„Mjög stoltur að KSÍ hafi leitað til mín“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2021 20:31 Rætt var við Davíð Snorra í Sportpakka Stöðvar í kvöld. Viðtalið má finna í heild sinni neðst í fréttinni. Stöð 2 Sport Davíð Snorri Jónasson er nýr þjálfari U21 landslið Íslands í knattspyrnu. Hann er mjög spenntur fyrir komandi verkefni og stoltur af því að KSÍ hafi leitað til hans. „Það leggst frábærlega í mig. Stórt verkefni og mjög gott fyrir mig að komast í þetta starf. Ég er mjög stoltur að KSÍ hafi leitað til mín. Síðasta skrefið í þessum landsliðsstiga er að komast úr U21 í A-landsliðið, þannig að verðugt verkefni sem verður gaman að takast á við,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvernig nýtt starf innan KSÍ legðist í hann. Davíð Snorri hefur þjálfað U17 og U19 landsliðs Ísland. Er starf þjálfara U21 meira krefjandi en það sem hann var í áður? „Þetta er allt krefjandi að því leyti að þú þarft að reyna finna út hverjir eru okkar bestu leikmenn og þú þarft að hugsa vel um þá leikmenn. Hvort sem það er U17, U19 eða U21, þannig þetta er alltaf krefjandi. Svo er U21 þetta síðasta skref fyrir leikmanninn að komast í A-landsliðið, og líklega stærsta skrefið. Þannig við sem þjálfarar þurfum að hjálpa leikmanninum bæði í sínum ferli og að vera tilbúinn í A-landsliðið.“ Davíð Snorri var spurður út í aðdragandann þar sem hann er tilkynntur frekar seint ef miða má við næsta verkefni hjá U21 landsliði Íslands. „Þetta er búið að taka smá tíma, aðallega út af formsatriðum innanhúss. Það var haft samband við mig rétt fyrir jól þegar búið var að tilkynna A-landsliðsþjálfara og staðan var laus. Þau báðu mig um að taka við liðinu, ég hugsaði mig um og við áttum gott spjall milli jóla og nýárs. Síðan hafa þetta verið formsatriði sem hefur þurft að klára innanhúss sem sneri ekki beint að mér en þetta er leyst og tilkynnt.“ „Mín vinna núna – og undanfarnar vikur – er að skoða hvað liðið er búið að vera gera. Skoða tölfræði, skoða leikina svo ég fái ákveðna hugmynd. Nú þegar það er búið að tilkynna þetta mun ég fara á fullt að tala við starfsfólkið og tala við leikmennina þannig við verðum mjög vel undirbúnir þegar við mætum,“ sagði þjálfarinn um undirbúninginn fyrir lokakeppni EM þar sem Ísland mætir Rússlandi, Danmörku og Frakklandi. „Aðstæður leikmanna geta breyst milli verkefni rosalega mikið svo við þurfum að skoða það. Nú vona ég bara að allir leikmennirnir sem eru á þessum stóra lista hjá okkur muni æfa vel, haldast heilir og spila eins margar mínútur og hægt er fram í mars til að gera valið fyrir mig erfitt,“ var svarið er spurt var út í hvort við myndum sjá ný andlit í komandi verkefni hjá U21 landsliðinu. „Listinn er ekki langur, hann er nokkuð hnitmiðaður en við munum leggjast yfir það í rólegheitunum að finna aðstoðarmann þannig það verður einhver við hliðina á mér í fyrsta leik,“ sagði Davíð Snorri að lokum og brosti. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Klippa: Viðtal: Davíð Snorri er nýr þjálfari U21 landslið Íslands Fótbolti KSÍ Sportpakkinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
„Það leggst frábærlega í mig. Stórt verkefni og mjög gott fyrir mig að komast í þetta starf. Ég er mjög stoltur að KSÍ hafi leitað til mín. Síðasta skrefið í þessum landsliðsstiga er að komast úr U21 í A-landsliðið, þannig að verðugt verkefni sem verður gaman að takast á við,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvernig nýtt starf innan KSÍ legðist í hann. Davíð Snorri hefur þjálfað U17 og U19 landsliðs Ísland. Er starf þjálfara U21 meira krefjandi en það sem hann var í áður? „Þetta er allt krefjandi að því leyti að þú þarft að reyna finna út hverjir eru okkar bestu leikmenn og þú þarft að hugsa vel um þá leikmenn. Hvort sem það er U17, U19 eða U21, þannig þetta er alltaf krefjandi. Svo er U21 þetta síðasta skref fyrir leikmanninn að komast í A-landsliðið, og líklega stærsta skrefið. Þannig við sem þjálfarar þurfum að hjálpa leikmanninum bæði í sínum ferli og að vera tilbúinn í A-landsliðið.“ Davíð Snorri var spurður út í aðdragandann þar sem hann er tilkynntur frekar seint ef miða má við næsta verkefni hjá U21 landsliði Íslands. „Þetta er búið að taka smá tíma, aðallega út af formsatriðum innanhúss. Það var haft samband við mig rétt fyrir jól þegar búið var að tilkynna A-landsliðsþjálfara og staðan var laus. Þau báðu mig um að taka við liðinu, ég hugsaði mig um og við áttum gott spjall milli jóla og nýárs. Síðan hafa þetta verið formsatriði sem hefur þurft að klára innanhúss sem sneri ekki beint að mér en þetta er leyst og tilkynnt.“ „Mín vinna núna – og undanfarnar vikur – er að skoða hvað liðið er búið að vera gera. Skoða tölfræði, skoða leikina svo ég fái ákveðna hugmynd. Nú þegar það er búið að tilkynna þetta mun ég fara á fullt að tala við starfsfólkið og tala við leikmennina þannig við verðum mjög vel undirbúnir þegar við mætum,“ sagði þjálfarinn um undirbúninginn fyrir lokakeppni EM þar sem Ísland mætir Rússlandi, Danmörku og Frakklandi. „Aðstæður leikmanna geta breyst milli verkefni rosalega mikið svo við þurfum að skoða það. Nú vona ég bara að allir leikmennirnir sem eru á þessum stóra lista hjá okkur muni æfa vel, haldast heilir og spila eins margar mínútur og hægt er fram í mars til að gera valið fyrir mig erfitt,“ var svarið er spurt var út í hvort við myndum sjá ný andlit í komandi verkefni hjá U21 landsliðinu. „Listinn er ekki langur, hann er nokkuð hnitmiðaður en við munum leggjast yfir það í rólegheitunum að finna aðstoðarmann þannig það verður einhver við hliðina á mér í fyrsta leik,“ sagði Davíð Snorri að lokum og brosti. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Klippa: Viðtal: Davíð Snorri er nýr þjálfari U21 landslið Íslands
Fótbolti KSÍ Sportpakkinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira