Norsk handboltahetja um smit á HM: Slökkvið ljósin og sendið fólkið heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2021 10:01 Ole Erevik stóð í marki Norðmanna á mörgum stórmótum. Getty/Jens Wolf Egyptar eru í miklum vandræðum með að halda HM-búbblunni sinni hreinni og mörgum þjóðum á mótinu finnst lítið vit vera í því sem er í gangi í smitvörnum og öðrum þeim tengdu. Heimsmeistaramótið í handbolta er vissulega hafið og íslenska landsliðið spilaði sinn fyrsta leik í gærkvöldi. Á sama tíma berast fréttir af smituðum fjölmiðlamönnum, smituðum leikmönnum og smituðum starfsmönnum inn á hótelinu í Kaíró sem á að sjálfsögðu að vera innan búbblunnar. Ole Erevik var einn allra besti markvörður Norðmanna í langan tíma en hann starfar nú sem handboltasérfræðingur hjá TV3. Erevik er staddur á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en honum leist ekkert á blikina eftir að upp komst um fjölda kórónuveirusmita innan búbblunnar. Erevik setti eftirfarandi færslu inn á Twitter síðu sína í gærkvöldi. Det er vel fort spikeren i kista for VM dette! Smitte blant media, spillere og ansatte på hotellet i Kairo. Slukk lyset og send folk hjem. https://t.co/7XMb4MI9bY— Ole Erevik (@OleErevik) January 14, 2021 „Þetta er líklega naglinn í líkkistuna fyrir heimsmeistaramótið. Smit meðal fjölmiðlamanna, leikmanna og starfsmanna á hótelinu í Karíó. Slökkvið ljósin og sendið fólkið heim,“ skrifaði Ole Erevik. Tékkar og Bandaríkjamenn hættu við þátttöku á heimsmeistaramótinu vegna smita leikmanna sinna og ellefu leikmenn Grænhöfðaeyja reyndust líka smitaðir sem þýðir að það er enn mikil óvissa er um þátttöku liðsins. Síðan hafa verið níu smit inn í HM-búbblunni í Kaíró. Danski blaðamaðurinn Lars Bruun-Mortensen sagði frá smitum meðal starfsmanna hótelsins sem eru allt annað en góðar fréttir. Alþjóðahandboltasambandið heldur því samt fram að smit starfsmannanna hafi uppgötvast áður en liðin komu inn á hótelið en kórónuveiran er lúmsk og erfið viðureignar. HM 2021 í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Heimsmeistaramótið í handbolta er vissulega hafið og íslenska landsliðið spilaði sinn fyrsta leik í gærkvöldi. Á sama tíma berast fréttir af smituðum fjölmiðlamönnum, smituðum leikmönnum og smituðum starfsmönnum inn á hótelinu í Kaíró sem á að sjálfsögðu að vera innan búbblunnar. Ole Erevik var einn allra besti markvörður Norðmanna í langan tíma en hann starfar nú sem handboltasérfræðingur hjá TV3. Erevik er staddur á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en honum leist ekkert á blikina eftir að upp komst um fjölda kórónuveirusmita innan búbblunnar. Erevik setti eftirfarandi færslu inn á Twitter síðu sína í gærkvöldi. Det er vel fort spikeren i kista for VM dette! Smitte blant media, spillere og ansatte på hotellet i Kairo. Slukk lyset og send folk hjem. https://t.co/7XMb4MI9bY— Ole Erevik (@OleErevik) January 14, 2021 „Þetta er líklega naglinn í líkkistuna fyrir heimsmeistaramótið. Smit meðal fjölmiðlamanna, leikmanna og starfsmanna á hótelinu í Karíó. Slökkvið ljósin og sendið fólkið heim,“ skrifaði Ole Erevik. Tékkar og Bandaríkjamenn hættu við þátttöku á heimsmeistaramótinu vegna smita leikmanna sinna og ellefu leikmenn Grænhöfðaeyja reyndust líka smitaðir sem þýðir að það er enn mikil óvissa er um þátttöku liðsins. Síðan hafa verið níu smit inn í HM-búbblunni í Kaíró. Danski blaðamaðurinn Lars Bruun-Mortensen sagði frá smitum meðal starfsmanna hótelsins sem eru allt annað en góðar fréttir. Alþjóðahandboltasambandið heldur því samt fram að smit starfsmannanna hafi uppgötvast áður en liðin komu inn á hótelið en kórónuveiran er lúmsk og erfið viðureignar.
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti