Átök um bóluefni og fullveldi Ólafur Ísleifsson skrifar 17. janúar 2021 10:00 Árangur Íslendinga í sóttvörnum er fagnaðarefni. Enginn greindist með veirusmit í gær í fyrsta sinn frá 10. september. Nú er að þrauka þangað til nægilegt bóluefni berst til landsins. ESB sætir gagnrýni Evrópusambandið stendur frammi fyrir harðri gagnrýni á framgöngu sína við að útvega bóluefni fyrir aðildarríki sambandsins. Stefna ESB miðaðist við að allir stæðu saman eins og hin þýska Úrsúla von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB lagði ofuráherslu á. Þrátt fyrir það tryggði Þýskaland sér 30 milljón skammta aukreitis. Minnast má þess að Úrsúla og ESB þurftu að biðja Ítali afsökunar síðastliðið vor fyrir þá sök að sambandið stóð ekki við bakið á þeim þegar farsóttin geisaði sem ákafast á Ítalíu. Aftast í biðröðinni Haft er eftir Ugur Sahin, stofnanda hins þýska fyrirtækis BioNTech, sem starfað hefur með bandaríska lyfjafyrirtækinu Pfizer, að Evrópusambandið hafi ekki pantað nóg af bóluefni og verið seint til að samþykkja bóluefni einstakra fyrirtækja. Í breska vikuritinu Spectator er því haldið fram að bóluefnaáætlun sambandsins hafi reynst verstu mistök Evrópusambandsins frá vandamálum tengdum evrunni 2010-11. Segir í ritinu að þá hafi þó aðeins þrjú lönd orðið gjaldþrota og heil kynslóð Grikkja dæmd til til fátæktar en bólsetningarmistökin muni leiða til dauða tugþúsunda. Haft er eftir Sahin að Evrópusambandið hafi pantað svo fáa skammta frá BioNTech í sumar að það standi nú aftast í biðröðinni eftir takmörkuðu framboði lyfjaskammta. Réttlætanleg reiði Naumast verður sagt að vel hafi tekist til. Sumar ESB-þjóðir eru varla byrjaðar að bólusetja. Kannski er táknrænt að fá ef nokkur ríki hafa farið verr út úr veirunni en Belgía sem hýsir ESB. Hvað væri sagt um Bandaríkin ef ástandið þar væri áþekkt og í Evrópu? Ef litið er hingað heim, hver ber í raun ábyrgð á að bóluefnið berist hingað? Íslensk stjórnvöld eða ESB? Bætist umboðsvandi ofan á upplýsingaóreiðuna? Ekki kemur á óvart að þungt verði í mönnum. Markús Söder, leiðtogi kristilegra í Bæjaralandi, systurflokks Angelu Merkels, þrumaði yfir landslýð að erfitt væri að útskýra að mjög góðu bóluefni þróuðu í Þýskalandi væri sprautað hraðar í fólk annars staðar en í heimalandinu. Skiptimynt í stóra samhenginu Dálkahöfundur Spectator, Matthew Lynn, segir Evrópusambandið hafa misst af miklu tækifæri fyrir þá sök að hafa ekki ráðið við verkefnið. Evrópusambandið kom of seint á vettvang, pantaði of lítið á röngum tíma. Ekki átti að ráðstafa meira fé til bóluefnakaupa en rúmlega tveimur milljörðum evra. Bretland með sínar 66 milljónir íbúa, borið saman við 448 milljónir í EBS, ákvað að eyða 12 milljörðum punda í þessu skyni. Halda má því fram að bóluefnið sé frekar ódýrt. AstraZeneca-sprautan kostar ekki nema þrjú pund. Enda þótt Pfizer-bóluefnið kosti 20 pund felast í því góð kaup. Kostnaður við bóluefnið er skiptimynt í stóra samhenginu. Öllu skiptir að hafa hraðar hendur. Þýska stórblaðið Der Spiegel varpaði sprengju þegar það gaf til kynna að stjórnmálaviðhorf hefðu ruðst að bólusetningarmálum þegar Frakkland hefði krafist þess að ESB mætti ekki kaupa meira af þýska fyrirtækinu BioNTech en af franska fyrirtækinu Sanofi. Franska bóluefnið rak upp á sker og reyndist haldlaust, að minnsta kosti að sinni. Dýr mistök Fréttir berast nú af því að Pfizer sé að endurskipuleggja framleiðslu sína til að auka hana um ríflega helming. Bent hefur verið á að hefðu pantanir legið fyrir í meira mæli frá stórkaupanda á borð við Evrópusambandið hefðu þær falið í sér hvatningu fyrir fyrirtækið um að flýta framleiðslu fyrr en raun ber vitni. Lyfjastofnun ESB samþykkti ekki Pfizer-bóluefnið fyrr en rétt fyrir jól og þá undir þrýstingi frá Berlín. Vikum áður hafði bóluefni Pfizer fengið samþykki breskra stjórnvalda. Skriffinnska ESB sætir gagnrýni í Evrópu og við bætist að ESB leitaðist við að taka sér hlutverk í heilbrigðismálum sem það hefur ekki skipulagslega eða fjárhagslega burði til að gegna, hvað þá í heimsfaraldri. Einsmálsflokkur Af hálfu sumra sýnist lagt bann við að gagnrýna Evrópusambandið þótt ekki sé nema með því að vitna til virtra erlendra fjölmiðla. Formaður Viðreisnar virðist telja Miðflokkinn helsta andstæðing sinn í stjórnmálum. Er það skiljanlegt í ljósi þess að Viðreisn hefur aðeins eitt stefnumál, að ganga í ESB og taka upp evruna. Miðflokkurinn telur ekki koma til greina að fullveldi landsins og forræði yfir auðlindum yrði kastað fyrir róða með þeim hætti og hafnar með öllu aðild að Evrópusambandinu. Orðaflaumur um aðskiljanleg málefni reiknast ekki meðal stefnumála þegar ekkert innihald stendur að baki slíkum orðum. Fullveldið innan gæsalappa Hugmyndafræðileg skrif af hálfu Viðreisnar í Fréttablaðinu, þar sem tekið er að rita orðið fullveldi innan gæsalappa, eru til marks um að ekki sjái fyrir endann á átökum stjórnmálaflokka um fullveldi þjóðarinnar og yfirráð hennar yfir auðlindum sínum. Þar liggja skýr skil milli þeirra sem standa vilja vörð um fullveldi og auðlindir þjóðarinnar og allra hinna sem ekki stóðu í ístaðinu þegar á reyndi. Höfundur er Alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Bólusetningar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Árangur Íslendinga í sóttvörnum er fagnaðarefni. Enginn greindist með veirusmit í gær í fyrsta sinn frá 10. september. Nú er að þrauka þangað til nægilegt bóluefni berst til landsins. ESB sætir gagnrýni Evrópusambandið stendur frammi fyrir harðri gagnrýni á framgöngu sína við að útvega bóluefni fyrir aðildarríki sambandsins. Stefna ESB miðaðist við að allir stæðu saman eins og hin þýska Úrsúla von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB lagði ofuráherslu á. Þrátt fyrir það tryggði Þýskaland sér 30 milljón skammta aukreitis. Minnast má þess að Úrsúla og ESB þurftu að biðja Ítali afsökunar síðastliðið vor fyrir þá sök að sambandið stóð ekki við bakið á þeim þegar farsóttin geisaði sem ákafast á Ítalíu. Aftast í biðröðinni Haft er eftir Ugur Sahin, stofnanda hins þýska fyrirtækis BioNTech, sem starfað hefur með bandaríska lyfjafyrirtækinu Pfizer, að Evrópusambandið hafi ekki pantað nóg af bóluefni og verið seint til að samþykkja bóluefni einstakra fyrirtækja. Í breska vikuritinu Spectator er því haldið fram að bóluefnaáætlun sambandsins hafi reynst verstu mistök Evrópusambandsins frá vandamálum tengdum evrunni 2010-11. Segir í ritinu að þá hafi þó aðeins þrjú lönd orðið gjaldþrota og heil kynslóð Grikkja dæmd til til fátæktar en bólsetningarmistökin muni leiða til dauða tugþúsunda. Haft er eftir Sahin að Evrópusambandið hafi pantað svo fáa skammta frá BioNTech í sumar að það standi nú aftast í biðröðinni eftir takmörkuðu framboði lyfjaskammta. Réttlætanleg reiði Naumast verður sagt að vel hafi tekist til. Sumar ESB-þjóðir eru varla byrjaðar að bólusetja. Kannski er táknrænt að fá ef nokkur ríki hafa farið verr út úr veirunni en Belgía sem hýsir ESB. Hvað væri sagt um Bandaríkin ef ástandið þar væri áþekkt og í Evrópu? Ef litið er hingað heim, hver ber í raun ábyrgð á að bóluefnið berist hingað? Íslensk stjórnvöld eða ESB? Bætist umboðsvandi ofan á upplýsingaóreiðuna? Ekki kemur á óvart að þungt verði í mönnum. Markús Söder, leiðtogi kristilegra í Bæjaralandi, systurflokks Angelu Merkels, þrumaði yfir landslýð að erfitt væri að útskýra að mjög góðu bóluefni þróuðu í Þýskalandi væri sprautað hraðar í fólk annars staðar en í heimalandinu. Skiptimynt í stóra samhenginu Dálkahöfundur Spectator, Matthew Lynn, segir Evrópusambandið hafa misst af miklu tækifæri fyrir þá sök að hafa ekki ráðið við verkefnið. Evrópusambandið kom of seint á vettvang, pantaði of lítið á röngum tíma. Ekki átti að ráðstafa meira fé til bóluefnakaupa en rúmlega tveimur milljörðum evra. Bretland með sínar 66 milljónir íbúa, borið saman við 448 milljónir í EBS, ákvað að eyða 12 milljörðum punda í þessu skyni. Halda má því fram að bóluefnið sé frekar ódýrt. AstraZeneca-sprautan kostar ekki nema þrjú pund. Enda þótt Pfizer-bóluefnið kosti 20 pund felast í því góð kaup. Kostnaður við bóluefnið er skiptimynt í stóra samhenginu. Öllu skiptir að hafa hraðar hendur. Þýska stórblaðið Der Spiegel varpaði sprengju þegar það gaf til kynna að stjórnmálaviðhorf hefðu ruðst að bólusetningarmálum þegar Frakkland hefði krafist þess að ESB mætti ekki kaupa meira af þýska fyrirtækinu BioNTech en af franska fyrirtækinu Sanofi. Franska bóluefnið rak upp á sker og reyndist haldlaust, að minnsta kosti að sinni. Dýr mistök Fréttir berast nú af því að Pfizer sé að endurskipuleggja framleiðslu sína til að auka hana um ríflega helming. Bent hefur verið á að hefðu pantanir legið fyrir í meira mæli frá stórkaupanda á borð við Evrópusambandið hefðu þær falið í sér hvatningu fyrir fyrirtækið um að flýta framleiðslu fyrr en raun ber vitni. Lyfjastofnun ESB samþykkti ekki Pfizer-bóluefnið fyrr en rétt fyrir jól og þá undir þrýstingi frá Berlín. Vikum áður hafði bóluefni Pfizer fengið samþykki breskra stjórnvalda. Skriffinnska ESB sætir gagnrýni í Evrópu og við bætist að ESB leitaðist við að taka sér hlutverk í heilbrigðismálum sem það hefur ekki skipulagslega eða fjárhagslega burði til að gegna, hvað þá í heimsfaraldri. Einsmálsflokkur Af hálfu sumra sýnist lagt bann við að gagnrýna Evrópusambandið þótt ekki sé nema með því að vitna til virtra erlendra fjölmiðla. Formaður Viðreisnar virðist telja Miðflokkinn helsta andstæðing sinn í stjórnmálum. Er það skiljanlegt í ljósi þess að Viðreisn hefur aðeins eitt stefnumál, að ganga í ESB og taka upp evruna. Miðflokkurinn telur ekki koma til greina að fullveldi landsins og forræði yfir auðlindum yrði kastað fyrir róða með þeim hætti og hafnar með öllu aðild að Evrópusambandinu. Orðaflaumur um aðskiljanleg málefni reiknast ekki meðal stefnumála þegar ekkert innihald stendur að baki slíkum orðum. Fullveldið innan gæsalappa Hugmyndafræðileg skrif af hálfu Viðreisnar í Fréttablaðinu, þar sem tekið er að rita orðið fullveldi innan gæsalappa, eru til marks um að ekki sjái fyrir endann á átökum stjórnmálaflokka um fullveldi þjóðarinnar og yfirráð hennar yfir auðlindum sínum. Þar liggja skýr skil milli þeirra sem standa vilja vörð um fullveldi og auðlindir þjóðarinnar og allra hinna sem ekki stóðu í ístaðinu þegar á reyndi. Höfundur er Alþingismaður Miðflokksins.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun