„Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. janúar 2021 10:00 Guðmundur Pálsson. Vísir/Vilhelm Guðmundur Pálsson framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segist oftast fljótur að sofna á kvöldin. Stundum poppa þó upp svo góðar hugmyndir fyrir viðskiptavini að hann glaðvaknar. Þessar „koddahugmyndir“ reynast þó misgóðar daginn eftir þegar mætt er til vinnu. Í golfinu vinnur Guðmundur markvisst af því að ná forgjöfinni niður fyrir tíu. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Vekjaraklukkan er stillt á tíu mínútur í sjö og verð ég að viðurkenna að það er snúsað á sama tíma og útvarpið er í gangi, þar sem síðan hefjast fréttir klukkan sjö. Fljótlega eftir fréttir er síðan farið af stað og beint út eftir hressandi sturtu.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja alltaf að fá mér einn kaffibolla sem er oftast kláraður strax við kaffivélina. Síðan helli ég í bollann aftur og byrja að skipuleggja daginn með að fara yfir fundi dagsins og þau verkefni sem eru framundan í vinnunni. Flestir dagar eru fullbókaðir á fundum og teymisvinnu þannig það er gott að stilla daginn af með yfirferð yfir daginn.“ Áhugamál utan vinnu nr.1? „Mitt helsta áhugamál er golf. Það fer þó lítið fyrir því núna þessa dagana, en það fer að styttast í undirbúningstímabilið. Það er búið að vera stefnan síðustu tuttugu ár að ná förgjöfinni undir tíu og oft hef ég verið nálægt því en aldrei náð því. Ég er fullviss um að árið 2021 sé árið sem þetta langvarandi markmið náist, því þetta ár byrjar vel og það mikil bjartsýni fyrir þessu nýja ári eftir þetta fordæmalausa ár 2020.“ Guðmundur er vongóður um að ná forgjöfinni í golfi undir tíu árið 2021.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? Fyrir utan hin hefðbundnu verkefnin á stofunni þá er áherslan núna á að ráða inn nýtt starfsfólk í ört vaxandi stafrænu deild okkar, en mikil aukning á alþjóðlegum verkefnum hafa krafist þess við þurfum aukin starfskraft. Það er léttir að takast á við ný verkefni eftir áherslu á skipulag vegna samkomubanns og heimavinnu. Nú getur flestallt starfsfólk mætt á vinnustaðinn og unnið betur saman, en stofunni er nú skipt upp í tvö sóttvarnarhólf með tuttugu manns í hvoru hólfi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég tel mig vera nokkuð skipulagðann og er alltaf með „to do“ lista opinn í tölvunni minni. Þangað fara öll mín verkefni og eru listuð upp eftir mikilvægi. Síðan reyni ég að keyra niður listann yfir daginn, en það gengur ekki alltaf upp. Það gengur oft vel að keyra niður listann eftir klukkan fimm þegar flestir eru farnir heim og síminn hættur að hringja. Annars er skipulagið gott í vinnunni þar sem við keyrum öll okkar verkefni í verkefna forriti sem heldur utanum verkefnin með öllum upplýsingum og þróun verkefna.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Oftast fer ég að sofa um miðnætti og sem betur fer tekur það mig ekki langan tíma að sofna. Það kemur nú fyrir að þegar ég leggst á koddann þá poppa upp í hugann góðar hugmyndir fyrir einhvern af okkar viðskiptavinum. Það hefur nú gerst að þessar hugmyndir hafi endað sem góðar herferðir, en ég kalla þetta „koddahugmyndir“ þegar ég fer yfir þær með teyminu. En oftast er það nú þannig að þær eru ekki eins góðar daginn eftir þó svo þær hafa virst sem verðlauna hugmynd áður en ég sofnaði. Kaffispjallið Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir 100 konur á „Kvenndalshnúk“ í maí Snjódrífurnar vöktu athygli landsmanna þegar þær gengu Vatnajökul í fyrra og söfnuðu pening fyrir Líf og kraft. Í vor stefna 100 konur á Hvanndalshnúk, eða „Kvenndalshnúk“ eins og hann er kallaður af hópnum þar sem aftur verður safnað til góðgerðarmála. 16. janúar 2021 10:00 Covid tíminn yndislegur þrátt fyrir erfiðleika Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. desember 2020 10:00 Átakanlegar stundir fylgja starfinu í Farsóttarhúsinu Síðustu vikur höfum við séð Gylfa Þór Þórsteinsson reglulega í fréttum, enda sinnir hann nú því starfi að vera umsjónarmaður Farsóttarhúsa. Gylfi segist í raun aldrei vita hvað bíður hans í vinnunni. Starfið er samt gefandi og í raun það skemmtilegasta sem Gylfi hefur sinnt til þessa. Hins vegar fylgja því einnig átakanlegar stundir. Til dæmis þegar hann þurfti að fylgja konu að kveðja unnusta sinn í síðasta sinn. 9. janúar 2021 10:00 Fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið Hildur Árnadóttir stjórnarmaður og ráðgjafi fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið á morgnana. Hún segir aðventuna frekar rólega í ár vegna Covid en í vinnunni tókst í vikunni að undirrita samkomulag um sameiningu félaga þannig að úr verður eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Markmið sameiningarinnar er að vera tilbúin þegar öflug viðspyrna hefst og ferðamenn fara að flykkjast til landsins á ný. 19. desember 2020 10:00 Kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár samfleytt Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Kemi, segist líklegri til að auka við hreyfingu en að fara að borða hollar. Hann hefur fengið sér kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár og segist alveg mæla með því. Hermann skipuleggur vinnuna svolítið út frá árstíðum en þetta árið hefur verið mikið að gera vegna Covid. 12. desember 2020 10:01 Covid tíminn yndislegur þrátt fyrir erfiðleika Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. desember 2020 10:00 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Vekjaraklukkan er stillt á tíu mínútur í sjö og verð ég að viðurkenna að það er snúsað á sama tíma og útvarpið er í gangi, þar sem síðan hefjast fréttir klukkan sjö. Fljótlega eftir fréttir er síðan farið af stað og beint út eftir hressandi sturtu.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja alltaf að fá mér einn kaffibolla sem er oftast kláraður strax við kaffivélina. Síðan helli ég í bollann aftur og byrja að skipuleggja daginn með að fara yfir fundi dagsins og þau verkefni sem eru framundan í vinnunni. Flestir dagar eru fullbókaðir á fundum og teymisvinnu þannig það er gott að stilla daginn af með yfirferð yfir daginn.“ Áhugamál utan vinnu nr.1? „Mitt helsta áhugamál er golf. Það fer þó lítið fyrir því núna þessa dagana, en það fer að styttast í undirbúningstímabilið. Það er búið að vera stefnan síðustu tuttugu ár að ná förgjöfinni undir tíu og oft hef ég verið nálægt því en aldrei náð því. Ég er fullviss um að árið 2021 sé árið sem þetta langvarandi markmið náist, því þetta ár byrjar vel og það mikil bjartsýni fyrir þessu nýja ári eftir þetta fordæmalausa ár 2020.“ Guðmundur er vongóður um að ná forgjöfinni í golfi undir tíu árið 2021.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? Fyrir utan hin hefðbundnu verkefnin á stofunni þá er áherslan núna á að ráða inn nýtt starfsfólk í ört vaxandi stafrænu deild okkar, en mikil aukning á alþjóðlegum verkefnum hafa krafist þess við þurfum aukin starfskraft. Það er léttir að takast á við ný verkefni eftir áherslu á skipulag vegna samkomubanns og heimavinnu. Nú getur flestallt starfsfólk mætt á vinnustaðinn og unnið betur saman, en stofunni er nú skipt upp í tvö sóttvarnarhólf með tuttugu manns í hvoru hólfi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég tel mig vera nokkuð skipulagðann og er alltaf með „to do“ lista opinn í tölvunni minni. Þangað fara öll mín verkefni og eru listuð upp eftir mikilvægi. Síðan reyni ég að keyra niður listann yfir daginn, en það gengur ekki alltaf upp. Það gengur oft vel að keyra niður listann eftir klukkan fimm þegar flestir eru farnir heim og síminn hættur að hringja. Annars er skipulagið gott í vinnunni þar sem við keyrum öll okkar verkefni í verkefna forriti sem heldur utanum verkefnin með öllum upplýsingum og þróun verkefna.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Oftast fer ég að sofa um miðnætti og sem betur fer tekur það mig ekki langan tíma að sofna. Það kemur nú fyrir að þegar ég leggst á koddann þá poppa upp í hugann góðar hugmyndir fyrir einhvern af okkar viðskiptavinum. Það hefur nú gerst að þessar hugmyndir hafi endað sem góðar herferðir, en ég kalla þetta „koddahugmyndir“ þegar ég fer yfir þær með teyminu. En oftast er það nú þannig að þær eru ekki eins góðar daginn eftir þó svo þær hafa virst sem verðlauna hugmynd áður en ég sofnaði.
Kaffispjallið Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir 100 konur á „Kvenndalshnúk“ í maí Snjódrífurnar vöktu athygli landsmanna þegar þær gengu Vatnajökul í fyrra og söfnuðu pening fyrir Líf og kraft. Í vor stefna 100 konur á Hvanndalshnúk, eða „Kvenndalshnúk“ eins og hann er kallaður af hópnum þar sem aftur verður safnað til góðgerðarmála. 16. janúar 2021 10:00 Covid tíminn yndislegur þrátt fyrir erfiðleika Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. desember 2020 10:00 Átakanlegar stundir fylgja starfinu í Farsóttarhúsinu Síðustu vikur höfum við séð Gylfa Þór Þórsteinsson reglulega í fréttum, enda sinnir hann nú því starfi að vera umsjónarmaður Farsóttarhúsa. Gylfi segist í raun aldrei vita hvað bíður hans í vinnunni. Starfið er samt gefandi og í raun það skemmtilegasta sem Gylfi hefur sinnt til þessa. Hins vegar fylgja því einnig átakanlegar stundir. Til dæmis þegar hann þurfti að fylgja konu að kveðja unnusta sinn í síðasta sinn. 9. janúar 2021 10:00 Fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið Hildur Árnadóttir stjórnarmaður og ráðgjafi fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið á morgnana. Hún segir aðventuna frekar rólega í ár vegna Covid en í vinnunni tókst í vikunni að undirrita samkomulag um sameiningu félaga þannig að úr verður eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Markmið sameiningarinnar er að vera tilbúin þegar öflug viðspyrna hefst og ferðamenn fara að flykkjast til landsins á ný. 19. desember 2020 10:00 Kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár samfleytt Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Kemi, segist líklegri til að auka við hreyfingu en að fara að borða hollar. Hann hefur fengið sér kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár og segist alveg mæla með því. Hermann skipuleggur vinnuna svolítið út frá árstíðum en þetta árið hefur verið mikið að gera vegna Covid. 12. desember 2020 10:01 Covid tíminn yndislegur þrátt fyrir erfiðleika Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. desember 2020 10:00 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
100 konur á „Kvenndalshnúk“ í maí Snjódrífurnar vöktu athygli landsmanna þegar þær gengu Vatnajökul í fyrra og söfnuðu pening fyrir Líf og kraft. Í vor stefna 100 konur á Hvanndalshnúk, eða „Kvenndalshnúk“ eins og hann er kallaður af hópnum þar sem aftur verður safnað til góðgerðarmála. 16. janúar 2021 10:00
Covid tíminn yndislegur þrátt fyrir erfiðleika Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. desember 2020 10:00
Átakanlegar stundir fylgja starfinu í Farsóttarhúsinu Síðustu vikur höfum við séð Gylfa Þór Þórsteinsson reglulega í fréttum, enda sinnir hann nú því starfi að vera umsjónarmaður Farsóttarhúsa. Gylfi segist í raun aldrei vita hvað bíður hans í vinnunni. Starfið er samt gefandi og í raun það skemmtilegasta sem Gylfi hefur sinnt til þessa. Hins vegar fylgja því einnig átakanlegar stundir. Til dæmis þegar hann þurfti að fylgja konu að kveðja unnusta sinn í síðasta sinn. 9. janúar 2021 10:00
Fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið Hildur Árnadóttir stjórnarmaður og ráðgjafi fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið á morgnana. Hún segir aðventuna frekar rólega í ár vegna Covid en í vinnunni tókst í vikunni að undirrita samkomulag um sameiningu félaga þannig að úr verður eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Markmið sameiningarinnar er að vera tilbúin þegar öflug viðspyrna hefst og ferðamenn fara að flykkjast til landsins á ný. 19. desember 2020 10:00
Kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár samfleytt Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Kemi, segist líklegri til að auka við hreyfingu en að fara að borða hollar. Hann hefur fengið sér kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár og segist alveg mæla með því. Hermann skipuleggur vinnuna svolítið út frá árstíðum en þetta árið hefur verið mikið að gera vegna Covid. 12. desember 2020 10:01
Covid tíminn yndislegur þrátt fyrir erfiðleika Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. desember 2020 10:00