Innlent

Willum verður for­maður þing­flokks Fram­sóknar

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Willum Þór Þórsson tekur við af Þórunni Egilsdóttur sem formaður þingflokks Framsóknar.
Willum Þór Þórsson tekur við af Þórunni Egilsdóttur sem formaður þingflokks Framsóknar. vísir

Willum Þór Þórsson er nýr formaður þingflokks Framsóknarflokksins og tekur við af Þórunni Egilsdóttur.

Breytingin var samþykkt í þingflokki Framsóknar í vikunni og tilkynnt var um hana við upphaf þingfundar í dag. Líneik Anna Sævarsdóttur verður varaformaður í stað Willums og Silja Dögg Gunnarsdóttur heldur sæti sínu sem ritari þingflokksins.

Tilkynnt var á þingfundi í gær að Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi hefur tekið sæti Þórunnar vegna fjarveru hennar á næstunni. Þá tekur hann einnig sæti Þórunnar í efnahags- og viðskiptanefnd.

Í upphafi árs greindi Þórunn frá því að hún myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í haust þar sem hún er að takast á við krabbamein.

Þórunn greindist með brjóstakrabbamein árið 2019 og sigraðist á því.  Í lok síðasta árs kom hins vegar í ljós að meinið hefur tekið sig upp að nýju.

Þórunn hefur setið á þingi síðan 2013 og leiddi framboðslista flokksins í síðustu kosningum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×