Englandsmeistarar Liverpool eru þremur stigum á eftir Manchester United sem sitja á toppnum, og því gætu stigin þrjú sem í boði eru ekki verið mikilvægari. Með sigri jafnar Liverpool erkifjendurna í United að stigum á toppnum. Vinni United hins vegar verður liðið með fjögurra stiga forskot á toppnum og sex stiga forskot á Liverpool.
Katrín er sigurviss fyrir hönd sinna manna og spáði þeim 3-2 sigri í samtali við fréttastofu í dag.
„Við bara vinnum þetta, 3-2,“ segir Katrín, sem treysti sér þó ekki til að spá fyrir um alla markaskorara leiksins. Hún telur þó að Salah skori sigurmark Liverpool.
„Ég er mikil Salah-manneskja. Ég held mikið upp á hann, segjum bara Salah,“ segir Katrín og bætir því við að hún haldi einkar mikið upp á Jürgen Klopp, stjóra Liverpool.
„Hann er mín fyrirmynd. Ég reyni að beita hans aðferðafræði í stjórnmálum,“ segir Katrín og hlær.
Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 16:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi.