Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 71-80 | KR-ingarnir í Val töpuðu gegn gömlu félögunum Andri Már Eggertsson skrifar 18. janúar 2021 22:51 Kristófer Acox mætti sínum gömlu félögum í kvöld. Hans gamli samherji Helgi Magnússon fylgist með. vísir/vilhelm KR - ingar unnu sinn fyrsta sigur í Dominos Deildinni á þessu tímabili. Mikil eftirvænting var fyrir leik kvöldsins enda margir uppaldir KR-ingar búnir að flytja sig yfir á Hlíðarenda. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og voru það KR sem tóku frumkvæði leiksins og komust snemma leiks átta stigum yfir. Björn Kristjánsson átti skemmtilega gabbhreyfingu þar sem hann pumpaði margoft þangað til vinur hans Kristófer Acox hoppaði sem Björn nýtti sér í góðu sniðskoti. Jón Arnór Stefánsson var staðráðinn í að spila vel gegn sínu uppeldisfélagi og gerði hann sjö af fyrstu níu stigum Vals í leiknum. Annar leikhluti hófst á glæsilegri hollí hú sendingu frá Jóni Arnóri á Kristófer Acox sem tróð boltanum. Þessi karfa kveikti í Valsliðinu og jöfnuð þeir leikinn þegar um korter var liðið af leiknum. Það var mikið jafnræði með liðunum og skiptust liðin á að taka forystu leiksins og skildu liðin jöfn 40 - 40 þegar gengið var til búningsklefa. Þriggja stiga skot virtist vera það eina sem rætt var í hálfleik í búningsklefa KR. Af fyrstu ellefu skotum liðsins tóku þeir átta þriggja stiga körfur, þó fyrstu fjögur skotin klikkuðu fóru þeir að finna taktinn og spiluðu betur en Valur í þriðjaleikhluta sem gaf þeim fimm stiga forskot í síðasta fjórðung leiksins. Jón Arnór Stefánsson var eini leikmaður Vals sem var tilbúinn að gefa allt í leikinn hann fór fyrir sínu liði en það dugði ekki til og endaði leikurinn með níu stiga sigri KR 71 - 80. Pavel og Helgi berjast í kvöld.vísir/vilhelm Af hverju vann KR? KR spilaði frábæra vörn í kvöld þeir þéttu teiginn mjög vel og gáfu þá frekar skotið fyrir utan sem Valsliðinu tókst ekki að nýta sér og voru þeir aðeins með 26% nýtingu í þriggja stiga skotum. Vörn KR þvingaði Vals menn í mikið af töpuðum boltum sem KR nýtti sér í auðveldum körfum eða ferð á vítalínuna. Öll umræðan um Valsliðið setti blóð á tennur KR-inga því það mátti sjá í baráttu og vilja liðsins að þeir ætluðu sér að vinna í kvöld og gleðin leyndi sér ekki í strákunum þegar flautað var til leiksloka. Hverjir stóðu upp úr? Kani KR Tyler Sabin er að stimpla sig frábærlega inn í þessa deild hann fylgdi góðum leik á móti Tindastól eftir með afbragðsleik í kvöld. Tyler Sabin endaði með 33 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Bræðurnir Matthías og Jakob Örn áttu báðir góðan leik í kvöld. Matthías stýrði sóknarleik KR vel og tapaði aldrei boltanum. Jakob setti mjög stór skot þegar á þurfti í leiknum og enduðu þeir báðir með 13 stig hvor. Hvað gekk illa? Valur tók 15 sóknarfráköst í leiknum en áttu að nýta þær stöður betur. Það gekk illa að koma boltanum ofan í körfuna þegar liðið komst nálægt körfunni. Þó Matthías Orri flottan leik í kvöld var hann afleiddur á vítalínunni. Hann gerði vel í að sækja villiur og sækja vítaskot en honum tókst aðeins að hitta úr tveimur vítum af níu mögulegum. Hvað gerist næst? Valur fer á Sauðárkrók á fimmtudaginn næsta og mætir Tindastóli klukkan 20:15. Á sama kvöldi mætir KR Hetti á heimavelli sínum í DHL höllinni. Finnur á hliðarlínunni í kvöld.vísir/vilhelm Finnur Freyr: Kaninn hjá KR var munurinn á liðunum „Við töpum þessum leik útaf því við gerðum of mörg mistök, þetta var mikið einbeitingar leysi sem við ræddum um að gera ekki síðan spiluðu KR bara betur en við í kvöld,” sagði Finnur. „Mér fannst við ekki nógu þolinmóðir að ráðast á þá á réttum stöðum, þeir fá hrós fyrir að spila vel þeir þétta mikið inn á teiginn og veðja á að þriggja stiga skotin klikki. Við fengum oft góð tækifæri en það mátti vera meiri yfirvinna í okkar aðgerðum sem hefði skilað sér í fleiri sóknar fráköstum,” sagði Finnur um leikskipulag KR.og benti á að leikhæfing spilaði inn í hvers vegna hans lið átti erfitt með skot nálægt körfunni. Jón Arnór virtist vera eini leikmaðurinn í liði Vals sem vildi vinna leikinn í fjórðaleikhluta ásamt Kristóferi. Finnur tók undir þetta og fannst sóknarleikur Vals eiga fá svör í restina og tók hann það á sig að geta ekki leyst það betur og kallaði eftir betri frammistöðu frá fleiri leikmönnum en bara Jóni. „Við þurfum að halda áfram að þróast sem lið, tímabilið er ný hafið og er ýmislegt sem vantar. Á morgunn munum við skoða þennan leik, það er mikil vinna framundan sem við þurfum að leggjast yfir,” sagði Finnur um framhald liðsins. Valur hefur ekki enn sótt sér Kana Finnur sagðist vera að leita af Kana og benti á að munurinn á liðunum var Tyler Sabin sem skoraði oft upp úr engu og endaði leikinn með 33 stig. Darri Freyr tók við stjórnartaumunum í sumar.vísir/vilhelm Darri Freyr Atlason: Þetta var persónulegra en aðrir leikir „Þetta var að sjálfsögðu mjög sætur sigur, þetta var persónulegra en aðrir leikir en að sama skapi þurftum við að horfa á þennan leik einsog hvern annan leik og halda þeirri uppbyggingu áfram sem við erum byrjaðir á,” sagði Darri hæst ánægður með sigur kvöldsins. KR er ekki með hávaxið lið og hefur bakvarðar bolti Darra fengið athygli þar sem þeir spila með marga bakverði inn á vellinum hverju sinni. Planið er ekki að vera með svona lítið lið alltaf en þetta er staðan sem við erum í þar sem við tókum ákvörðun að bíða með að taka erlenda leikmenn fyrr en við vissum fyrir víst að deildin yrði spiluð. Við ætlum að styrkja okkur en það gefur okkur mikið frelsi að sjá að við getum unnið með þetta lið og þurfum við að vanda valið vel.” „Við erum með góða skotmenn og eru allir með grænt ljós þegar skotið er opið. Það eru allir tilbúnir að deila boltanum í liðinu og finna næsta mann sem er jákvætt, við erum með marga aðila sem geta bæði skotið og dreift boltanum gerir okkur góða sóknarmenn,” sagði Darri aðspurður hvort uppleggið í þriðja leikhluta væri bara að skjóta þristum. Matthías Orri átti erfitt uppdráttar á vítalínunni sem þjálfari hans hafði þó ekki áhyggjur af og hrósaði honum fyrir góðan leik og mikla leiðtoga hæfileika. Dominos-deild karla Valur KR
KR - ingar unnu sinn fyrsta sigur í Dominos Deildinni á þessu tímabili. Mikil eftirvænting var fyrir leik kvöldsins enda margir uppaldir KR-ingar búnir að flytja sig yfir á Hlíðarenda. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og voru það KR sem tóku frumkvæði leiksins og komust snemma leiks átta stigum yfir. Björn Kristjánsson átti skemmtilega gabbhreyfingu þar sem hann pumpaði margoft þangað til vinur hans Kristófer Acox hoppaði sem Björn nýtti sér í góðu sniðskoti. Jón Arnór Stefánsson var staðráðinn í að spila vel gegn sínu uppeldisfélagi og gerði hann sjö af fyrstu níu stigum Vals í leiknum. Annar leikhluti hófst á glæsilegri hollí hú sendingu frá Jóni Arnóri á Kristófer Acox sem tróð boltanum. Þessi karfa kveikti í Valsliðinu og jöfnuð þeir leikinn þegar um korter var liðið af leiknum. Það var mikið jafnræði með liðunum og skiptust liðin á að taka forystu leiksins og skildu liðin jöfn 40 - 40 þegar gengið var til búningsklefa. Þriggja stiga skot virtist vera það eina sem rætt var í hálfleik í búningsklefa KR. Af fyrstu ellefu skotum liðsins tóku þeir átta þriggja stiga körfur, þó fyrstu fjögur skotin klikkuðu fóru þeir að finna taktinn og spiluðu betur en Valur í þriðjaleikhluta sem gaf þeim fimm stiga forskot í síðasta fjórðung leiksins. Jón Arnór Stefánsson var eini leikmaður Vals sem var tilbúinn að gefa allt í leikinn hann fór fyrir sínu liði en það dugði ekki til og endaði leikurinn með níu stiga sigri KR 71 - 80. Pavel og Helgi berjast í kvöld.vísir/vilhelm Af hverju vann KR? KR spilaði frábæra vörn í kvöld þeir þéttu teiginn mjög vel og gáfu þá frekar skotið fyrir utan sem Valsliðinu tókst ekki að nýta sér og voru þeir aðeins með 26% nýtingu í þriggja stiga skotum. Vörn KR þvingaði Vals menn í mikið af töpuðum boltum sem KR nýtti sér í auðveldum körfum eða ferð á vítalínuna. Öll umræðan um Valsliðið setti blóð á tennur KR-inga því það mátti sjá í baráttu og vilja liðsins að þeir ætluðu sér að vinna í kvöld og gleðin leyndi sér ekki í strákunum þegar flautað var til leiksloka. Hverjir stóðu upp úr? Kani KR Tyler Sabin er að stimpla sig frábærlega inn í þessa deild hann fylgdi góðum leik á móti Tindastól eftir með afbragðsleik í kvöld. Tyler Sabin endaði með 33 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Bræðurnir Matthías og Jakob Örn áttu báðir góðan leik í kvöld. Matthías stýrði sóknarleik KR vel og tapaði aldrei boltanum. Jakob setti mjög stór skot þegar á þurfti í leiknum og enduðu þeir báðir með 13 stig hvor. Hvað gekk illa? Valur tók 15 sóknarfráköst í leiknum en áttu að nýta þær stöður betur. Það gekk illa að koma boltanum ofan í körfuna þegar liðið komst nálægt körfunni. Þó Matthías Orri flottan leik í kvöld var hann afleiddur á vítalínunni. Hann gerði vel í að sækja villiur og sækja vítaskot en honum tókst aðeins að hitta úr tveimur vítum af níu mögulegum. Hvað gerist næst? Valur fer á Sauðárkrók á fimmtudaginn næsta og mætir Tindastóli klukkan 20:15. Á sama kvöldi mætir KR Hetti á heimavelli sínum í DHL höllinni. Finnur á hliðarlínunni í kvöld.vísir/vilhelm Finnur Freyr: Kaninn hjá KR var munurinn á liðunum „Við töpum þessum leik útaf því við gerðum of mörg mistök, þetta var mikið einbeitingar leysi sem við ræddum um að gera ekki síðan spiluðu KR bara betur en við í kvöld,” sagði Finnur. „Mér fannst við ekki nógu þolinmóðir að ráðast á þá á réttum stöðum, þeir fá hrós fyrir að spila vel þeir þétta mikið inn á teiginn og veðja á að þriggja stiga skotin klikki. Við fengum oft góð tækifæri en það mátti vera meiri yfirvinna í okkar aðgerðum sem hefði skilað sér í fleiri sóknar fráköstum,” sagði Finnur um leikskipulag KR.og benti á að leikhæfing spilaði inn í hvers vegna hans lið átti erfitt með skot nálægt körfunni. Jón Arnór virtist vera eini leikmaðurinn í liði Vals sem vildi vinna leikinn í fjórðaleikhluta ásamt Kristóferi. Finnur tók undir þetta og fannst sóknarleikur Vals eiga fá svör í restina og tók hann það á sig að geta ekki leyst það betur og kallaði eftir betri frammistöðu frá fleiri leikmönnum en bara Jóni. „Við þurfum að halda áfram að þróast sem lið, tímabilið er ný hafið og er ýmislegt sem vantar. Á morgunn munum við skoða þennan leik, það er mikil vinna framundan sem við þurfum að leggjast yfir,” sagði Finnur um framhald liðsins. Valur hefur ekki enn sótt sér Kana Finnur sagðist vera að leita af Kana og benti á að munurinn á liðunum var Tyler Sabin sem skoraði oft upp úr engu og endaði leikinn með 33 stig. Darri Freyr tók við stjórnartaumunum í sumar.vísir/vilhelm Darri Freyr Atlason: Þetta var persónulegra en aðrir leikir „Þetta var að sjálfsögðu mjög sætur sigur, þetta var persónulegra en aðrir leikir en að sama skapi þurftum við að horfa á þennan leik einsog hvern annan leik og halda þeirri uppbyggingu áfram sem við erum byrjaðir á,” sagði Darri hæst ánægður með sigur kvöldsins. KR er ekki með hávaxið lið og hefur bakvarðar bolti Darra fengið athygli þar sem þeir spila með marga bakverði inn á vellinum hverju sinni. Planið er ekki að vera með svona lítið lið alltaf en þetta er staðan sem við erum í þar sem við tókum ákvörðun að bíða með að taka erlenda leikmenn fyrr en við vissum fyrir víst að deildin yrði spiluð. Við ætlum að styrkja okkur en það gefur okkur mikið frelsi að sjá að við getum unnið með þetta lið og þurfum við að vanda valið vel.” „Við erum með góða skotmenn og eru allir með grænt ljós þegar skotið er opið. Það eru allir tilbúnir að deila boltanum í liðinu og finna næsta mann sem er jákvætt, við erum með marga aðila sem geta bæði skotið og dreift boltanum gerir okkur góða sóknarmenn,” sagði Darri aðspurður hvort uppleggið í þriðja leikhluta væri bara að skjóta þristum. Matthías Orri átti erfitt uppdráttar á vítalínunni sem þjálfari hans hafði þó ekki áhyggjur af og hrósaði honum fyrir góðan leik og mikla leiðtoga hæfileika.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti