Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Guðmundar. Þar segir að bataferlið gangi vel og að einungis smávægilegar aukaverkanir hafi komið fram.
Vonast sé til þess að komist á fætur í fyrsta sinn í dag frá því hann gekkst undir aðgerðina og þá vonar Guðmundur Felix að hann geti haldið stuttan blaðamannafund með íslenskum fjölmiðlum í gegnum netið síðar í dag.
Things are progressing well. Only minor complications so far. He is expected to be discharged from...
Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Thursday, January 21, 2021
Þá má búast við því að spítalinn þar sem hann gekkst undir aðgerðina gefi frá sér yfirlýsingu í dag.
Guðmundur var aðeins 26 ára þegar hann missti báða handleggina í vinnuslysi. Hann starfaði þá sem rafvirki og hafði verið að vinna við háspennulínu skammt frá Hafravatni þegar hann varð fyrir raflosti og slasaðist lífshættulega. Hann hefur verið opinskár um slysið í gegnum tíðina og hafði verið á biðlista eftir aðgerð í fimm ár.