FIFA segir að leikmenn evrópsku Ofurdeildarinnar muni ekki geta spilað á HM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2021 06:31 Eigendur Mancester United vilja stofna evrópska Ofurdeild. Ef svo færi mætti enginn leikmanna liðsins taka þátt á HM. Peter Cziborra/Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur sett fótinn fyrir hurðina sem á að opna leið stórliða Evrópu að stofnun Ofurdeildar. Leikmenn þeirrar deildar myndu ekki fá leyfi sambandsins til að taka þátt í mótum á vegum þess. Orðrómar þess efnis að stórveldi Evrópu vilji stofna svokallaða Ofurdeild sem myndi samanstanda af stærstu – og að vissu leyti bestu – liðum Evrópu hafa orðið háværari og háværari undanfarna mánuði. Virkilega áhugavert. FIFA fer all in og segir að ef Ofurdeild verður stofnuð verði mönnum bannað að keppa með landsliðum og taka þátt í keppnum á vegum FIFA og aðildarsambanda. Opnar samt á möguleikann á draum Infantino um HM félagsliða. https://t.co/SSot4aBZkW— Björn Berg (@BjornBergG) January 21, 2021 FIFA hefur nú ákveðið að gefa út tilkynningu þess efnis að fari svo að téð deild yrði stofnuð þá myndu leikmenn sem í henni spila ekki fá að taka þátt í mótum á vegum FIFA. Þar má til að mynda heimsmeistarakeppnina sjálfa. Ekki væri um að ræða keppni sem kæmi í staðinn fyrir deildarkeppni hvers lands heldur svipað fyrirkomulag og er í EuroLeague í körfuboltanum. Í raun væru þá liðin sem taka þátt í Ofurdeildinni að taka þátt í tveimur deildarkeppnum. Það þýðir að liðin myndu ekki taka þátt í Meistaradeild Evrópu eða bikarkeppnum landa sinna. „FIFA og álfusamböndin sex vilja taka fram að slík keppni yrði ekki samþykkt af sambandinu. Þau félög og þeir leikmenn sem myndu taka þátt í slíkri deild myndu ekki fá leyfi til að taka þátt í opinberum keppnum á vegum sambandsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingu FIFA um málið. Samkvæmt pistlahöfundi New York Times hefur Joel Glazer – meðlimur Glazer fjölskyldunnar, sem á Manchester United – verið einn af þeim sem hefur barist hvað mest fyrir stofnun slíkrar deildar. Man United hefur ekki átt fast sæti í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og vilja eigandur félagsins stöðugra tekjuflæði ef marka má fréttir. Joel Glazer has been working the phones, pushing the idea of a Super League. The idea is for 15/16 permanent members and 4 or 5 qualifiers for each season. League would be divided into 2 groups 10, with top four in each qualifying for knockouts. All games midweek except final.— tariq panja (@tariqpanja) January 21, 2021 Fótbolti FIFA Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Orðrómar þess efnis að stórveldi Evrópu vilji stofna svokallaða Ofurdeild sem myndi samanstanda af stærstu – og að vissu leyti bestu – liðum Evrópu hafa orðið háværari og háværari undanfarna mánuði. Virkilega áhugavert. FIFA fer all in og segir að ef Ofurdeild verður stofnuð verði mönnum bannað að keppa með landsliðum og taka þátt í keppnum á vegum FIFA og aðildarsambanda. Opnar samt á möguleikann á draum Infantino um HM félagsliða. https://t.co/SSot4aBZkW— Björn Berg (@BjornBergG) January 21, 2021 FIFA hefur nú ákveðið að gefa út tilkynningu þess efnis að fari svo að téð deild yrði stofnuð þá myndu leikmenn sem í henni spila ekki fá að taka þátt í mótum á vegum FIFA. Þar má til að mynda heimsmeistarakeppnina sjálfa. Ekki væri um að ræða keppni sem kæmi í staðinn fyrir deildarkeppni hvers lands heldur svipað fyrirkomulag og er í EuroLeague í körfuboltanum. Í raun væru þá liðin sem taka þátt í Ofurdeildinni að taka þátt í tveimur deildarkeppnum. Það þýðir að liðin myndu ekki taka þátt í Meistaradeild Evrópu eða bikarkeppnum landa sinna. „FIFA og álfusamböndin sex vilja taka fram að slík keppni yrði ekki samþykkt af sambandinu. Þau félög og þeir leikmenn sem myndu taka þátt í slíkri deild myndu ekki fá leyfi til að taka þátt í opinberum keppnum á vegum sambandsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingu FIFA um málið. Samkvæmt pistlahöfundi New York Times hefur Joel Glazer – meðlimur Glazer fjölskyldunnar, sem á Manchester United – verið einn af þeim sem hefur barist hvað mest fyrir stofnun slíkrar deildar. Man United hefur ekki átt fast sæti í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og vilja eigandur félagsins stöðugra tekjuflæði ef marka má fréttir. Joel Glazer has been working the phones, pushing the idea of a Super League. The idea is for 15/16 permanent members and 4 or 5 qualifiers for each season. League would be divided into 2 groups 10, with top four in each qualifying for knockouts. All games midweek except final.— tariq panja (@tariqpanja) January 21, 2021
Fótbolti FIFA Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira