Í tilkynningu segir að starfsfólk heilbrigðisstofnunarinnar hafi fundið fyrir verulega aukinni þörf fólks fyrir áfallameðferð og þjónustu geðteymis eftir atburðina.
Fagfólk telji einnig mikilvægt að bregðast skjótt við með aukinni þjónustu til að fyrirbyggja að einstaklingar sem þurfa á stuðningi að halda þrói með sér alvarlega og langvinna áfallastreituröskun.