Innlent

Segir nýjar reglur á landa­mærum auka fyrir­sjáan­leika í ferða­þjónustu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm

Áætlun stjórnvalda um að koma á litakóðakerfi á landamærunum eykur fyrirsjánaleika ferðaþjónustunnar fyrir sumarið. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það mikilvægt skref að búið sé að svara ákalli ferðaþjónustunnar.

„Það mun gera bæði fyrirtækjum og Íslandsstofu kleift að fara í sterkara markaðsstarf. Þetta er saga sem við getum þá sagt, hvernig hægt sé að ferðast til Íslands og það er eiginlega það mikilvægasta í þessu. Það er grundvöllur fyrir því að veið getum núna unnið inn í sumarið í bókunarvinnunni fyrir næstu mánuði,“ sagði Jóhannes Þór í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Breytingarnar taka ekki gildi fyrr en í maí og segir Jóhannes það þýða að ekki megi búast við að ferðamenn fari að koma hingað fyrr en í maí.

„Því að sóttkvíardagarnir eru á alveg þangað til þá. En við sjáum það núna að við getum vonast til þess að þetta byrji að taka við sér eitthvað í júní. Því er samt ekki að neita að ástandið í Evrópu er núna væntanlega að færa tímalínurnar nokkuð aftar á sumarið,“ segir Jóhannes Þór.


Tengdar fréttir

Hæst­á­nægður með skimunar­skylduna og vonar að ræðan hafi hjálpað

Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að skylda alla í tvöfalda skimun á landamærum sé mikið ánægjuefni. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir skjót viðbrögð. Enn eigi þó eftir að útfæra framkvæmd reglugerðarinnar á flugvellinum.

Bólusetningarvottorð tekin gild á landamærum

Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu vinnuhóps um vottorð, þess efnis að bólusetningarvottorð sem uppfylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis og gefin eru út í EES/EFTA-ríki, verði tekin gild á landamærum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Litakóðunarkerfi á landamærum frá og með 1. maí

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að frá og með 1. maí verði tekið upp litakóðunarkerfi á landamærum. Áfram verði tvöföld skimun á landamærum fyrir rauð lönd en einstaklingar sem koma frá grænum og appelsínugulum löndum verður boðið upp á að mæta með neikvætt PCR próf og fara svo í staka skimun á landamærum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×