Ráðast í endurbætur á símasambandi á slysstað í næstu viku Eiður Þór Árnason skrifar 18. janúar 2021 20:46 Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að stutt sé í endurbætur á símasambandi á Skötufirði. Samsett Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir það sjaldgæft að fólk nái ekki sambandi í neyð vegna slæms símasambands og að þeim stöðum fari mjög fækkandi. Til stendur að ráðast í endurbætur á símasambandi í Skötufirði í næstu viku þar sem banaslys átti sér stað á laugardag. Greint hefur verið frá því að innan samfélagsins fyrir vestan fari nú fram hávær umræða um slæmt ástand innviða í Ísafjarðardjúpi í skugga banaslyssins. Fólk sem kom að slysinu þurfti að færa sig um 100 metra til að ná símasambandi og tilkynna atvikið til Neyðarlínu. „Að það sé ekki fjarskiptasamband þarna á þessum bletti – og það er víða þarna í djúpinu þar sem símasamband dettur út. Þetta er ekki nógu gott og það vantar upp á þetta öryggisatriði. Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum,“ sagði Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri á Ísafirði, í samtali við fréttastofu í dag. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í Reykjavík síðdegis að miklar endurbætur hafi verið gerðar á símasambandi á Vestfjörðum síðustu ár og frekari vinna sé fram undan. „Það sem var eftir var Skötufjörðurinn og við fengum styrk frá Fjarskiptasjóði til að bæta úr því á þessu ári og erum bara að undirbúa það núna. Það vill svo til að við erum að fara þarna í næstu viku og þá verður allt þetta svæði fulldekkað.“ Hann sagði ónákvæmt að tala um að það sé lélegt símasamband á svæðinu þar sem slysið átti sér stað en það sé slitrótt. Auðvelt verði að bæta samband í Skötufirðinum þar sem bæði sé greiður aðgangur að rafmagni og ljósleiðara. Kostnaður sé á bilinu fjórar til fimm milljónir króna. Verði aldrei fullkomið „Núna er verið að stoppa í smá gloppur eins og á Ísafjarðardjúpinu. Við reiknum með að það verði smá kaflar eftir í Seyðisfirðinum sem er þarna fyrir vestan Skötufjörð og eftir það á Ísafjarðardjúpið að vera nokkuð fulldekkað.“ Aðspurður um það hvernig staðan sé almennt á landsvísu segir Þórhallur að hún sé góð, símasamband verði þó aldrei 100%. „Ég held að það sé eiginlega ekkert land sem hægt er að bera sig saman við sem er með jafnmikla dekkun og við erum með miðað við dreifbýli. Neyðarlínan á 85 fjarskiptastaði uppi á hálendinu og á erfiðum stöðum, það er búið að reyna að gera gríðarlegt átak í þessu.“ Fjarskipti Banaslys í Skötufirði Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18 Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37 Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Greint hefur verið frá því að innan samfélagsins fyrir vestan fari nú fram hávær umræða um slæmt ástand innviða í Ísafjarðardjúpi í skugga banaslyssins. Fólk sem kom að slysinu þurfti að færa sig um 100 metra til að ná símasambandi og tilkynna atvikið til Neyðarlínu. „Að það sé ekki fjarskiptasamband þarna á þessum bletti – og það er víða þarna í djúpinu þar sem símasamband dettur út. Þetta er ekki nógu gott og það vantar upp á þetta öryggisatriði. Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum,“ sagði Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri á Ísafirði, í samtali við fréttastofu í dag. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í Reykjavík síðdegis að miklar endurbætur hafi verið gerðar á símasambandi á Vestfjörðum síðustu ár og frekari vinna sé fram undan. „Það sem var eftir var Skötufjörðurinn og við fengum styrk frá Fjarskiptasjóði til að bæta úr því á þessu ári og erum bara að undirbúa það núna. Það vill svo til að við erum að fara þarna í næstu viku og þá verður allt þetta svæði fulldekkað.“ Hann sagði ónákvæmt að tala um að það sé lélegt símasamband á svæðinu þar sem slysið átti sér stað en það sé slitrótt. Auðvelt verði að bæta samband í Skötufirðinum þar sem bæði sé greiður aðgangur að rafmagni og ljósleiðara. Kostnaður sé á bilinu fjórar til fimm milljónir króna. Verði aldrei fullkomið „Núna er verið að stoppa í smá gloppur eins og á Ísafjarðardjúpinu. Við reiknum með að það verði smá kaflar eftir í Seyðisfirðinum sem er þarna fyrir vestan Skötufjörð og eftir það á Ísafjarðardjúpið að vera nokkuð fulldekkað.“ Aðspurður um það hvernig staðan sé almennt á landsvísu segir Þórhallur að hún sé góð, símasamband verði þó aldrei 100%. „Ég held að það sé eiginlega ekkert land sem hægt er að bera sig saman við sem er með jafnmikla dekkun og við erum með miðað við dreifbýli. Neyðarlínan á 85 fjarskiptastaði uppi á hálendinu og á erfiðum stöðum, það er búið að reyna að gera gríðarlegt átak í þessu.“
Fjarskipti Banaslys í Skötufirði Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18 Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37 Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18
Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37
Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30