Eigum að gera betur varnarlega Smári Jökull Jónsson skrifar 15. janúar 2021 20:45 Dagur Kár var frábær í liði Grindavíkur í kvöld. Vísir/Bára Dominos-deild karla í körfubolta er farin aftur af stað eftir langa pásu sökum kórónufaraldursins. Grindavík vann flottan 14 stiga sigur á Þór Þorlákshöfn í kvöld, 119-105. „Sóknarleikurinn var mjög flottur eiginlega allan leikinn en að fá á sig 105 stig er ekkert spes, við eigum að gera miklu betur varnarlega en þetta er kannski skiljanlegt eftir svona langa pásu,“ sagði Dagur Kár Jónsson eftir sigur Grindvíkinga á Þórsurum í Domino´s-deidinni í kvöld. Grindvíkingar voru fimmtán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en Þórsarar bitu verulega frá sér og komust meðal annars yfir í þriðja leikhlutanum. Heimamenn sigldu sigrinum hins vegar í höfn í lokin og unnu að lokum 119-105. „Við byrjuðum rosalega vel en slökuðum á og höfum kannski haldið að þetta yrði auðvelt. Það má ekki gerast og þeir komust aftur inn í leikinn. Við náðum að stilla okkur vel af í hálfleik og komum með sömu orku og við vorum með í byrjun.“ Dagur Kár lék lítið með Grindvíkingum á síðustu leiktíð vegna meiðsla en sneri aftur í haust í þeim eina leik sem var spilaður þá. Þar kom hann inn af krafti og það sama var uppi á teningunum í kvöld, hann skoraði 29 stig, gaf átta stoðsendingar og tók fimm fráköst. „Hún var ömurleg fyrir alla þessi pása en fín fyrir mig. Ég hafði tíma til að styrkja mig aðeins meira í kringum hnéð og líður bara vel núna.“ Ólafur Ólafsson byrjaði leikinn á bekknum en skilaði mjög góðri frammistöðu og endaði á flautukörfu frá eigin þriggja stiga línu. Dagur var ánægður með liðsfélaga sinn. „Hann sagði við mig: „Á ég að skjóta þessu?“ og ég sagði já. „Heldur þú að ég hitti?“ og ég sagði já. Hann smellti þessu og það var vel gert. Það skiptir ekki máli hverjir eru á bekknum og hverjir byrja inná. Það koma allir og leggja sitt af mörkum og það gekk upp í kvöld,“ sagði Dagur Kár að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Grindavík Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjá meira
„Sóknarleikurinn var mjög flottur eiginlega allan leikinn en að fá á sig 105 stig er ekkert spes, við eigum að gera miklu betur varnarlega en þetta er kannski skiljanlegt eftir svona langa pásu,“ sagði Dagur Kár Jónsson eftir sigur Grindvíkinga á Þórsurum í Domino´s-deidinni í kvöld. Grindvíkingar voru fimmtán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en Þórsarar bitu verulega frá sér og komust meðal annars yfir í þriðja leikhlutanum. Heimamenn sigldu sigrinum hins vegar í höfn í lokin og unnu að lokum 119-105. „Við byrjuðum rosalega vel en slökuðum á og höfum kannski haldið að þetta yrði auðvelt. Það má ekki gerast og þeir komust aftur inn í leikinn. Við náðum að stilla okkur vel af í hálfleik og komum með sömu orku og við vorum með í byrjun.“ Dagur Kár lék lítið með Grindvíkingum á síðustu leiktíð vegna meiðsla en sneri aftur í haust í þeim eina leik sem var spilaður þá. Þar kom hann inn af krafti og það sama var uppi á teningunum í kvöld, hann skoraði 29 stig, gaf átta stoðsendingar og tók fimm fráköst. „Hún var ömurleg fyrir alla þessi pása en fín fyrir mig. Ég hafði tíma til að styrkja mig aðeins meira í kringum hnéð og líður bara vel núna.“ Ólafur Ólafsson byrjaði leikinn á bekknum en skilaði mjög góðri frammistöðu og endaði á flautukörfu frá eigin þriggja stiga línu. Dagur var ánægður með liðsfélaga sinn. „Hann sagði við mig: „Á ég að skjóta þessu?“ og ég sagði já. „Heldur þú að ég hitti?“ og ég sagði já. Hann smellti þessu og það var vel gert. Það skiptir ekki máli hverjir eru á bekknum og hverjir byrja inná. Það koma allir og leggja sitt af mörkum og það gekk upp í kvöld,“ sagði Dagur Kár að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Grindavík Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjá meira