Íslenskir forritarar höfðu betur í baráttu við Ballarin um vangoldin laun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2021 16:13 Michelle Ballarin, eigandi USAerospace. Vísir/Baldur Hrafnkell USAerospace Associates LLC, félag í eigu Michelle Ballarin sem hefur stefnt að flugrekstri undir merkjum WOW air, hefur verið dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. Forritararnir, Sturla Þorvaldsson og Róbert Leifsson, eru eigendur félagsins Maverick ehf sem tók að sér að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW air. Þeir höfðuðu mál eftir að verktakasamningi var sagt upp við þá fyrirvaralaust í ársbyrjun 2020 en þegar áttu þeir inni laun hjá USAerospace. Héraðsdómur taldi USAerospace ekki hafa tekist að sanna staðhæfingu sína að hugbúnaður íslenska félagsins hefði verið gallaður eða félagið vanefnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningi. Gögn málsins bæru með sér að Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður USAerospace, hefði ítrekað í samskiptum við forritarana sagt greiðslur væntanlegar. Voru lögð fram samskipti í gegnum forritið Whatsapp hvað þetta varðaði. Greiðslur hafi ekki borist nema að takmörkuðu leyti. Vanskil hafi því verið orðin umtalsverð löngu áður en gerðar voru athugasemdir við þjónustuna í janúar 2020. Fram að þeim tíma hefði ekki verið gerð nein athugasemd við útgefna reikninga forritaranna eða andmælt þeim á annan hátt. Var félag Ballarin dæmt til að greiða forriturunum rúmlega fjörutíu milljónir króna auk dráttarvaxta frá september til nóvember 2019. Þá þurfti félagið að greiða málskostnað, um eina og hálfa milljón króna. Annað mál er varðar USAerospace bíður niðurstöðu hjá dómstólum. Þar stefnir Engilbert Hafsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs WOW air, USAerospace fyrir notkun á markaðsefni. WOW Air Dómsmál Kjaramál Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Forritararnir, Sturla Þorvaldsson og Róbert Leifsson, eru eigendur félagsins Maverick ehf sem tók að sér að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW air. Þeir höfðuðu mál eftir að verktakasamningi var sagt upp við þá fyrirvaralaust í ársbyrjun 2020 en þegar áttu þeir inni laun hjá USAerospace. Héraðsdómur taldi USAerospace ekki hafa tekist að sanna staðhæfingu sína að hugbúnaður íslenska félagsins hefði verið gallaður eða félagið vanefnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningi. Gögn málsins bæru með sér að Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður USAerospace, hefði ítrekað í samskiptum við forritarana sagt greiðslur væntanlegar. Voru lögð fram samskipti í gegnum forritið Whatsapp hvað þetta varðaði. Greiðslur hafi ekki borist nema að takmörkuðu leyti. Vanskil hafi því verið orðin umtalsverð löngu áður en gerðar voru athugasemdir við þjónustuna í janúar 2020. Fram að þeim tíma hefði ekki verið gerð nein athugasemd við útgefna reikninga forritaranna eða andmælt þeim á annan hátt. Var félag Ballarin dæmt til að greiða forriturunum rúmlega fjörutíu milljónir króna auk dráttarvaxta frá september til nóvember 2019. Þá þurfti félagið að greiða málskostnað, um eina og hálfa milljón króna. Annað mál er varðar USAerospace bíður niðurstöðu hjá dómstólum. Þar stefnir Engilbert Hafsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs WOW air, USAerospace fyrir notkun á markaðsefni.
WOW Air Dómsmál Kjaramál Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira