Trump gæti fengið Facebook-aðganginn aftur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2021 20:47 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Eftirlitsnefnd um stjórnarhætti samfélagsmiðlarisans Facebook mun nú taka fyrir ákvörðun fyrirtækisins um að úthýsa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, af miðlinum. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið. Donald Trump var úthýst af helstu samfélagsmiðlum heims í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Töldu forsvarsmenn miðlana að hann hefði nýtt sér þá til að hvetja fylgjendur sína til að beita ofbeldi. Nefndin sem mun nú taka fyrir ákvörðun Facebook um að banna Trump á miðlum sínum, Facebook og Instagram, var stofnuð á síðasta ári og er ætlað að taka fyrir umdeildar ákvarðanir fyrirtækisins er lúta að ritstjórn og miðlun efnis. Facebook segir nefndina vera sjálfstæða og óháða. Bannaður ótímabundið Í kjölfar árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna var Trump bannaður ótímabundið á Facebook og Instagram, en einnig á Twitter, þeim samfélagsmiðli hvar forsetinn hefur látið mest til sín taka. Síðastnefndi miðillinn virðist ekki vera á þeim buxunum að aflétta banninu, en hugsanlegt er að forsetinn fyrrverandi endurheimti aðgang sinn að Facebook. „Ákvörðun eftirlitsnefndarinnar verður bindandi fyrir Facebook og mun ráða því hvort ótímabundnu banni herra Trumps frá Facebook og Instagram verður aflétt,“ segir í tilkynningu frá Facebook. Trump verður gefinn kostur á að leggja fram yfirlýsingu til nefndarinnar þar sem hann getur fært rök fyrir því að bannið skuli fellt úr gildi. Fimm manns sitja í nefndinni. Þeirra á meðal eru Helle Thorning-Schmidt, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, og Alan Rusbridger, fyrrverandi ritstjóri Guardian. Bandaríkin Facebook Samfélagsmiðlar Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira
Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið. Donald Trump var úthýst af helstu samfélagsmiðlum heims í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Töldu forsvarsmenn miðlana að hann hefði nýtt sér þá til að hvetja fylgjendur sína til að beita ofbeldi. Nefndin sem mun nú taka fyrir ákvörðun Facebook um að banna Trump á miðlum sínum, Facebook og Instagram, var stofnuð á síðasta ári og er ætlað að taka fyrir umdeildar ákvarðanir fyrirtækisins er lúta að ritstjórn og miðlun efnis. Facebook segir nefndina vera sjálfstæða og óháða. Bannaður ótímabundið Í kjölfar árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna var Trump bannaður ótímabundið á Facebook og Instagram, en einnig á Twitter, þeim samfélagsmiðli hvar forsetinn hefur látið mest til sín taka. Síðastnefndi miðillinn virðist ekki vera á þeim buxunum að aflétta banninu, en hugsanlegt er að forsetinn fyrrverandi endurheimti aðgang sinn að Facebook. „Ákvörðun eftirlitsnefndarinnar verður bindandi fyrir Facebook og mun ráða því hvort ótímabundnu banni herra Trumps frá Facebook og Instagram verður aflétt,“ segir í tilkynningu frá Facebook. Trump verður gefinn kostur á að leggja fram yfirlýsingu til nefndarinnar þar sem hann getur fært rök fyrir því að bannið skuli fellt úr gildi. Fimm manns sitja í nefndinni. Þeirra á meðal eru Helle Thorning-Schmidt, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, og Alan Rusbridger, fyrrverandi ritstjóri Guardian.
Bandaríkin Facebook Samfélagsmiðlar Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira