Evrópuríki lýsa yfir óánægju með breytingar Pfizer Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2021 21:50 Bóluefni Pfizer á leið til Evrópulanda. Pfizer Nokkur Evrópuríki hafa lýst yfir óánægju vegna fyrirhugaðra breytinga á afhendingaráætlun Pfizer. Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans munu berast til Evrópu frá og með næstu viku vegna þess að Bandaríkjadeild framleiðandans ætlar að hægja á flutningi efnisins til Evrópu. Yfirvöld í Svíþjóð, Danmörku, Finnland, Litháen, Lettlandi og Eistlandi hafa lýst yfir óánægju sinni. Þau segja seinkunina „óásættanlega“ og vöruðu við því að breytingarnar muni draga úr trúverðugleika bóluefnaferlisins. Þá hafa þau hvatt Evrópusambandið til þess að beita Pfizer og BioNTech þrýstingi til þess að fá fleiri skammta flutta til Evrópu. Pfizer hefur sagt að þetta ástand sé tímabundið. Færri skammtar af efninu muni berast til Evrópu vegna breytinga á framleiðslu. Verið sé að breyta framleiðslutækjum svo hægt sé að framleiða meira bóluefni hraðar. Pfizer sagði í yfirlýsingu að þrátt fyrir að færri skammtar berist til Evrópu það sem eftir er af janúar og í byrjun febrúar verði framleiðsla orðin hraðari um miðjan febrúar og megi þá búast við fleiri skömmtum en ætlað hefur verið í síðari hluta febrúar og mars. Heilbrigðisráðuneyti Þýskalands sagði tilkynningu Pfizer koma á óvart. Það minnti framleiðandann á að hann hafi skuldbundið sig til að flytja bóluefni til Evrópu á ákveðnum tíma og við það ætti að standa. Ursula von der Leyen, foresti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að hún hafi rætt við forstjóra Pfizer sem hefði staðfest að allar pantanir, sem lofað hafi verið að yrðu afhentar á fyrsta ársfjórðungi, myndu verða afhentar á þeim tíma. Evrópusambandið Svíþjóð Danmörk Finnland Litháen Lettland Eistland Bólusetningar Tengdar fréttir Fáum Pfizer-skammtana í næstu viku þrátt fyrir breytingar hjá fyrirtækinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að Ísland muni fá þá skammta af bóluefni Pfizer í næstu viku sem samið hafði verið um þrátt fyrir að fyrirtækið hafi tilkynnt um breytingar á afhendingaráætlun í Evrópu. 15. janúar 2021 16:44 Pfizer fækkar skömmtum til Evrópu næstu vikur Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer munu berast til Evrópu frá og með næstu viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun er að ræða, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustofnunar Noregs. Þar segir einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu. 15. janúar 2021 11:44 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Yfirvöld í Svíþjóð, Danmörku, Finnland, Litháen, Lettlandi og Eistlandi hafa lýst yfir óánægju sinni. Þau segja seinkunina „óásættanlega“ og vöruðu við því að breytingarnar muni draga úr trúverðugleika bóluefnaferlisins. Þá hafa þau hvatt Evrópusambandið til þess að beita Pfizer og BioNTech þrýstingi til þess að fá fleiri skammta flutta til Evrópu. Pfizer hefur sagt að þetta ástand sé tímabundið. Færri skammtar af efninu muni berast til Evrópu vegna breytinga á framleiðslu. Verið sé að breyta framleiðslutækjum svo hægt sé að framleiða meira bóluefni hraðar. Pfizer sagði í yfirlýsingu að þrátt fyrir að færri skammtar berist til Evrópu það sem eftir er af janúar og í byrjun febrúar verði framleiðsla orðin hraðari um miðjan febrúar og megi þá búast við fleiri skömmtum en ætlað hefur verið í síðari hluta febrúar og mars. Heilbrigðisráðuneyti Þýskalands sagði tilkynningu Pfizer koma á óvart. Það minnti framleiðandann á að hann hafi skuldbundið sig til að flytja bóluefni til Evrópu á ákveðnum tíma og við það ætti að standa. Ursula von der Leyen, foresti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að hún hafi rætt við forstjóra Pfizer sem hefði staðfest að allar pantanir, sem lofað hafi verið að yrðu afhentar á fyrsta ársfjórðungi, myndu verða afhentar á þeim tíma.
Evrópusambandið Svíþjóð Danmörk Finnland Litháen Lettland Eistland Bólusetningar Tengdar fréttir Fáum Pfizer-skammtana í næstu viku þrátt fyrir breytingar hjá fyrirtækinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að Ísland muni fá þá skammta af bóluefni Pfizer í næstu viku sem samið hafði verið um þrátt fyrir að fyrirtækið hafi tilkynnt um breytingar á afhendingaráætlun í Evrópu. 15. janúar 2021 16:44 Pfizer fækkar skömmtum til Evrópu næstu vikur Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer munu berast til Evrópu frá og með næstu viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun er að ræða, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustofnunar Noregs. Þar segir einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu. 15. janúar 2021 11:44 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Fáum Pfizer-skammtana í næstu viku þrátt fyrir breytingar hjá fyrirtækinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að Ísland muni fá þá skammta af bóluefni Pfizer í næstu viku sem samið hafði verið um þrátt fyrir að fyrirtækið hafi tilkynnt um breytingar á afhendingaráætlun í Evrópu. 15. janúar 2021 16:44
Pfizer fækkar skömmtum til Evrópu næstu vikur Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer munu berast til Evrópu frá og með næstu viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun er að ræða, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustofnunar Noregs. Þar segir einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu. 15. janúar 2021 11:44