Enski boltinn

For­sætis­ráð­herra spáir Liver­pool sigri í toppslagnum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Katrín hefur miklar mætur á Jürgen Klopp og Mohamed Salah, sem og reyndar Liverpool-liðinu öllu.
Katrín hefur miklar mætur á Jürgen Klopp og Mohamed Salah, sem og reyndar Liverpool-liðinu öllu. Samsett

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er mikill stuðningsmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hún spáir sínum mönnum eins marks sigri í toppslagnum á móti Manchester United í dag.

Englandsmeistarar Liverpool eru þremur stigum á eftir Manchester United sem sitja á toppnum, og því gætu stigin þrjú sem í boði eru ekki verið mikilvægari. Með sigri jafnar Liverpool erkifjendurna í United að stigum á toppnum. Vinni United hins vegar verður liðið með fjögurra stiga forskot á toppnum og sex stiga forskot á Liverpool.

Katrín er sigurviss fyrir hönd sinna manna og spáði þeim 3-2 sigri í samtali við fréttastofu í dag.

„Við bara vinnum þetta, 3-2,“ segir Katrín, sem treysti sér þó ekki til að spá fyrir um alla markaskorara leiksins. Hún telur þó að Salah skori sigurmark Liverpool.

„Ég er mikil Salah-manneskja. Ég held mikið upp á hann, segjum bara Salah,“ segir Katrín og bætir því við að hún haldi einkar mikið upp á Jürgen Klopp, stjóra Liverpool.

„Hann er mín fyrirmynd. Ég reyni að beita hans aðferðafræði í stjórnmálum,“ segir Katrín og hlær.

Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 16:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi.


Tengdar fréttir

Klopp gefur lítið fyrir ummæli Solskjær

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gefur lítið fyrir ummæli Ole Gunnars Solskjær, stjóra Man. United, að það kæmi á óvart ef að United myndi ná að vinna ensku meistarana á þeirra heimavelli á morgun.

Sol­skjær segir það ó­vænt vinni United á Anfi­eld

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að það yrði óvænt úrslit ef toppliðið muni sækja þrjú stig á Old Trafford á sunnudaginn er liðin mætast í toppslag. Flautað verður til leiks klukkan 16.30 á Anfield á morgun.

„Liverpool menn verða stressaðir“

Manchester United getur náð sex stiga forskoti á Liverpool með sigri í toppslag liðanna um helgina og gömul Liverpool kempa segir að leikmenn Liverpool séu nú í svolítið nýrri stöðu miðað við undanfarin misseri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×