Meistaradeildin áfram á Stöð 2 Sport í samstarfi við Viaplay Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2021 08:13 Bayern München fagna Meistaradeildartitlinum í ágúst síðastliðinn eftir sigur á PSG í Lissabon. Getty Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt að stærstu félagsliðakeppnum Evrópu í knattspyrnu og mun sýna frá Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýrri keppni, UEFA Europe Conference League, frá 2021 til 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn, en þar segir að sýningarréttinum sé deilt með NENT Group, sem starfræki Viaplay á Íslandi. Slíkt fyrirkomulag sé þekkt víða um heim, meðal annars í Noregi þar sem Nent og TV2 deila sýningarrétti Meistaradeildar Evrópu. „Auk þess að sýna leiki Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar er Stöð 2 Sport einnig með sýningarréttinn á Íslandi að enska bikarnum, enska deildabikarnum, ensku 1. deildinni, spænska og ítalska boltanum, NBA, NFL, spænska körfuboltanum og öllum sterkustu golfmótum heims. Þar að auki er Stöð 2 Sport með metnaðarfulla dagskrárgerð í íslenskum íþróttum – knattspyrnu, handknattleik og körfubolta. Það er Stöð 2 Sport mikið ánægjuefni að geta boðið áfram upp á úrvalsefni fyrir sína áskrifendur. Meira en 100 leikir Meistaradeildarinnar, Evrópudeildarinnar og Conference League verða sýndir árlega á Stöð 2 Sport og þeim gerð ítarleg skil í öruggum höndum færustu lýsenda og sérfræðinga landsins í vinsælustu íþrótt heims,“ segir í tilkynningunni. Í takt við þróun víða um heim Haft er eftir Eiríki Stefáni Ásgeirssyni, forstöðumanni Stöðvar 2 Sport, að það sé ánægjulegt að ná að tryggja áframhaldandi útsendingar og innlenda þáttagerð tengdri Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og svo spennandi nýjungum, Conference League, þar sem íslensk félagslið geti mögulega verið þátttakendur. „Samstarfið við Viaplay er í takt við þróun víða um heim þar sem algengt er að sýningarréttum sem þessum sé deilt. Stöð 2 Sport hefur útvíkkað ýmiskonar samstarf undanfarið og selur t.a.m. í dag aðgang að NFL Game Pass á frábæru verði og fljótlega mun samskonar samstarfi við NBA vegna NBA League Pass verða ýtt úr vör. Þessu fylgir svo fjölbreytt innlend dagskrárgerð í ýmsu formi tengdum útsendingum,“ segir Eiríkur Stefán. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn, en þar segir að sýningarréttinum sé deilt með NENT Group, sem starfræki Viaplay á Íslandi. Slíkt fyrirkomulag sé þekkt víða um heim, meðal annars í Noregi þar sem Nent og TV2 deila sýningarrétti Meistaradeildar Evrópu. „Auk þess að sýna leiki Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar er Stöð 2 Sport einnig með sýningarréttinn á Íslandi að enska bikarnum, enska deildabikarnum, ensku 1. deildinni, spænska og ítalska boltanum, NBA, NFL, spænska körfuboltanum og öllum sterkustu golfmótum heims. Þar að auki er Stöð 2 Sport með metnaðarfulla dagskrárgerð í íslenskum íþróttum – knattspyrnu, handknattleik og körfubolta. Það er Stöð 2 Sport mikið ánægjuefni að geta boðið áfram upp á úrvalsefni fyrir sína áskrifendur. Meira en 100 leikir Meistaradeildarinnar, Evrópudeildarinnar og Conference League verða sýndir árlega á Stöð 2 Sport og þeim gerð ítarleg skil í öruggum höndum færustu lýsenda og sérfræðinga landsins í vinsælustu íþrótt heims,“ segir í tilkynningunni. Í takt við þróun víða um heim Haft er eftir Eiríki Stefáni Ásgeirssyni, forstöðumanni Stöðvar 2 Sport, að það sé ánægjulegt að ná að tryggja áframhaldandi útsendingar og innlenda þáttagerð tengdri Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og svo spennandi nýjungum, Conference League, þar sem íslensk félagslið geti mögulega verið þátttakendur. „Samstarfið við Viaplay er í takt við þróun víða um heim þar sem algengt er að sýningarréttum sem þessum sé deilt. Stöð 2 Sport hefur útvíkkað ýmiskonar samstarf undanfarið og selur t.a.m. í dag aðgang að NFL Game Pass á frábæru verði og fljótlega mun samskonar samstarfi við NBA vegna NBA League Pass verða ýtt úr vör. Þessu fylgir svo fjölbreytt innlend dagskrárgerð í ýmsu formi tengdum útsendingum,“ segir Eiríkur Stefán. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira