Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2021 19:21 Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. Stjórnarliðinn Birgir Ármannsson hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um þingmannafrumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni. Sagðist sáttur við þá leið sem farin hefði verið að taka fyrir afmarkaða þætti í stað þess að ráðast í heildarendurskoðun. Birgir Ármannsson fór fram á sérstaka umræðu um stjórnarskrármál á Alþingi í dagVísir/Vilhelm „Hér er um að ræða grundvallarlög landsins sem öll önnur löggjöf byggist á og tilraunastarfsemi og ævintýramennska í þeim efnum er auðvitað ekki af hinu góða,“ sagði Birgir. Huga þyrfti að mikilvægum lykilatriðum og vanda til verka. Hvernig sæi Katrín fyrir sér framhald málsins á þinginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna sagði formenn allra flokka hafa fundað 25 sinnum á kjörímabilinu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum á tveimur kjörtímabilum. Þá hafi verið leitað til sérfræðinga um mótun tillagna og kannanir gerðar. Katrín Jakobsdóttir telur það miða málum áfram að Alþingi fjalli um frumvarp hennar um breytingar á stjórnarskránni.Vísir/Vilhelm „En ég hef litið svo á að það sé mjög mikilvægt að við eigum hins vegar efnislega umræðu um breytingar á stjórnarskrá. Það liggur fyrir að í þeim áætlunum sem ég lagði til í upphafi eru ekki öll þau efni sem við höfum fjallað um á þessum fundum, til að mynda um framsal valdheimilda, þau skila sér ekki inn í þetta frumvarp,“ sagði Katrín. Það geri ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki heldur. En þar sé að finna ákvæði um auðlindir í þjóðareign, umhverfis- og náttúruvernd, íslenska tungu og táknmál, sem og endurskoðun á kafla um forseta og framkvæmdarvald. Frumvarp Katrínar var formlega lagt fram í dag. Miðað við undirtektir forystufólks flokka á þingi er ekki líklegt að það nái fram að ganga, alla vega ekki í heild sinni. Andstaða stjórnarandstöðu úr ólíkum áttum Formaður Miðflokksins segist hafa mestar áhyggjur af fullveldismálum í tengslum við breytingar á stjórnarskránni.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að tiltölulega fljótlega hefði komið í ljós að erfitt yrði að ná samstöðu meðal formanna flokkanna. Að minnsta kosti um sumar tillagnanna að stjórnarskrárbreytingum. „Sjálfur hef ég mestar áhyggjur af fullveldisákvæðinu svo kallaða, sem er reyndar ekki lagt til að breytist í bili. En maður óttast hvað fylgir, sérstaklega ef hér er verið að leggja línurnar upp á nýtt um það hvernig staðið verði að stjórnarskrárbreytingum,“ sagði Sigmundur Davíð. Logi Einarsson segir eðlilegast að Alþingi ljúki því ferli sem hófst með vinnu stjórnlagaráðs.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar minnti á vinnu stjórnlagaráðs. Rétt væri að halda því ferli áfram. „Og hrinda í framkvæmd vönduðum og lýðræðislegum lokaáfanga stjórnarskrárferlisins sem byrjaði 2009. Markmiðið? Heildstæð stjórnarskrá sem síðan yrði farið með í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað sem öðru líður þá má að minnsta kosti fullyrða að tilraun forsætisráðherra til að ná breiðri sátt um þessi mál á lokuðum fundum formanna hefur mistekist,“ sagði Logi í umræðunum á Alþingi í dag. Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Stjórnarliðinn Birgir Ármannsson hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um þingmannafrumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni. Sagðist sáttur við þá leið sem farin hefði verið að taka fyrir afmarkaða þætti í stað þess að ráðast í heildarendurskoðun. Birgir Ármannsson fór fram á sérstaka umræðu um stjórnarskrármál á Alþingi í dagVísir/Vilhelm „Hér er um að ræða grundvallarlög landsins sem öll önnur löggjöf byggist á og tilraunastarfsemi og ævintýramennska í þeim efnum er auðvitað ekki af hinu góða,“ sagði Birgir. Huga þyrfti að mikilvægum lykilatriðum og vanda til verka. Hvernig sæi Katrín fyrir sér framhald málsins á þinginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna sagði formenn allra flokka hafa fundað 25 sinnum á kjörímabilinu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum á tveimur kjörtímabilum. Þá hafi verið leitað til sérfræðinga um mótun tillagna og kannanir gerðar. Katrín Jakobsdóttir telur það miða málum áfram að Alþingi fjalli um frumvarp hennar um breytingar á stjórnarskránni.Vísir/Vilhelm „En ég hef litið svo á að það sé mjög mikilvægt að við eigum hins vegar efnislega umræðu um breytingar á stjórnarskrá. Það liggur fyrir að í þeim áætlunum sem ég lagði til í upphafi eru ekki öll þau efni sem við höfum fjallað um á þessum fundum, til að mynda um framsal valdheimilda, þau skila sér ekki inn í þetta frumvarp,“ sagði Katrín. Það geri ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki heldur. En þar sé að finna ákvæði um auðlindir í þjóðareign, umhverfis- og náttúruvernd, íslenska tungu og táknmál, sem og endurskoðun á kafla um forseta og framkvæmdarvald. Frumvarp Katrínar var formlega lagt fram í dag. Miðað við undirtektir forystufólks flokka á þingi er ekki líklegt að það nái fram að ganga, alla vega ekki í heild sinni. Andstaða stjórnarandstöðu úr ólíkum áttum Formaður Miðflokksins segist hafa mestar áhyggjur af fullveldismálum í tengslum við breytingar á stjórnarskránni.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að tiltölulega fljótlega hefði komið í ljós að erfitt yrði að ná samstöðu meðal formanna flokkanna. Að minnsta kosti um sumar tillagnanna að stjórnarskrárbreytingum. „Sjálfur hef ég mestar áhyggjur af fullveldisákvæðinu svo kallaða, sem er reyndar ekki lagt til að breytist í bili. En maður óttast hvað fylgir, sérstaklega ef hér er verið að leggja línurnar upp á nýtt um það hvernig staðið verði að stjórnarskrárbreytingum,“ sagði Sigmundur Davíð. Logi Einarsson segir eðlilegast að Alþingi ljúki því ferli sem hófst með vinnu stjórnlagaráðs.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar minnti á vinnu stjórnlagaráðs. Rétt væri að halda því ferli áfram. „Og hrinda í framkvæmd vönduðum og lýðræðislegum lokaáfanga stjórnarskrárferlisins sem byrjaði 2009. Markmiðið? Heildstæð stjórnarskrá sem síðan yrði farið með í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað sem öðru líður þá má að minnsta kosti fullyrða að tilraun forsætisráðherra til að ná breiðri sátt um þessi mál á lokuðum fundum formanna hefur mistekist,“ sagði Logi í umræðunum á Alþingi í dag.
Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52