Fram kemur á vef eftirlitsins að þann 31. október hafi KS og hluthafar M-veitinga undirritað samning um kaup KS á öllu hlutafé í M-veitingum. Kaupin voru hluti af uppgjöri skulda systurfélags M-veitinga gagnvart KS.
Eftirlitið horfði til þess að samrunaaðilar störfuðu á ólíkum mörkuðum. M-veitingar rækju tvo veitingastaði en KS engan né aðra starfsemi sem gæti talist í samkeppni við M-veitingar.
Var það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar vegna samrunans. Hann leiddi ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu eða verða til röskunar á markaði.