finna betri tíma „United er að fara á Anfield á góðum tíma og líklega er ekki hægt að finna betri tíma fyrir þá. Liverpool er að leita að stöðugleika sem þeir hafa búið að undanfarin þrjú ár og er ástæðan fyrir því að þeir hafa unnið alla þessa titla,“ sagði Souness en hvernig fer leikurinn? „United mun ógna Liverpool og þessi leikur fer fram á áhorfendalausum Anfield. Liverpool fær því ekki þennan vanalega stuðning í leiknum. Það er erfitt að spá fyrir um úrslitin en ég trúi því samt að Liverpool liðið mæti öflugt í þennan leik. Allison á eftir að eiga góðan dag, fjögurra manna varnarlínan mun halda vel og Liverpool liðið verður aðeins of sterkt fyrir United,“ sagði Graeme Souness en það má finna allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira