Fjölskylda sem var á leið heim til sín á Flateyri var í bíl sem lenti í sjónum í firðinum. Kamila Majewska, kona á þrítugsaldri, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gær. Eiginmaður hennar og ungt barn eru enn undir læknishöndum á Landspítalanum.
Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir, eftir upplýsingum frá lögreglu.
„Sóknarpresturinn í Önundarfirði hefur opnað Flateyrarkirkju og býður þeim sem það vilja að koma þangað og eiga stund milli kl. 14:00 og 16:00. Gætt verður að sjálfssögðu að sóttvarnareglum,“ segir einnig í tilkynningunni.