Carra hefur áhyggjur af Firmino: Líftími sóknarþrennu Liverpool að renna út? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 10:30 Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino hafa ekki verið á skotskónum að undanförnu. Getty/Simon Stacpoole Framtíð sóknarmanna Liverpool var til umræðu á Sky Sports eftir bitleysi þeirra að undanförnu og Liverpool goðsögnin Jamie Carragher setti fram kenningu um að líftími þeirra væri mögulega að renna út. Liverpool hefur ekki skoraði í þremur deildarleikjum í röð og Jamie Carragher tók saman athyglisverða samantekt um líftíma hjá bestu sóknarþríeykja ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár. Það er að heyra á Jamie Carragher að hann telji að það þurfti að hrista upp í þriggja manna framlínu Liverpool en þeir Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino hafa gert magnaða hluti á síðustu árum. Carragher birti töflu með nokkrum öflugum sóknartríóum hjá Chelsea og Manchester United og benti þar á að líftími þeirra var bara tvö tímabil. Salah, Mané og Firmino hafa spilað saman í fjögur tímabil. Hér fyrir neðan má sjá þessa samantekt sem og umræðu Jamie Carragher og Gary Neville. "I am worried for Roberto Firmino..."@Carra23 looks at why things may change in the Liverpool front three - but @GNev2 is not so sure pic.twitter.com/FEHAcDJfwJ— Sky Sports (@SkySports) January 18, 2021 „Á þessari stundu þá eru þeir Mané og Salah að fara í gegnum formleysi og það gerist hjá sóknarmönnum. Það eru margar ástæður fyrir því að Liverpool er ekki að skora meðal annars þær að sendingarnar frá Virgil van Dijk eru ekki að koma úr vörninni,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. Hann viðurkenndi um leið að þeir Mané og Salah væru heldur ekki að spila vel sjálfir. „Ég er viss um að Mané og Salah fari að skora mörk á nýjan leik en ég hef áhyggjur af Firmino. Hann hefur aldrei verið þessi markaskorari en hann þarf að skila inn mörkum líka,“ sagði Carragher. Carragher segir að Roberto Firmino sé ekki að spila eins vel og áður og niðursveiflan hófst áður en þetta tímabil fór af stað. Liverpool have now gone 348 minutes without scoring a goal in the Premier League pic.twitter.com/3dwjKr74eN— Goal (@goal) January 18, 2021 Jamie Carragher kom líka með tölfræði þessu til stuðnings og þar má sjá að Firmino er að skora minna á síðustu tveimur tímabilum en tímabilunum þar á undan. Það er líka sláandi að hann er að vinna miklu færri bolta á þessu tímabili en árin á undan. Það má sjá þessa samantekt í myndbandinu hér fyrir ofan. Gary Neville gerði smá grín af Carragher í sambandi að vilja henda sínum mönnum út eftir nokkra leiki í röð án sigurs. Neville sagði skýringuna á slakara gengi Liverpool vera vegna þess að liðið er líklega útkeyrt eftir þrjú rosaleg ár. Því hafði hann kynnst hjá Manchester United. Neville sagðist hafa tvisvar spilað með United liðum sem unnu þrjú ár í röð en svo kom þetta slæma fjórða ár þegar orkan var orðin lítil á tankinum. Jurgen Klopp said Liverpool would 'attack' their title defence, but they're slipping away without a whimper https://t.co/7HHsnVjaWd— MailOnline Sport (@MailSport) January 18, 2021 „Vandamálið er ekki þessir þrír heldur frekar það að Jota er meiddur og þeir þrír sem eru næstir í goggunarröðinni, Xherdan Shaqiri Takumi Minamino og Divock Origi, eru ekki nógu góðir. Klopp hefur því þurft að keyra alltof mikið á þessum þremur mönnum, sagði Gary Neville. Að hans mati þarf Klopp að finna leiðir til að hvíla þessa þrjá bestu sóknarmenn sína meira og það hafi Sir Alex Ferguson alltaf gert með menn eins og Cristiano Ronaldo, Ryan Giggs og Dimitar Berbatov hjá Manchester United. Það má heyra þessar áhugaverðu pælingar þeirra félaga hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Sjá meira
Liverpool hefur ekki skoraði í þremur deildarleikjum í röð og Jamie Carragher tók saman athyglisverða samantekt um líftíma hjá bestu sóknarþríeykja ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár. Það er að heyra á Jamie Carragher að hann telji að það þurfti að hrista upp í þriggja manna framlínu Liverpool en þeir Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino hafa gert magnaða hluti á síðustu árum. Carragher birti töflu með nokkrum öflugum sóknartríóum hjá Chelsea og Manchester United og benti þar á að líftími þeirra var bara tvö tímabil. Salah, Mané og Firmino hafa spilað saman í fjögur tímabil. Hér fyrir neðan má sjá þessa samantekt sem og umræðu Jamie Carragher og Gary Neville. "I am worried for Roberto Firmino..."@Carra23 looks at why things may change in the Liverpool front three - but @GNev2 is not so sure pic.twitter.com/FEHAcDJfwJ— Sky Sports (@SkySports) January 18, 2021 „Á þessari stundu þá eru þeir Mané og Salah að fara í gegnum formleysi og það gerist hjá sóknarmönnum. Það eru margar ástæður fyrir því að Liverpool er ekki að skora meðal annars þær að sendingarnar frá Virgil van Dijk eru ekki að koma úr vörninni,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. Hann viðurkenndi um leið að þeir Mané og Salah væru heldur ekki að spila vel sjálfir. „Ég er viss um að Mané og Salah fari að skora mörk á nýjan leik en ég hef áhyggjur af Firmino. Hann hefur aldrei verið þessi markaskorari en hann þarf að skila inn mörkum líka,“ sagði Carragher. Carragher segir að Roberto Firmino sé ekki að spila eins vel og áður og niðursveiflan hófst áður en þetta tímabil fór af stað. Liverpool have now gone 348 minutes without scoring a goal in the Premier League pic.twitter.com/3dwjKr74eN— Goal (@goal) January 18, 2021 Jamie Carragher kom líka með tölfræði þessu til stuðnings og þar má sjá að Firmino er að skora minna á síðustu tveimur tímabilum en tímabilunum þar á undan. Það er líka sláandi að hann er að vinna miklu færri bolta á þessu tímabili en árin á undan. Það má sjá þessa samantekt í myndbandinu hér fyrir ofan. Gary Neville gerði smá grín af Carragher í sambandi að vilja henda sínum mönnum út eftir nokkra leiki í röð án sigurs. Neville sagði skýringuna á slakara gengi Liverpool vera vegna þess að liðið er líklega útkeyrt eftir þrjú rosaleg ár. Því hafði hann kynnst hjá Manchester United. Neville sagðist hafa tvisvar spilað með United liðum sem unnu þrjú ár í röð en svo kom þetta slæma fjórða ár þegar orkan var orðin lítil á tankinum. Jurgen Klopp said Liverpool would 'attack' their title defence, but they're slipping away without a whimper https://t.co/7HHsnVjaWd— MailOnline Sport (@MailSport) January 18, 2021 „Vandamálið er ekki þessir þrír heldur frekar það að Jota er meiddur og þeir þrír sem eru næstir í goggunarröðinni, Xherdan Shaqiri Takumi Minamino og Divock Origi, eru ekki nógu góðir. Klopp hefur því þurft að keyra alltof mikið á þessum þremur mönnum, sagði Gary Neville. Að hans mati þarf Klopp að finna leiðir til að hvíla þessa þrjá bestu sóknarmenn sína meira og það hafi Sir Alex Ferguson alltaf gert með menn eins og Cristiano Ronaldo, Ryan Giggs og Dimitar Berbatov hjá Manchester United. Það má heyra þessar áhugaverðu pælingar þeirra félaga hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Sjá meira