Ótækt að bera saman tilkynningar um aukaverkanir Moderna og Pfizer Sylvía Hall skrifar 18. janúar 2021 18:34 Rúna Hauksdóttir Hvanndal, forstjóri Lyfjastofnunar. mynd/lyfjastofnun Alls hafa sextán aukaverkanir verið tilkynntar eftir bólusetningar með bóluefni Moderna en aðeins ein er talin alvarleg. Í því tilfelli fékk einstaklingur ofnæmisviðbrögð eftir bólusetninguna. Þetta kom fram í máli Rúnu Hauksdóttur forstjóra Lyfjastofnunar í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir þó ekki hægt að bera saman tilkynningar um aukaverkanir af völdum Moderna-bóluefnisins við Pfizer, enda sé um gjörólíka hópa að ræða. Framlínustarfsfólk úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna var bólusett með bóluefninu þann 13. janúar síðastliðinn, en það er hópur sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna í störfum sínum. Tólfhundruð skammtar af bóluefni Moderna komu til landsins í síðustu viku en alls eru fimm þúsund skammtar af efninu væntanlegir út febrúar. Aðspurð hvað þurfi til svo aukaverkun teljist alvarleg segir Rúna að það þurfi einhvers konar innlögn eða inngrip á heilbrigðisstofnun. Tiltölulega ungt fólk fékk Moderna „Hafa ber í huga að þarna er verið að bólusetja alveg ólíka hópa. Með Moderna bóluefninu var verið að bólusetja tilölulega ungt fólk - framlínustarfsmenn. Í fyrsta skammti af Pfizer-bóluefninu var verið að bólusetja okkar elsta og hrumasta fólk. Það er ekki hægt að bera þetta saman,“ segir Rúna um þær tilkynningar sem hafa borist vegna aukaverkana. Lyfjastofnun tekur nú saman þær tilkynningar sem hafa borist og eru þær birtar á heimasíðu stofnunarinnar á hverjum degi klukkan 11. Þar er jafnframt greint á milli hvers bóluefnis fyrir sig. Margar þær tilkynningar teljast nokkuð eðlilegar miðað við bólusetningar. Margir upplifa bólguviðbragð og jafnvel flensulík einkenni, sem þykir jafnvel gott því það er til marks um að ónæmiskerfið sé að taka við sér. Rúna segir þetta tilkynnt með neytendur í huga og í þokkabót sé það nú lögbundin skylda að heilbrigðisstarfsmenn tilkynni um aukaverkanir eftir að ný lyfjalög tóku gildi um áramót. „Það er hluti af þessari svokölluðu lyfjagát og það er gerður greinarmunur á alvarlegum og ekki alvarlegum aukaverkunum. Þetta er eitt af því sem er fylgst með og kannski hvort það komi eitthvað nýtt fram í ekki alvarlegum aukaverkunum. Þetta er hluti af þeirri neytendavernd sjúklinga þegar ný lyf koma á markað, að þá sé tekið á móti mögulegum aukaverkunum og þær greindar.“ Tilkynnt um tvö andlát til viðbótar Alma Möller landlæknir kynnti í dag niðurstöður rannsóknar sérfræðinga á vegum embættis landlæknis á fimm andlátum sem tilkynnt voru í kjölfar bólusetninga. Niðurstaðan var sú að í fjórum tilfellum væri ekki eða mjög ólíklega um orsakatengsl að ræða. „Það er ekki hægt að útiloka tengslin í einu þeirra, þó það sé líklegt að andlátið hafi verið af völdum undirliggjandi ástands,“ segir Rúna um rannsóknina. Hún segir tilkynningar nú vera átta, þar af sjö andlát. Tvö andlát hafi verið tilkynnt eftir að rannsóknin fór af stað. „Það var ekki talið að það ætti að taka þá inn í þessa rannsókn, enda hafði hún þegar farið af stað, og töluverður tími leið milli bólusetninga og andláts.“ Hún segir að við rannsókn hafi verið farið í sjúkraskrár einstaklinganna en einnig litið til tölfræði á Norðurlöndum. Hún fylgist náið með stöðunni þar og í Evrópu ásamt sóttvarnalækni. „Þar er verið að tilkynna andlát á öldruðum einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma með sambærilegum hætti. Þessar tilkynningar eru að koma aðeins seinna en komu hjá okkur, en það ber að hafa í huga að löndin í kringum okkur eru í miðjum faraldrinum eins og við getum sagt. Það mæðir mjög mikið á þeim út frá Covid og andlátum vegna Covid. Þeir eru svolítið í öðru umhverfi en við.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30 Ekkert formalín í bóluefnum Pfizer og Moderna Ekkert formalín er að finna í bóluefnum Pfizer - BioNTech og Moderna við Covid-19 en efnið gæti verið að finna í öðrum bóluefnum sem munu innihalda óvirkjaðar veirur. 15. janúar 2021 10:52 Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þetta kom fram í máli Rúnu Hauksdóttur forstjóra Lyfjastofnunar í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir þó ekki hægt að bera saman tilkynningar um aukaverkanir af völdum Moderna-bóluefnisins við Pfizer, enda sé um gjörólíka hópa að ræða. Framlínustarfsfólk úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna var bólusett með bóluefninu þann 13. janúar síðastliðinn, en það er hópur sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna í störfum sínum. Tólfhundruð skammtar af bóluefni Moderna komu til landsins í síðustu viku en alls eru fimm þúsund skammtar af efninu væntanlegir út febrúar. Aðspurð hvað þurfi til svo aukaverkun teljist alvarleg segir Rúna að það þurfi einhvers konar innlögn eða inngrip á heilbrigðisstofnun. Tiltölulega ungt fólk fékk Moderna „Hafa ber í huga að þarna er verið að bólusetja alveg ólíka hópa. Með Moderna bóluefninu var verið að bólusetja tilölulega ungt fólk - framlínustarfsmenn. Í fyrsta skammti af Pfizer-bóluefninu var verið að bólusetja okkar elsta og hrumasta fólk. Það er ekki hægt að bera þetta saman,“ segir Rúna um þær tilkynningar sem hafa borist vegna aukaverkana. Lyfjastofnun tekur nú saman þær tilkynningar sem hafa borist og eru þær birtar á heimasíðu stofnunarinnar á hverjum degi klukkan 11. Þar er jafnframt greint á milli hvers bóluefnis fyrir sig. Margar þær tilkynningar teljast nokkuð eðlilegar miðað við bólusetningar. Margir upplifa bólguviðbragð og jafnvel flensulík einkenni, sem þykir jafnvel gott því það er til marks um að ónæmiskerfið sé að taka við sér. Rúna segir þetta tilkynnt með neytendur í huga og í þokkabót sé það nú lögbundin skylda að heilbrigðisstarfsmenn tilkynni um aukaverkanir eftir að ný lyfjalög tóku gildi um áramót. „Það er hluti af þessari svokölluðu lyfjagát og það er gerður greinarmunur á alvarlegum og ekki alvarlegum aukaverkunum. Þetta er eitt af því sem er fylgst með og kannski hvort það komi eitthvað nýtt fram í ekki alvarlegum aukaverkunum. Þetta er hluti af þeirri neytendavernd sjúklinga þegar ný lyf koma á markað, að þá sé tekið á móti mögulegum aukaverkunum og þær greindar.“ Tilkynnt um tvö andlát til viðbótar Alma Möller landlæknir kynnti í dag niðurstöður rannsóknar sérfræðinga á vegum embættis landlæknis á fimm andlátum sem tilkynnt voru í kjölfar bólusetninga. Niðurstaðan var sú að í fjórum tilfellum væri ekki eða mjög ólíklega um orsakatengsl að ræða. „Það er ekki hægt að útiloka tengslin í einu þeirra, þó það sé líklegt að andlátið hafi verið af völdum undirliggjandi ástands,“ segir Rúna um rannsóknina. Hún segir tilkynningar nú vera átta, þar af sjö andlát. Tvö andlát hafi verið tilkynnt eftir að rannsóknin fór af stað. „Það var ekki talið að það ætti að taka þá inn í þessa rannsókn, enda hafði hún þegar farið af stað, og töluverður tími leið milli bólusetninga og andláts.“ Hún segir að við rannsókn hafi verið farið í sjúkraskrár einstaklinganna en einnig litið til tölfræði á Norðurlöndum. Hún fylgist náið með stöðunni þar og í Evrópu ásamt sóttvarnalækni. „Þar er verið að tilkynna andlát á öldruðum einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma með sambærilegum hætti. Þessar tilkynningar eru að koma aðeins seinna en komu hjá okkur, en það ber að hafa í huga að löndin í kringum okkur eru í miðjum faraldrinum eins og við getum sagt. Það mæðir mjög mikið á þeim út frá Covid og andlátum vegna Covid. Þeir eru svolítið í öðru umhverfi en við.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30 Ekkert formalín í bóluefnum Pfizer og Moderna Ekkert formalín er að finna í bóluefnum Pfizer - BioNTech og Moderna við Covid-19 en efnið gæti verið að finna í öðrum bóluefnum sem munu innihalda óvirkjaðar veirur. 15. janúar 2021 10:52 Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30
Ekkert formalín í bóluefnum Pfizer og Moderna Ekkert formalín er að finna í bóluefnum Pfizer - BioNTech og Moderna við Covid-19 en efnið gæti verið að finna í öðrum bóluefnum sem munu innihalda óvirkjaðar veirur. 15. janúar 2021 10:52
Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01