Fauci segir frelsandi að vinna ekki lengur undir Donald Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2021 06:58 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var ekki mjög hrifinn af Anthony Fauci, einum helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjanna. Getty/Drew Angerer Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur, segir að það sé frelsandi tilfinning að geta nú greint frá vísindalegum staðreyndum í tengslum við kórónuveiruna og faraldur hennar án þess að óttast viðbrögð Donalds Trump. Samstarf Fauci og Trump var stormasamt enda gróf forsetinn fyrrverandi gjarnan undan vísindunum í baráttunni við kórónuveiruna í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur verið mjög skæður þar í landi; hvergi í heiminum hafa fleiri smitast af veirunni eða látið lífið vegna Covid-19. Fauci var mættur í Hvíta húsið í gær, á fyrsta heila degi Joes Biden, í embætti Bandaríkjaforseta. Hann ræddi við fréttamenn um nýja áætlun yfirvalda varðandi faraldurinn. „Eitt af því sem við ætlum að gera er að vera algjörlega gagnsæ, opin og hreinskilin. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá ætlum við ekki að beina sjónum að þeim sem um er að kenna heldur leiðrétta mistökin. Þá verður allt sem við gerum byggt á vísindum og sönnunum. Þetta var bókstaflega samtalið sem ég átti við forsetann fyrir korteri síðan og þetta hefur hann sagt margsinnis,“ sagði Fauci við blaðamenn. Aðspurður hvort hann vildi leiðrétta eða skýra betur eitthvað sem hann sagði á meðan Trump var enn í embætti lagði hann áherslu á að hann hefði alltaf verið hreinskilinn við forsetann fyrrverandi. „Þess vegna lenti ég stundum í vandræðum.“ Þá var Fauci einnig spurður að því hvernig það væri að vinna ekki lengur undir Trump. Hann sagðist ekki ætla að fara yfir alla söguna en augljóst væri að ýmislegt hefði verið sagt sem var ekki byggt á vísindum. Nefndi hann til að mynda malaríulyfið hydroxychloroquine sem Trump talaði mikið um sem meðferð við Covid-19. „Þetta var mjög óþægilegt því það sem sagt var byggði ekki á vísindalegum staðreyndum. Ég get alveg sagt ykkur að ég hef ekki gaman að því að vera í mótsögn við forsetann. Það var þessi tilfinning að þér fannst þú ekki geta sagt eitthvað og það myndi ekki hafa neinar afleiðingar. Hugmyndin um að geta komið hingað upp og talað um það sem þú veist, hvað staðreyndirnar segja, hvað vísindin segja […], láta vísindin tala, það er frelsandi tilfinning,“ sagði Fauci. Biden hefur skrifað undir tíu forsetatilskipanir sem snúa að faraldrinum. Tilskipununum er ætlað að hrinda af stað metnaðarfullri áætlun forsetans til að draga verulega úr útbreiðslu Covid-19. Meðal þess sem forsetatilskipanirnar eiga að stuðla að er aukin samhæfing í viðbrögðum ríkja við faraldrinum, aukin framleiðsla bóluefnis, grímuskylda á ákveðnum opinberum stöðum og opnun skóla og fyrirtækja. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Samstarf Fauci og Trump var stormasamt enda gróf forsetinn fyrrverandi gjarnan undan vísindunum í baráttunni við kórónuveiruna í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur verið mjög skæður þar í landi; hvergi í heiminum hafa fleiri smitast af veirunni eða látið lífið vegna Covid-19. Fauci var mættur í Hvíta húsið í gær, á fyrsta heila degi Joes Biden, í embætti Bandaríkjaforseta. Hann ræddi við fréttamenn um nýja áætlun yfirvalda varðandi faraldurinn. „Eitt af því sem við ætlum að gera er að vera algjörlega gagnsæ, opin og hreinskilin. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá ætlum við ekki að beina sjónum að þeim sem um er að kenna heldur leiðrétta mistökin. Þá verður allt sem við gerum byggt á vísindum og sönnunum. Þetta var bókstaflega samtalið sem ég átti við forsetann fyrir korteri síðan og þetta hefur hann sagt margsinnis,“ sagði Fauci við blaðamenn. Aðspurður hvort hann vildi leiðrétta eða skýra betur eitthvað sem hann sagði á meðan Trump var enn í embætti lagði hann áherslu á að hann hefði alltaf verið hreinskilinn við forsetann fyrrverandi. „Þess vegna lenti ég stundum í vandræðum.“ Þá var Fauci einnig spurður að því hvernig það væri að vinna ekki lengur undir Trump. Hann sagðist ekki ætla að fara yfir alla söguna en augljóst væri að ýmislegt hefði verið sagt sem var ekki byggt á vísindum. Nefndi hann til að mynda malaríulyfið hydroxychloroquine sem Trump talaði mikið um sem meðferð við Covid-19. „Þetta var mjög óþægilegt því það sem sagt var byggði ekki á vísindalegum staðreyndum. Ég get alveg sagt ykkur að ég hef ekki gaman að því að vera í mótsögn við forsetann. Það var þessi tilfinning að þér fannst þú ekki geta sagt eitthvað og það myndi ekki hafa neinar afleiðingar. Hugmyndin um að geta komið hingað upp og talað um það sem þú veist, hvað staðreyndirnar segja, hvað vísindin segja […], láta vísindin tala, það er frelsandi tilfinning,“ sagði Fauci. Biden hefur skrifað undir tíu forsetatilskipanir sem snúa að faraldrinum. Tilskipununum er ætlað að hrinda af stað metnaðarfullri áætlun forsetans til að draga verulega úr útbreiðslu Covid-19. Meðal þess sem forsetatilskipanirnar eiga að stuðla að er aukin samhæfing í viðbrögðum ríkja við faraldrinum, aukin framleiðsla bóluefnis, grímuskylda á ákveðnum opinberum stöðum og opnun skóla og fyrirtækja.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira