Hegðun fólks hættulegri en breska afbrigðið Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2021 14:29 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Einar Hegðun fólks í faraldri er mun hættulegri en breska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við fréttastofu. Síðastliðið haust glímdu Íslendingar við afbrigði veirunnar sem barst til landsins með frönskum ferðamönnum og var ráðandi í faraldrinum hér á landi um nokkurt skeið. Í raðgreiningu á afbrigðinu var það nefnt „bláa veiran“ og voru uppi grunsemdir um að þetta afbrigði smitaðist hraðar á milli manna. Til dæmis nefndi Alma Möller landlæknir þann möguleika á upplýsingafundi almannavarna í október og sömuleiðis Kári sjálfur síðastliðið haust. Kári segir í dag að engar staðfestingar hafi fengist um það hvort „franska afbrigðið“ hafi verið meira smitandi en önnur afbrigði og eftir standi grunurinn einn. Staðreyndin sé sú að Bláa veiran náði bólfestu hér á landi þegar samfélagið var mun opnara en það er í dag. Breska afbrigðið er sagt smitast hraðar á milli fólks en ekki valda alvarlegri einkennum en fyrri afbrigði kórónuveirunnar. Kári bendir á að það sem stuðli að mestri útbreiðslu veirunnar sé hegðun fólks, og slíkt skipti mestu máli þegar kemur að útbreiðslu faraldursins. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til hafa nægt til að halda þessu breska afbrigði í skefjum,“ segir Kári. Á fimmta tug hafa greinst með breska afbrigðið á landamærunum og nokkrir innanlands sem allir voru í tengslum við fólk sem hafði greinst á landamærunum. Breska afbrigðið hefur því enn ekki sést í tengslum við samfélagssmit. Niðurstaðan sé því sú að þó breska afbrigðið smitist hraðar á milli manna þá sé það hegðun fólks sem ráði mestu um hversu útbreiddur faraldurinn sé að mati Kára. „Við stefnum að því að halda smitstuðli veirunnar undir einum þrátt fyrir engar takmarkanir á hegðun fólks,“ segir Kári en það gerum við best að hans mati með þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum og bólusetningum við veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Áhættan er aldrei núll“ Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. 16. janúar 2021 13:30 Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Síðastliðið haust glímdu Íslendingar við afbrigði veirunnar sem barst til landsins með frönskum ferðamönnum og var ráðandi í faraldrinum hér á landi um nokkurt skeið. Í raðgreiningu á afbrigðinu var það nefnt „bláa veiran“ og voru uppi grunsemdir um að þetta afbrigði smitaðist hraðar á milli manna. Til dæmis nefndi Alma Möller landlæknir þann möguleika á upplýsingafundi almannavarna í október og sömuleiðis Kári sjálfur síðastliðið haust. Kári segir í dag að engar staðfestingar hafi fengist um það hvort „franska afbrigðið“ hafi verið meira smitandi en önnur afbrigði og eftir standi grunurinn einn. Staðreyndin sé sú að Bláa veiran náði bólfestu hér á landi þegar samfélagið var mun opnara en það er í dag. Breska afbrigðið er sagt smitast hraðar á milli fólks en ekki valda alvarlegri einkennum en fyrri afbrigði kórónuveirunnar. Kári bendir á að það sem stuðli að mestri útbreiðslu veirunnar sé hegðun fólks, og slíkt skipti mestu máli þegar kemur að útbreiðslu faraldursins. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til hafa nægt til að halda þessu breska afbrigði í skefjum,“ segir Kári. Á fimmta tug hafa greinst með breska afbrigðið á landamærunum og nokkrir innanlands sem allir voru í tengslum við fólk sem hafði greinst á landamærunum. Breska afbrigðið hefur því enn ekki sést í tengslum við samfélagssmit. Niðurstaðan sé því sú að þó breska afbrigðið smitist hraðar á milli manna þá sé það hegðun fólks sem ráði mestu um hversu útbreiddur faraldurinn sé að mati Kára. „Við stefnum að því að halda smitstuðli veirunnar undir einum þrátt fyrir engar takmarkanir á hegðun fólks,“ segir Kári en það gerum við best að hans mati með þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum og bólusetningum við veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Áhættan er aldrei núll“ Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. 16. janúar 2021 13:30 Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Áhættan er aldrei núll“ Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. 16. janúar 2021 13:30
Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17