Hrósaði eins mörgum og hann gat á tveimur mínútum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2021 14:32 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég ætla að gera dálítið stílbrot hér í þessari stuttu ræðu og hrósa eins mörgum og ég get á tveimur mínútum,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í nokkuð óhefðbundinni lofræðu í umræðum um störf Alþingis í dag. „Ég vil byrja á sóttvarnaryfirvöldum sem hafa staðið sig með miklum fádæmum vel. Það hefur allt gengið vel, allt gengið eftir,“ sagði Páll. Velgengnin sé augljós óháð mælikvarða. „Tíðni nýsmita, hörkustig aðgerða, mælt í dauðsföllum. Það er gert á ýmsa mælikvarða víðs vegar í Evrópu og það er alveg sama hvaða mælikvarði er notaður. Við erum að skora hæst eða með þeim hæstu á þeim öllum.“ Helst mætti kvarta yfir pöntun og afgreiðslu á bóluefnum í samstarfi við Evrópusambandið. „En ég get upplýst það hér að ég hef rökstuddan grun um að það standi til bóta núna alveg á næstunni.“ Einnig mætti hrósa ráðstöfunum í efnahagsmálum. „Flestar, ef ekki allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa náð eða eru að ná tilætluðum árangri með örfáum undantekningum.“ Rík ástæða til að gleðjast Þá sagði Páll að hægt væri að gleðjast yfir fleiru í efnahagsmálum. „Ríkisstjórnin, og við í þinginu, bárum gæfu til þess fyrir nokkrum vikum að auka á það fé sem ætlað er til loðnurannsókna um smávægilega upphæð og nú stefnir í að við getum fengið hér loðnuvertíð upp á tuttugu til þrjátíu milljarða króna eftir tvö loðnulaus ár.“ Í lok hvatningaræðunnar sagði Páll ríka ástæðu til að gleðjast. „Og fagna ýmsum jákvæðum merkjum sem við horfum á þessa dagana.“ Klippa: Páll Magnússon hrósar í tvær mínútur Alþingi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Ég vil byrja á sóttvarnaryfirvöldum sem hafa staðið sig með miklum fádæmum vel. Það hefur allt gengið vel, allt gengið eftir,“ sagði Páll. Velgengnin sé augljós óháð mælikvarða. „Tíðni nýsmita, hörkustig aðgerða, mælt í dauðsföllum. Það er gert á ýmsa mælikvarða víðs vegar í Evrópu og það er alveg sama hvaða mælikvarði er notaður. Við erum að skora hæst eða með þeim hæstu á þeim öllum.“ Helst mætti kvarta yfir pöntun og afgreiðslu á bóluefnum í samstarfi við Evrópusambandið. „En ég get upplýst það hér að ég hef rökstuddan grun um að það standi til bóta núna alveg á næstunni.“ Einnig mætti hrósa ráðstöfunum í efnahagsmálum. „Flestar, ef ekki allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa náð eða eru að ná tilætluðum árangri með örfáum undantekningum.“ Rík ástæða til að gleðjast Þá sagði Páll að hægt væri að gleðjast yfir fleiru í efnahagsmálum. „Ríkisstjórnin, og við í þinginu, bárum gæfu til þess fyrir nokkrum vikum að auka á það fé sem ætlað er til loðnurannsókna um smávægilega upphæð og nú stefnir í að við getum fengið hér loðnuvertíð upp á tuttugu til þrjátíu milljarða króna eftir tvö loðnulaus ár.“ Í lok hvatningaræðunnar sagði Páll ríka ástæðu til að gleðjast. „Og fagna ýmsum jákvæðum merkjum sem við horfum á þessa dagana.“ Klippa: Páll Magnússon hrósar í tvær mínútur
Alþingi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira