„Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2021 08:20 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. Nánast allir hafi tekið þátt í þeim sóttvarnaaðgerðum sem farið hafi verið í og skoðanakannanir sýni að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi mikið traust eða algjört traust á aðgerðunum. Það sé algjörlega einstakt í heiminum að þjóðin standi svona þétt saman. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um það bil ár er síðan fyrstu fréttir af óþekktri veiru í Kína bárust hingað til lands. Víðir var þá nýkominn í tveggja mánaða leyfi frá störfum sínum frá Knattspyrnusambandi Íslands til þess að sinna sérverkefni hjá ríkislögreglustjóra. Þegar faraldurinn hafi hins vegar farið af stað fyrir alvöru hérlendis í mars hafi hann verið fenginn til að leiða teymi almannavarna í baráttunni við Covid-19. Hann segir að í upphafi hafi ekki verið vitað hversu langan tíma þetta verkefni tæki og hann segist ekki geta séð fyrir sér hvenær því ljúki; hann telji að enginn geti séð það fyrir. „Við erum að horfa á þetta í svona lotum og núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu, haustið og veturinn var erfiður fyrir alla,“ segir Víðir. Ef líkja megi tímalínunni við körfuboltaleik þá sé hægt að segja að við séum í þriðja leikhluta. „Það virðist ganga ágætlega með bóluefnið og það er það sem virðist vera leiðin okkar út úr þessu. Auðvitað vilja allir að þetta gerist miklu hraðar en framleiðslugeta á nýju bóluefni er það sem er takmarkað. Þetta er vinsælasta efnið í öllum heiminum,“ segir Víðir. Efnin verði þannig ekki til „á núll einni“ í einhverri verksmiðju. Skert starfsorka og heilaþoka í kjölfar Covid-19 „Auðvitað er maður að vona núna þegar allir sjá að þetta sé að virka og allir sjá að þetta sé að gerast þá muni þessi fyrirtæki hafa aðgang að meiri framleiðslu, það er að segja að fleiri fyrirtæki séu tilbúin til að koma með þeim í að framleiða þetta og þar af leiðandi verði þetta afgreitt fyrr. Ég held að þetta muni ganga svona hægt og rólega og um leið og við erum búin að bólusetja 30 til 50 þúsund manns þá erum við kannski búin að ná í viðkvæmasta hópinn okkar. Þar af leiðandi benda okkar líkön til þess að við erum hugsanlega búin að draga verulega úr hugsanlegu álagi á heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir. Ef á sama tíma takist að halda sjó í faraldrinum innanlands þá ættum við að standa ágætlega með vormánuðum. Síðan komi það í ljós á næstu vikum og mánuðum hver framleiðslugetan verði varðandi bóluefnin. „Og þá munum við fá efni í sama hlutfalli og allir aðrir.“ Víðir er eins og kunnugt er einn þeirra þúsunda Íslendinga sem fengið hefur Covid-19. Hann greindist með veiruna í lok nóvember og segist enn vera að glíma við eftirköst veikindanna. Þannig hafi hann skerta starfsorku og glími við svokallaða heilaþoku; hann hafi til dæmis þurft að einbeita sér mikið að því að keyra rétta leið heim í gærkvöldi eftir að hafa varið vinnudeginum á Seyðisfirði. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Nánast allir hafi tekið þátt í þeim sóttvarnaaðgerðum sem farið hafi verið í og skoðanakannanir sýni að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi mikið traust eða algjört traust á aðgerðunum. Það sé algjörlega einstakt í heiminum að þjóðin standi svona þétt saman. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um það bil ár er síðan fyrstu fréttir af óþekktri veiru í Kína bárust hingað til lands. Víðir var þá nýkominn í tveggja mánaða leyfi frá störfum sínum frá Knattspyrnusambandi Íslands til þess að sinna sérverkefni hjá ríkislögreglustjóra. Þegar faraldurinn hafi hins vegar farið af stað fyrir alvöru hérlendis í mars hafi hann verið fenginn til að leiða teymi almannavarna í baráttunni við Covid-19. Hann segir að í upphafi hafi ekki verið vitað hversu langan tíma þetta verkefni tæki og hann segist ekki geta séð fyrir sér hvenær því ljúki; hann telji að enginn geti séð það fyrir. „Við erum að horfa á þetta í svona lotum og núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu, haustið og veturinn var erfiður fyrir alla,“ segir Víðir. Ef líkja megi tímalínunni við körfuboltaleik þá sé hægt að segja að við séum í þriðja leikhluta. „Það virðist ganga ágætlega með bóluefnið og það er það sem virðist vera leiðin okkar út úr þessu. Auðvitað vilja allir að þetta gerist miklu hraðar en framleiðslugeta á nýju bóluefni er það sem er takmarkað. Þetta er vinsælasta efnið í öllum heiminum,“ segir Víðir. Efnin verði þannig ekki til „á núll einni“ í einhverri verksmiðju. Skert starfsorka og heilaþoka í kjölfar Covid-19 „Auðvitað er maður að vona núna þegar allir sjá að þetta sé að virka og allir sjá að þetta sé að gerast þá muni þessi fyrirtæki hafa aðgang að meiri framleiðslu, það er að segja að fleiri fyrirtæki séu tilbúin til að koma með þeim í að framleiða þetta og þar af leiðandi verði þetta afgreitt fyrr. Ég held að þetta muni ganga svona hægt og rólega og um leið og við erum búin að bólusetja 30 til 50 þúsund manns þá erum við kannski búin að ná í viðkvæmasta hópinn okkar. Þar af leiðandi benda okkar líkön til þess að við erum hugsanlega búin að draga verulega úr hugsanlegu álagi á heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir. Ef á sama tíma takist að halda sjó í faraldrinum innanlands þá ættum við að standa ágætlega með vormánuðum. Síðan komi það í ljós á næstu vikum og mánuðum hver framleiðslugetan verði varðandi bóluefnin. „Og þá munum við fá efni í sama hlutfalli og allir aðrir.“ Víðir er eins og kunnugt er einn þeirra þúsunda Íslendinga sem fengið hefur Covid-19. Hann greindist með veiruna í lok nóvember og segist enn vera að glíma við eftirköst veikindanna. Þannig hafi hann skerta starfsorku og glími við svokallaða heilaþoku; hann hafi til dæmis þurft að einbeita sér mikið að því að keyra rétta leið heim í gærkvöldi eftir að hafa varið vinnudeginum á Seyðisfirði. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira