Í tilkynningu kemur fram að Álfheiður sé fædd á Höfn í Hornafirði en sé nú búsett á Selfossi og hafi tekið þátt í sveitarstjórnarmálum þar.
„Hún er menntaður stjórnmálafræðingur, situr í stjórn RARIK og hefur m.a. starfað sem embættismaður hjá Reykjavíkurborg og rekið eigin fiskverkunar- og úflutningsfyrirtæki,“ segir í tilkynningunni.
Þingmaðurinn Smári McCarthy leiddi lista Pírata í síðustu þingkosningum, en hann hefur þegar tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri.