Lífið

Lost-stjarnan Mira Furlan er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Mira Furlan fór með hlutverk Danielle Rousseau, eða „frönsku konunnar“, í þáttunum Lost.
Mira Furlan fór með hlutverk Danielle Rousseau, eða „frönsku konunnar“, í þáttunum Lost.

Króatíska leikkonan Mira Furlan er látin, 65 ára að aldri. Furlan gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk sitt í þáttunum Lost og Babylon 5.

Deadline segir frá því að Furlan hafi andast á miðvikudaginn. Hún fór með hlutverk Delenn í þáttaröðinni Babylon 5 á tíunda áratugnum. Þá fór hún með hlutverk Danielle Rousseau, eða „frönsku konunnar“ í þáttunum Lost sem nutu mikilla vinsælda, meðal annars hér á landi.

Furlan fæddist í Zagreb árið 1955 en flúði með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna árið 1991 þegar stríðið á Balkanskaga var að brjótast út. 

Áður hafði hún gert garðinn frægan sem leikkona í Júgóslavíu, meðal annars með því að koma fram í mynd Emir Kusturica frá árinu 1985, When Father Was Away On Business, sem vann meðal annars til verðlauna í Cannes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.