FIFA segir að leikmenn evrópsku Ofurdeildarinnar muni ekki geta spilað á HM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2021 06:31 Eigendur Mancester United vilja stofna evrópska Ofurdeild. Ef svo færi mætti enginn leikmanna liðsins taka þátt á HM. Peter Cziborra/Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur sett fótinn fyrir hurðina sem á að opna leið stórliða Evrópu að stofnun Ofurdeildar. Leikmenn þeirrar deildar myndu ekki fá leyfi sambandsins til að taka þátt í mótum á vegum þess. Orðrómar þess efnis að stórveldi Evrópu vilji stofna svokallaða Ofurdeild sem myndi samanstanda af stærstu – og að vissu leyti bestu – liðum Evrópu hafa orðið háværari og háværari undanfarna mánuði. Virkilega áhugavert. FIFA fer all in og segir að ef Ofurdeild verður stofnuð verði mönnum bannað að keppa með landsliðum og taka þátt í keppnum á vegum FIFA og aðildarsambanda. Opnar samt á möguleikann á draum Infantino um HM félagsliða. https://t.co/SSot4aBZkW— Björn Berg (@BjornBergG) January 21, 2021 FIFA hefur nú ákveðið að gefa út tilkynningu þess efnis að fari svo að téð deild yrði stofnuð þá myndu leikmenn sem í henni spila ekki fá að taka þátt í mótum á vegum FIFA. Þar má til að mynda heimsmeistarakeppnina sjálfa. Ekki væri um að ræða keppni sem kæmi í staðinn fyrir deildarkeppni hvers lands heldur svipað fyrirkomulag og er í EuroLeague í körfuboltanum. Í raun væru þá liðin sem taka þátt í Ofurdeildinni að taka þátt í tveimur deildarkeppnum. Það þýðir að liðin myndu ekki taka þátt í Meistaradeild Evrópu eða bikarkeppnum landa sinna. „FIFA og álfusamböndin sex vilja taka fram að slík keppni yrði ekki samþykkt af sambandinu. Þau félög og þeir leikmenn sem myndu taka þátt í slíkri deild myndu ekki fá leyfi til að taka þátt í opinberum keppnum á vegum sambandsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingu FIFA um málið. Samkvæmt pistlahöfundi New York Times hefur Joel Glazer – meðlimur Glazer fjölskyldunnar, sem á Manchester United – verið einn af þeim sem hefur barist hvað mest fyrir stofnun slíkrar deildar. Man United hefur ekki átt fast sæti í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og vilja eigandur félagsins stöðugra tekjuflæði ef marka má fréttir. Joel Glazer has been working the phones, pushing the idea of a Super League. The idea is for 15/16 permanent members and 4 or 5 qualifiers for each season. League would be divided into 2 groups 10, with top four in each qualifying for knockouts. All games midweek except final.— tariq panja (@tariqpanja) January 21, 2021 Fótbolti FIFA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Sjá meira
Orðrómar þess efnis að stórveldi Evrópu vilji stofna svokallaða Ofurdeild sem myndi samanstanda af stærstu – og að vissu leyti bestu – liðum Evrópu hafa orðið háværari og háværari undanfarna mánuði. Virkilega áhugavert. FIFA fer all in og segir að ef Ofurdeild verður stofnuð verði mönnum bannað að keppa með landsliðum og taka þátt í keppnum á vegum FIFA og aðildarsambanda. Opnar samt á möguleikann á draum Infantino um HM félagsliða. https://t.co/SSot4aBZkW— Björn Berg (@BjornBergG) January 21, 2021 FIFA hefur nú ákveðið að gefa út tilkynningu þess efnis að fari svo að téð deild yrði stofnuð þá myndu leikmenn sem í henni spila ekki fá að taka þátt í mótum á vegum FIFA. Þar má til að mynda heimsmeistarakeppnina sjálfa. Ekki væri um að ræða keppni sem kæmi í staðinn fyrir deildarkeppni hvers lands heldur svipað fyrirkomulag og er í EuroLeague í körfuboltanum. Í raun væru þá liðin sem taka þátt í Ofurdeildinni að taka þátt í tveimur deildarkeppnum. Það þýðir að liðin myndu ekki taka þátt í Meistaradeild Evrópu eða bikarkeppnum landa sinna. „FIFA og álfusamböndin sex vilja taka fram að slík keppni yrði ekki samþykkt af sambandinu. Þau félög og þeir leikmenn sem myndu taka þátt í slíkri deild myndu ekki fá leyfi til að taka þátt í opinberum keppnum á vegum sambandsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingu FIFA um málið. Samkvæmt pistlahöfundi New York Times hefur Joel Glazer – meðlimur Glazer fjölskyldunnar, sem á Manchester United – verið einn af þeim sem hefur barist hvað mest fyrir stofnun slíkrar deildar. Man United hefur ekki átt fast sæti í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og vilja eigandur félagsins stöðugra tekjuflæði ef marka má fréttir. Joel Glazer has been working the phones, pushing the idea of a Super League. The idea is for 15/16 permanent members and 4 or 5 qualifiers for each season. League would be divided into 2 groups 10, with top four in each qualifying for knockouts. All games midweek except final.— tariq panja (@tariqpanja) January 21, 2021
Fótbolti FIFA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Sjá meira