Laschet er forsætisráðherra Norðurrínar-Vestfalíu fyrir Kristilega demókrata. Honum hefur verið lýst sem hófsömum miðjumanni og hefur sagst vilja halda flokknum á þeirri stefnu sem Merkel hefur markað.
Ef Kristilegir demókratar vinna sigur í þingkosningum í Þýskalandi næsta haust má leiða líkur að því að Laschet verði næsti kanslari Þýskalands.
Laschet hafði betur í formannskjöri á landsfundi flokksins, sem haldinn var með rafrænum hætti í dag. Hans helsti keppinautur um embættið var Friedrich Merz. Laschet hlaut 522 atkvæði en Merz 466.