Umfjöllun: Tindastóll - Njarðvík 107-108 | Logi hetjan með flautuþrist Anton Ingi Leifsson skrifar 17. janúar 2021 22:45 Haukar - Njarðvík, Domino's deild karla. Veturinn 2019-2020. Körfubolti. Logi Gunnarsson var hetja Njarðvíkur er liðið vann sigur á Tindastól með minnsta mun, 108-107, eftir framlengdan leik í kvöld. Leikurinn í kvöld var afar skemmtilegur. Það var kraftur í Njarðvík í upphafi leiks og þeir voru 25-21 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Aðeins skánaði leikur, þá sér í lagi varnarleikur heimamanna í öðrum leikhlutanum og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 49-42, Stólunum í vil. Aftur voru það gestirnir sem komu öflugastir inn eftir hálfleikinn. Antonio Hester og Shawn Derrick Glover voru báðir að gera vel en Njarðvíkingar lentu í villuvandræðum er leið á. Eftir rosalega spennandi lokamínútur varð að framlengja. Í framlengingunni var svipað uppi á teningnum og virtust Stólarnir vera tryggja sér sigurinn með körfu 1,7 sekúndum fyrir leikslok. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, átti þó eitt vopn í pokahorninu og það vopn er Logi Gunnarsson. Hinn nærri því fertugi negldi niður flautþrist og tryggði Njarðvík 108-107 sigur. HÆTTESSU @logigunnars #dominosdeildin #körfubolti pic.twitter.com/Ar9XkL9TRJ— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) January 17, 2021 Af hverju vann Njarðvík? Það var bara dúndur kraftur, stemning og leikgleði í Njarðvíkurliðinu í kvöld. Þeir voru tilbúnir í að fórna sér í allt og fundu skemmtilegar opnanir í sóknarleiknum. Margir leikmenn skiluðu myndarlegu framlagi og ákvarðanartökur Stólanna voru ekki til fyrirmyndar. Og það bara að einn gaur í þínu liði sem heitir Logi Gunnarsson er örugglega frábært. Magnaður. Hverjir stóðu upp úr? Nikolas Tomsick var næst stigahæstur hjá Stólunum en það var kannski ekkert óeðlilegt við það því hann skoraði níu þriggja stiga körfur, enda skaut hann eins og óður maður fyrir utan. Shawn Derrick Glover var hins vegar stigahæstur með 39 stig og tók hann einnig níu fráköst. Mario Matosevic gerði 25 stig fyrir Njarðvík auk þess sem hann tók níu fráköst. Hann villaði þó út og þurfti Njarðvík að spila án hans undir lokin. Það er ekki hægt að klára þessa umfjöllun án þess að nefna Jón Arnór Sverrisson. Algjörlega frábær í kvöld. Hann skilaði 25 stigum og þremur stoðsendingum. Hvað gekk illa? Það er fróðlegt að líta í tölfræðina. Þrátt fyrir að vera með mun fleiri sóknarfráköst en Njarðvík, þá náðu Stólarnir ekki að láta það skila sér í sigri. Njarðvík nýtti sér einnig mun betur mistök Stólanna en eins og áður segir tóku þeir stundum lélegar ákvarðanir. Gestirnir gerðu 22 stig eftir mistök heimaanna. Leikurinn var þó afar kaflaskiptur en fimmtán sinnum skiptust liðin á forystunni og sextán sinnum var jafnt. Hvað gerist næst? Það er spurning hvernig Stólarnir reisa sig eftir þetta erfiða tap. Þeir fara í Hafnarfjörð næst og mæta Haukum. Njarðvík mætir Stjörnunni á heimavelli en með Antonio Hester er Njarðvík til alls líklegt í vetur með foringjann Einar Árna við stýrið. Dominos-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík
Logi Gunnarsson var hetja Njarðvíkur er liðið vann sigur á Tindastól með minnsta mun, 108-107, eftir framlengdan leik í kvöld. Leikurinn í kvöld var afar skemmtilegur. Það var kraftur í Njarðvík í upphafi leiks og þeir voru 25-21 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Aðeins skánaði leikur, þá sér í lagi varnarleikur heimamanna í öðrum leikhlutanum og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 49-42, Stólunum í vil. Aftur voru það gestirnir sem komu öflugastir inn eftir hálfleikinn. Antonio Hester og Shawn Derrick Glover voru báðir að gera vel en Njarðvíkingar lentu í villuvandræðum er leið á. Eftir rosalega spennandi lokamínútur varð að framlengja. Í framlengingunni var svipað uppi á teningnum og virtust Stólarnir vera tryggja sér sigurinn með körfu 1,7 sekúndum fyrir leikslok. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, átti þó eitt vopn í pokahorninu og það vopn er Logi Gunnarsson. Hinn nærri því fertugi negldi niður flautþrist og tryggði Njarðvík 108-107 sigur. HÆTTESSU @logigunnars #dominosdeildin #körfubolti pic.twitter.com/Ar9XkL9TRJ— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) January 17, 2021 Af hverju vann Njarðvík? Það var bara dúndur kraftur, stemning og leikgleði í Njarðvíkurliðinu í kvöld. Þeir voru tilbúnir í að fórna sér í allt og fundu skemmtilegar opnanir í sóknarleiknum. Margir leikmenn skiluðu myndarlegu framlagi og ákvarðanartökur Stólanna voru ekki til fyrirmyndar. Og það bara að einn gaur í þínu liði sem heitir Logi Gunnarsson er örugglega frábært. Magnaður. Hverjir stóðu upp úr? Nikolas Tomsick var næst stigahæstur hjá Stólunum en það var kannski ekkert óeðlilegt við það því hann skoraði níu þriggja stiga körfur, enda skaut hann eins og óður maður fyrir utan. Shawn Derrick Glover var hins vegar stigahæstur með 39 stig og tók hann einnig níu fráköst. Mario Matosevic gerði 25 stig fyrir Njarðvík auk þess sem hann tók níu fráköst. Hann villaði þó út og þurfti Njarðvík að spila án hans undir lokin. Það er ekki hægt að klára þessa umfjöllun án þess að nefna Jón Arnór Sverrisson. Algjörlega frábær í kvöld. Hann skilaði 25 stigum og þremur stoðsendingum. Hvað gekk illa? Það er fróðlegt að líta í tölfræðina. Þrátt fyrir að vera með mun fleiri sóknarfráköst en Njarðvík, þá náðu Stólarnir ekki að láta það skila sér í sigri. Njarðvík nýtti sér einnig mun betur mistök Stólanna en eins og áður segir tóku þeir stundum lélegar ákvarðanir. Gestirnir gerðu 22 stig eftir mistök heimaanna. Leikurinn var þó afar kaflaskiptur en fimmtán sinnum skiptust liðin á forystunni og sextán sinnum var jafnt. Hvað gerist næst? Það er spurning hvernig Stólarnir reisa sig eftir þetta erfiða tap. Þeir fara í Hafnarfjörð næst og mæta Haukum. Njarðvík mætir Stjörnunni á heimavelli en með Antonio Hester er Njarðvík til alls líklegt í vetur með foringjann Einar Árna við stýrið.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti