Tvö þúsund leghálssýni óhreyfð í pappakössum vikum saman Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. janúar 2021 19:11 Vonast er til að samningar verði undirritaðir í næstu viku og að í framhaldinu verði hægt að senda sýnin til Danmerkur í greiningu. Sjálftökupróf munu verða í boði á næstu misserum. Vísir/Egill Tvö þúsund sýni úr leghálsskimunum fyrir krabbameini hafa legið vikum saman óhreyfð í pappakössum vegna skorts á samningum. Vonir standa til að hægt verði að senda sýnin í greiningu fljótlega í næstu viku. Skimanir fyrir leghálskrabbameini færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæsla nú um áramót. Krabbameinsfélagið hætti að láta greina sýnin í nóvember og þegar skiptin urðu voru sýnin send í þessum pappakössum á heilsugæsluna í Hamraborg. Kassarnir innihalda ríflega tvö þúsund sýni. „Því miður hafa ekki verið rannsökuð sýni frá því í nóvemberbyrjun og þau bíða rannsóknar,” segir Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Ástæðan er að samningar hafa ekki verið undirritaðir við rannsóknarstofu í Danmörku sem mun halda utan um greiningu lífsýna úr leghálsskimunum, en ákveðið var að leita út fyrir landsteinana þegar ljóst var að Landspítala hefði ekki burði til þess að halda utan um greiningarnar. Samkomulag náðist við stofuna í dag og vonir standa til að samningar veði undirritaðir fljótlega í næstu viku. „Við vorum bara á fundi áðan þar sem það eru 99 prósent líkur á að samningar takist,” segir hann. Kristján segir tafirnar meðal annars skýrast af heimsfaraldrinum, en samkomulagið kveður meðal annars á um að konur geti óskað eftir svokölluðu sjálftökuprófi. Þá verða skimanir framvegis endurgjaldslausar. Biðtími eftir niðurstöðum muni einnig styttast. Skimanir fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini voru færðar frá Krabbameinsfélagi Íslands til heilsugæslu um áramót.Vísir/Egill „Þetta hvað þetta er langur tími er í raun ekkert óvenjulegt hér á landi. Við höfum oft verið að bíða frá fjórum og upp í átta vikur eða jafnvel lengur eftir svörum undanfarna mánuði. Þannig að þegar þessir samningar eru í höfn og þetta er komið í þann farveg sem við viljum þá verða flestar konur búnar að fá svar innan við tíu vikum eftir að sýnið var tekið,” útskýrir Kristján. Biðin ætti ekki að hafa áhrif. „Hún getur haft það en ég tel að líkurnar séu afar litlar. Bara til að leggja áherslu á það, að þá eru tekin vefjasýni í kjölfar frumubreytinga og konur sem hafa greinst með sterkar breytingar í vefjasýnum bíða oft í tvo til þrjá mánuði jafnvel eftir að fara í aðgerð. Þannig að þessi bið hún ætti að hafa mjög, mjög lítil áhrif, vonandi.“ Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Skimanir fyrir leghálskrabbameini færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæsla nú um áramót. Krabbameinsfélagið hætti að láta greina sýnin í nóvember og þegar skiptin urðu voru sýnin send í þessum pappakössum á heilsugæsluna í Hamraborg. Kassarnir innihalda ríflega tvö þúsund sýni. „Því miður hafa ekki verið rannsökuð sýni frá því í nóvemberbyrjun og þau bíða rannsóknar,” segir Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Ástæðan er að samningar hafa ekki verið undirritaðir við rannsóknarstofu í Danmörku sem mun halda utan um greiningu lífsýna úr leghálsskimunum, en ákveðið var að leita út fyrir landsteinana þegar ljóst var að Landspítala hefði ekki burði til þess að halda utan um greiningarnar. Samkomulag náðist við stofuna í dag og vonir standa til að samningar veði undirritaðir fljótlega í næstu viku. „Við vorum bara á fundi áðan þar sem það eru 99 prósent líkur á að samningar takist,” segir hann. Kristján segir tafirnar meðal annars skýrast af heimsfaraldrinum, en samkomulagið kveður meðal annars á um að konur geti óskað eftir svokölluðu sjálftökuprófi. Þá verða skimanir framvegis endurgjaldslausar. Biðtími eftir niðurstöðum muni einnig styttast. Skimanir fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini voru færðar frá Krabbameinsfélagi Íslands til heilsugæslu um áramót.Vísir/Egill „Þetta hvað þetta er langur tími er í raun ekkert óvenjulegt hér á landi. Við höfum oft verið að bíða frá fjórum og upp í átta vikur eða jafnvel lengur eftir svörum undanfarna mánuði. Þannig að þegar þessir samningar eru í höfn og þetta er komið í þann farveg sem við viljum þá verða flestar konur búnar að fá svar innan við tíu vikum eftir að sýnið var tekið,” útskýrir Kristján. Biðin ætti ekki að hafa áhrif. „Hún getur haft það en ég tel að líkurnar séu afar litlar. Bara til að leggja áherslu á það, að þá eru tekin vefjasýni í kjölfar frumubreytinga og konur sem hafa greinst með sterkar breytingar í vefjasýnum bíða oft í tvo til þrjá mánuði jafnvel eftir að fara í aðgerð. Þannig að þessi bið hún ætti að hafa mjög, mjög lítil áhrif, vonandi.“
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira