Hvert er Ferðaklúbburinn 4x4 að stefna? Halldór Kristinsson skrifar 15. janúar 2021 19:01 Ég verð að viðurkenna að mér líst ekki á það hvert Ferðaklúbburinn 4x4 er að stefna og dreg það stórlega í efa að allir félagar hans séu sammála þeirri afstöðu, sem komið hefur fram að undanförnu, að segja sig frá og mæla gegn hugmyndum um náttúruvernd. Hefur einhver könnun verið gerð á því hversu margir félagsmenn eru sammála þessari hörðu afstöðu klúbbsins? Yfirlýst afstaða klúbbsins gegn þjóðgörðum og nú síðast úrsögn úr Landvernd er lýsandi dæmi um vænisýki (e.paranoia) og sleggjudóma sem því miður er allt of algeng í dag í svo mörgum málum. Yfirlýsing klúbbsins, sem undirrituð er af formanni hans, vegna úrsagnar úr Landvernd er til dæmis algerlega órökstudd og ber keim sömu öfga og þeir væna samtökin sjálf um. Þar er fullyrt að: “ Stefna Landverndar undanfarin ár hefur verið öfgakennd og markast af harðlínu sem farið hefur út fyrir svið náttúruverndar..” Það væri afar upplýsandi ef formaðurinn segði okkur hvar og hvenær Ferðaklúbburinn 4x4 hefur orðið fyrir barðinu á þessari öfgakenndu stefnu Landverndar. Eitt af markmiðum Ferðaklúbbsins 4x4, sem fest eru í lög hans, er: “Að stuðla að náttúruvernd og sjálfbærri ferðamennsku um náttúru Íslands”. Ég sé ekki að úrsögn úr Landvernd og yfirlýst andstaða gegn þjóðgarði á hálendinu samrýmist þessu markmiði. Hvernig hyggst klúbburinn ná þessum markmiðum sínum að stuðla að náttúruvernd? Ef klúbburinn ætlar sér ekki að einangrast og fá á sig ímynd öfga jeppasamtaka gegn náttúruvernd, þarf hann að taka þátt í umræðunni og vera þáttakandi í henni á þann hátt að trúverðugt sé. Ekki með illa ígrunduðum yfirlýsingum sem ganga gegn markmiðum hans. Klúbburinn ætti frekar að koma fram með ábyrgar tillögur og ályktanir sem ræddar hafa verið á félagsfundum og samrýmast markmiðum hans í stað þess að mála sig útí horn og fá á sig ímynd andstæðinga náttúrverndar. Því ég held að þegar öllu er á botninn hvolft séu langflestir félagar klúbbsins í hjarta sínu náttúruverndarfólk og vilja stuðla að því að komandi kynslóðir geti upplifað óspjallaða náttúru landsins eins og við getum ennþá gert í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Félagasamtök Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég verð að viðurkenna að mér líst ekki á það hvert Ferðaklúbburinn 4x4 er að stefna og dreg það stórlega í efa að allir félagar hans séu sammála þeirri afstöðu, sem komið hefur fram að undanförnu, að segja sig frá og mæla gegn hugmyndum um náttúruvernd. Hefur einhver könnun verið gerð á því hversu margir félagsmenn eru sammála þessari hörðu afstöðu klúbbsins? Yfirlýst afstaða klúbbsins gegn þjóðgörðum og nú síðast úrsögn úr Landvernd er lýsandi dæmi um vænisýki (e.paranoia) og sleggjudóma sem því miður er allt of algeng í dag í svo mörgum málum. Yfirlýsing klúbbsins, sem undirrituð er af formanni hans, vegna úrsagnar úr Landvernd er til dæmis algerlega órökstudd og ber keim sömu öfga og þeir væna samtökin sjálf um. Þar er fullyrt að: “ Stefna Landverndar undanfarin ár hefur verið öfgakennd og markast af harðlínu sem farið hefur út fyrir svið náttúruverndar..” Það væri afar upplýsandi ef formaðurinn segði okkur hvar og hvenær Ferðaklúbburinn 4x4 hefur orðið fyrir barðinu á þessari öfgakenndu stefnu Landverndar. Eitt af markmiðum Ferðaklúbbsins 4x4, sem fest eru í lög hans, er: “Að stuðla að náttúruvernd og sjálfbærri ferðamennsku um náttúru Íslands”. Ég sé ekki að úrsögn úr Landvernd og yfirlýst andstaða gegn þjóðgarði á hálendinu samrýmist þessu markmiði. Hvernig hyggst klúbburinn ná þessum markmiðum sínum að stuðla að náttúruvernd? Ef klúbburinn ætlar sér ekki að einangrast og fá á sig ímynd öfga jeppasamtaka gegn náttúruvernd, þarf hann að taka þátt í umræðunni og vera þáttakandi í henni á þann hátt að trúverðugt sé. Ekki með illa ígrunduðum yfirlýsingum sem ganga gegn markmiðum hans. Klúbburinn ætti frekar að koma fram með ábyrgar tillögur og ályktanir sem ræddar hafa verið á félagsfundum og samrýmast markmiðum hans í stað þess að mála sig útí horn og fá á sig ímynd andstæðinga náttúrverndar. Því ég held að þegar öllu er á botninn hvolft séu langflestir félagar klúbbsins í hjarta sínu náttúruverndarfólk og vilja stuðla að því að komandi kynslóðir geti upplifað óspjallaða náttúru landsins eins og við getum ennþá gert í dag.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun