Gummi lá yfir gamla lærisveininum í alla nótt Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2021 16:30 Guðmundur Guðmundsson var sjálfsagt djúpt hugsi í nótt eins og hér á hliðarlínunni. Framundan er mikilvægur leikur við Sviss á morgun. EPA-EFE/Khaled Elfiqi „Andy Schmid er náttúrulega frábær leikmaður og einn sá besti sem ég hef nokkurn tímann þjálfað. Ég veit alveg hvað hann getur og allir leikmennirnir mínir líka. Það verður hörkuverkefni að eiga við hann.“ Þetta sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta í viðtali við RÚV í dag. Umræddur Schmid, besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar fimm ár í röð árin 2014-2018, er aðalmaðurinn í landsliði Sviss. Ísland og Sviss mætast kl. 14.30 á morgun í milliriðlakeppninni á HM í Egyptalandi. Guðmundur þjálfaði Schmid hjá Rhein-Neckar Löwen á árunum 2010-2014 og veit að til að vinna Svisslendinga er lykilatriði að halda leikstjórnandanum magnaða í skefjum. „Þeir [Svisslendingar] eru líkamlega mjög sterkir og hávaxnir inni á miðjublokkinni. Almennt finnst mér þeir vera með mjög gott lið. Sóknarlega er Andy Schmid náttúrulega potturinn og pannan í öllu sem þeir gera, en það eru frábærir leikmenn líka með honum, bæði í vinstri og hægri skyttu og á línu. Hornamennirnir eru mjög góðir líka,“ sagði Guðmundur við RÚV í morgun áður en íslenska liðið hélt á nýtt hótel fyrir milliriðlakeppnina. Höfum hingað til varist vel sex gegn sjö Guðmundur hafði lítið sofið fyrir viðtalið en einbeitt sér að því yfir nóttina að finna lausnir gegn því þegar Svisslendingar skipta markverði sínum út til að hafa sjö sóknarmenn gegn sex varnarmönnum: „Þetta er gott lið, sem framkvæmir „7 á 6“ frábærlega vel. Andy Schmid er líklega besti leikmaður í heimi hvað þetta varðar, að deila boltanum til vinstri eða hægri, skjóta eða senda á línu. Þetta er illviðráðanlegt. Ég lá yfir þessu til að verða sex í nótt,“ sagði Guðmundur sem er vanur því að leggja gríðarlega vinnu í að leikgreina andstæðinga og undirbúa sín lið fyrir hvern leik. „Við erum að reyna að skipuleggja framhaldið, hvernig við ætlum að bregðast við þessu. Við höfum hingað til náð að spila nokkuð góða vörn 6 á 7. Við gerðum það á móti Makedóníu 2019 og í framhaldinu höfum við náð þessu nokkuð vel, eins og gegn Portúgal í fyrra og svo aftur á móti Portúgal núna mjög vel. Við höfum því ýmislegt í þessu og þetta er eitt af því sem við þurfum að leysa gegn Svisslendingum því þeir beita þessu vopni mjög mikið,“ sagði Guðmundur. HM 2021 í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Þetta sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta í viðtali við RÚV í dag. Umræddur Schmid, besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar fimm ár í röð árin 2014-2018, er aðalmaðurinn í landsliði Sviss. Ísland og Sviss mætast kl. 14.30 á morgun í milliriðlakeppninni á HM í Egyptalandi. Guðmundur þjálfaði Schmid hjá Rhein-Neckar Löwen á árunum 2010-2014 og veit að til að vinna Svisslendinga er lykilatriði að halda leikstjórnandanum magnaða í skefjum. „Þeir [Svisslendingar] eru líkamlega mjög sterkir og hávaxnir inni á miðjublokkinni. Almennt finnst mér þeir vera með mjög gott lið. Sóknarlega er Andy Schmid náttúrulega potturinn og pannan í öllu sem þeir gera, en það eru frábærir leikmenn líka með honum, bæði í vinstri og hægri skyttu og á línu. Hornamennirnir eru mjög góðir líka,“ sagði Guðmundur við RÚV í morgun áður en íslenska liðið hélt á nýtt hótel fyrir milliriðlakeppnina. Höfum hingað til varist vel sex gegn sjö Guðmundur hafði lítið sofið fyrir viðtalið en einbeitt sér að því yfir nóttina að finna lausnir gegn því þegar Svisslendingar skipta markverði sínum út til að hafa sjö sóknarmenn gegn sex varnarmönnum: „Þetta er gott lið, sem framkvæmir „7 á 6“ frábærlega vel. Andy Schmid er líklega besti leikmaður í heimi hvað þetta varðar, að deila boltanum til vinstri eða hægri, skjóta eða senda á línu. Þetta er illviðráðanlegt. Ég lá yfir þessu til að verða sex í nótt,“ sagði Guðmundur sem er vanur því að leggja gríðarlega vinnu í að leikgreina andstæðinga og undirbúa sín lið fyrir hvern leik. „Við erum að reyna að skipuleggja framhaldið, hvernig við ætlum að bregðast við þessu. Við höfum hingað til náð að spila nokkuð góða vörn 6 á 7. Við gerðum það á móti Makedóníu 2019 og í framhaldinu höfum við náð þessu nokkuð vel, eins og gegn Portúgal í fyrra og svo aftur á móti Portúgal núna mjög vel. Við höfum því ýmislegt í þessu og þetta er eitt af því sem við þurfum að leysa gegn Svisslendingum því þeir beita þessu vopni mjög mikið,“ sagði Guðmundur.
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti