Eyvindur og Jóhannes hæfastir í Endurupptökudóm Sylvía Hall skrifar 22. janúar 2021 20:12 Lög um Endurupptökudóm tóku gildi 1. desember. Getty Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður séu hæfastir umsækjenda um dómarastöðu við Endurupptökudóm. Endurupptökudómur er sérdómstóll sem tekur við af endurupptökunefnd, en lög um dómstólinn tóku gildi þann 1. desember síðastliðinn. Fimm dómarar munu sitja í dómnum; einn frá hverju dómstigi og tveir aðrir sem ekki eru embættisdómarar. Sautján sóttu um embættin en tveir drógu umsóknir sínar síðar til baka. Á eftir Eyvindi og Jóhannesi koma jafn settir Árni Vilhjálmsson, Eiríkur Elís Þorláksson, Reimar Pétursson og Stefán Geir Þórisson. Eru þeir því metnir hæfastir til að gegna embætti varadómenda við dóminn. Eyvindur hefur verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2013 og að mestu leyti helgað sig kennslu- og fræðistörfum, að því er fram kemur í umsögn nefndarinnar. Þá var litið til þess að hann hefur ritað fjölda ritrýndra greina og reita á sviði lögfræði, þar á meðal nokkur sem teljast til grundvallarrita á því sviði. Jóhannes hefur verið sjálfstætt starfandi lögmaður í 26 ár og þótti því standa fremstur meðal umsækjanda, ásamt þeim Reimari og Stefáni Geir, að því er varðar reynslu af lögmanns- og málflutningsstörfum. Jóhannes og Eyvindur þóttu jafnframt hafa mesta reynslu af störfum innan stjórnsýslunnar, og þótti Jóhannes hafa sýnt fram á ótvíræða hæfni á fræðilegum vettvangi í fyrri störfum þrátt fyrir að vera ekki með framhaldspróf í lögfræði. Dómstólar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Endurupptökudómur er sérdómstóll sem tekur við af endurupptökunefnd, en lög um dómstólinn tóku gildi þann 1. desember síðastliðinn. Fimm dómarar munu sitja í dómnum; einn frá hverju dómstigi og tveir aðrir sem ekki eru embættisdómarar. Sautján sóttu um embættin en tveir drógu umsóknir sínar síðar til baka. Á eftir Eyvindi og Jóhannesi koma jafn settir Árni Vilhjálmsson, Eiríkur Elís Þorláksson, Reimar Pétursson og Stefán Geir Þórisson. Eru þeir því metnir hæfastir til að gegna embætti varadómenda við dóminn. Eyvindur hefur verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2013 og að mestu leyti helgað sig kennslu- og fræðistörfum, að því er fram kemur í umsögn nefndarinnar. Þá var litið til þess að hann hefur ritað fjölda ritrýndra greina og reita á sviði lögfræði, þar á meðal nokkur sem teljast til grundvallarrita á því sviði. Jóhannes hefur verið sjálfstætt starfandi lögmaður í 26 ár og þótti því standa fremstur meðal umsækjanda, ásamt þeim Reimari og Stefáni Geir, að því er varðar reynslu af lögmanns- og málflutningsstörfum. Jóhannes og Eyvindur þóttu jafnframt hafa mesta reynslu af störfum innan stjórnsýslunnar, og þótti Jóhannes hafa sýnt fram á ótvíræða hæfni á fræðilegum vettvangi í fyrri störfum þrátt fyrir að vera ekki með framhaldspróf í lögfræði.
Dómstólar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira