Vill að borgin taki á móti fórnarlömbum mansals líkt og rithöfundum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2021 12:17 Sanna Magdalega Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista. vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur að Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir móttöku fórnarlamba mansals í leit að vernd hér á landi. Sérstök umræða um mansal fer fram í borgarstjórn í dag. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, fór fram á umræðuna í borgarstjórn. „Þó svo að Reykjavíkurborg fari ekki með málefni Útlendingastofnunar finnst mér mikilvægt að Reykjavíkborg, sem þá höfuðborg landsins og stærsta sveitarfélagið, láti heyra í sér varðandi þessi mál og þrýsti á að mannúð sé höfð að leiðarljósi í þessum málefnum.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku var rætt við Blessing Newton sem búið hefur á Íslandi í tvö ár. Hún segist hafa verið seld mansali til Ítalíu 2016 og síðan flúið hingað til lands. Hún stendur nú frammi fyrir brottvísun og hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, bæði hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð óttast að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. Sanna bendir á að sambærileg mál komi endurtekið upp. „Þarna er kona sem er að flýja þessar hörmulegu aðstæður og leitar hingað til lands. Það er svo ömurlegt að sjá að á landi sem kennir sig við jafnrétti sé síðan ekkert í boði. Við ættum að geta brugðist betur við í svona kringumstæðum.“ Hún leggur til að borgin taki upp viðræður við ríkið um mögulega aðstoð við fórnarlömb mansals í leit að alþjóðlegri vernd. Aðstoð sem væri þá veitt í samvinnu við ríkið og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. „Til dæmis hefur Reykjavíkurborg verið með verkefni þar sem hún er að taka á móti rithöfundum sem ekki geta verið í sínu heimalandi. Það er spurning hvort borgin geti tekið upp svipað verkefni. Þetta er náttúrulega alls ekki eins. Staða þeirra sem eru að koma frá frá öðrum löndum í leit af öryggi vegna mansals er ekki eins, en við eigum að geta boðið fólki upp á aðstoð og þann stuðning sem það þarf á að halda.“ Hún telur að Reykjavíkurborg eigi að geta haft áhrif í málaflokknum. „Ég tel að við getum alveg látið í okkur heyra, um hvort okkur finnist þetta vera mannúðleg stefna sem rekin er a vegum ríkisins, persónulega finnst mér það ekki.“ Flóttamenn Reykjavík Hælisleitendur Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, fór fram á umræðuna í borgarstjórn. „Þó svo að Reykjavíkurborg fari ekki með málefni Útlendingastofnunar finnst mér mikilvægt að Reykjavíkborg, sem þá höfuðborg landsins og stærsta sveitarfélagið, láti heyra í sér varðandi þessi mál og þrýsti á að mannúð sé höfð að leiðarljósi í þessum málefnum.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku var rætt við Blessing Newton sem búið hefur á Íslandi í tvö ár. Hún segist hafa verið seld mansali til Ítalíu 2016 og síðan flúið hingað til lands. Hún stendur nú frammi fyrir brottvísun og hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, bæði hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð óttast að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. Sanna bendir á að sambærileg mál komi endurtekið upp. „Þarna er kona sem er að flýja þessar hörmulegu aðstæður og leitar hingað til lands. Það er svo ömurlegt að sjá að á landi sem kennir sig við jafnrétti sé síðan ekkert í boði. Við ættum að geta brugðist betur við í svona kringumstæðum.“ Hún leggur til að borgin taki upp viðræður við ríkið um mögulega aðstoð við fórnarlömb mansals í leit að alþjóðlegri vernd. Aðstoð sem væri þá veitt í samvinnu við ríkið og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. „Til dæmis hefur Reykjavíkurborg verið með verkefni þar sem hún er að taka á móti rithöfundum sem ekki geta verið í sínu heimalandi. Það er spurning hvort borgin geti tekið upp svipað verkefni. Þetta er náttúrulega alls ekki eins. Staða þeirra sem eru að koma frá frá öðrum löndum í leit af öryggi vegna mansals er ekki eins, en við eigum að geta boðið fólki upp á aðstoð og þann stuðning sem það þarf á að halda.“ Hún telur að Reykjavíkurborg eigi að geta haft áhrif í málaflokknum. „Ég tel að við getum alveg látið í okkur heyra, um hvort okkur finnist þetta vera mannúðleg stefna sem rekin er a vegum ríkisins, persónulega finnst mér það ekki.“
Flóttamenn Reykjavík Hælisleitendur Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira