Skrifstofur Samfylkingarinnar eru á jarðhæð og samkvæmt RÚV sem fyrst greindi frá var göt að finna á að minnsta kosti sex rúðum. Starfsemi skrifstofunnar fer nú fram annars staðar.
Tómas Guðjónsson, upplýsingafulltrúi þingflokksins, var staddur á Alþingi og vísaði á Karen Kjartansdóttur framkvæmdastjóra flokksins. Tómas sagði málið tekið mjög alvarlega.

„Það var ekki geðslegt að koma að þessu svona í morgun,“ segir Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu. Sex rúður hafi verið brotnar og talið sé að skotið hafi verið á rúðurnar.
Lögregla hafi málið til rannsóknar.
Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að von sé á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.
Fréttin hefur verið uppfærð.