Danir halda áfram að kvarta yfir aðstæðunum í Egyptalandi Anton Ingi Leifsson skrifar 18. janúar 2021 06:31 Nikolaj Jacobsen er þjálfari heimsmeistara Dana. Jan Christensen/Getty Danska landsliðið í handbolta hefur ekki farið í felur með það að þeir eru allt annað en sáttir við þær aðstæður sem liðið býr við á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi þar sem mismargir fara eftir sóttvarnarreglum. Kórónuveiran og áhrif hennar hafa verið mikið til umræðu í Egyptalandi. Mörg félög hafa verið gagnrýnd fyrir að fara ekki eftir reglum og önnur félög hafa kvartað yfir því að mótshaldarar og IHF séu ekki með allt sitt upp á tíu. Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, er ekkert sérstaklega hrifinn af því hvernig umgengnin væri á hóteli Dana. Þeir gista ekki á sama hóteli og íslenska liðið. Það danska gistir á Hotel Marriott í Kairó. „Það eru reglulega brotnar reglur af öðrum liðum, já. Svo lengi sem við höldum okkur upp á okkar hæð þá finnst okkur við vera nokkuð öruggir. Það er verra þegar maður byrjar að hreyfa sig um hótelið,“ sagði Nikolaj. Er hann var beðinn um að fara nánar út í hvað væri að svaraði hann: „Ég held að það séu nokkur lið sem hafa ekki fengið nægilega margar grímur,“ sagði hann og hló. „Það eru heldur ekki öll lið sem hafa lesið reglurnar um fjarlægðartakmörk, þegar maður er í morgunmat. Það eru líklega einhverjir sem hafa lesið tíu sentímetrar og einhverjir meter.“ Corona-problemerne fortsætter i Kairo. Nikolaj Jacobsen bliver 'irriteret' og 'lidt utryg', når han går rundt i VM-boblen. Og så fortæller han, at flere af de andre landshold ikke overholder reglerne. Mere her: https://t.co/VPagNRot3J #hndbld #Egypt2021 #Handball— Søren Paaske (@spaaske) January 16, 2021 Hann segir þó að það séu einhverjar jákvæðar fréttir af hótelinu. „Við höfum það gott á fimmtu hæðinni. Við erum með frábært fundarherbergi og annað herbergi þar sem leikmennirnir geta verið saman. Síðan eru herbergin góð og ef við gætum bara verið hérna uppi, þá væri það mjög fínt.“ „En þegar maður fer og labbar um hótelið verður maður pirraður og órólegur og það er ástæðan fyrir því að við höfum sagt að við reynum að vera sem mest á hæðinni hjá okkur. Mínar stærstu áhyggjur eru í matsalnum,“ sagði ríkjandi heimsmeistarinn. Danir hafa titil að verja en þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum í Egyptalandi. Þeir eru taldir einna líklegastir til þess að vinna mótið. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leikmenn þriggja liða og portúgalskur blaðamaður með smit við komuna á HM Tvö lið urðu að hætta við HM í handbolta vegna kórónuveirusmita, eitt ákvað að senda varalið vegna smithættu, og í gærkvöld var greint frá því að þrjú lið hefðu ferðast til Egyptalands með smitaða leikmenn. 15. janúar 2021 08:00 Danir segja loforð svikin á HM í Egyptalandi Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni. 14. janúar 2021 07:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Kórónuveiran og áhrif hennar hafa verið mikið til umræðu í Egyptalandi. Mörg félög hafa verið gagnrýnd fyrir að fara ekki eftir reglum og önnur félög hafa kvartað yfir því að mótshaldarar og IHF séu ekki með allt sitt upp á tíu. Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, er ekkert sérstaklega hrifinn af því hvernig umgengnin væri á hóteli Dana. Þeir gista ekki á sama hóteli og íslenska liðið. Það danska gistir á Hotel Marriott í Kairó. „Það eru reglulega brotnar reglur af öðrum liðum, já. Svo lengi sem við höldum okkur upp á okkar hæð þá finnst okkur við vera nokkuð öruggir. Það er verra þegar maður byrjar að hreyfa sig um hótelið,“ sagði Nikolaj. Er hann var beðinn um að fara nánar út í hvað væri að svaraði hann: „Ég held að það séu nokkur lið sem hafa ekki fengið nægilega margar grímur,“ sagði hann og hló. „Það eru heldur ekki öll lið sem hafa lesið reglurnar um fjarlægðartakmörk, þegar maður er í morgunmat. Það eru líklega einhverjir sem hafa lesið tíu sentímetrar og einhverjir meter.“ Corona-problemerne fortsætter i Kairo. Nikolaj Jacobsen bliver 'irriteret' og 'lidt utryg', når han går rundt i VM-boblen. Og så fortæller han, at flere af de andre landshold ikke overholder reglerne. Mere her: https://t.co/VPagNRot3J #hndbld #Egypt2021 #Handball— Søren Paaske (@spaaske) January 16, 2021 Hann segir þó að það séu einhverjar jákvæðar fréttir af hótelinu. „Við höfum það gott á fimmtu hæðinni. Við erum með frábært fundarherbergi og annað herbergi þar sem leikmennirnir geta verið saman. Síðan eru herbergin góð og ef við gætum bara verið hérna uppi, þá væri það mjög fínt.“ „En þegar maður fer og labbar um hótelið verður maður pirraður og órólegur og það er ástæðan fyrir því að við höfum sagt að við reynum að vera sem mest á hæðinni hjá okkur. Mínar stærstu áhyggjur eru í matsalnum,“ sagði ríkjandi heimsmeistarinn. Danir hafa titil að verja en þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum í Egyptalandi. Þeir eru taldir einna líklegastir til þess að vinna mótið.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leikmenn þriggja liða og portúgalskur blaðamaður með smit við komuna á HM Tvö lið urðu að hætta við HM í handbolta vegna kórónuveirusmita, eitt ákvað að senda varalið vegna smithættu, og í gærkvöld var greint frá því að þrjú lið hefðu ferðast til Egyptalands með smitaða leikmenn. 15. janúar 2021 08:00 Danir segja loforð svikin á HM í Egyptalandi Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni. 14. janúar 2021 07:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Leikmenn þriggja liða og portúgalskur blaðamaður með smit við komuna á HM Tvö lið urðu að hætta við HM í handbolta vegna kórónuveirusmita, eitt ákvað að senda varalið vegna smithættu, og í gærkvöld var greint frá því að þrjú lið hefðu ferðast til Egyptalands með smitaða leikmenn. 15. janúar 2021 08:00
Danir segja loforð svikin á HM í Egyptalandi Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni. 14. janúar 2021 07:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti