Tæplega hundrað milljónir manna hafa smitast af nýju kórónuveirunni á heimsvísu, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans, sem byggja á opinberum tölum, og rúmlega 2,1 milljón manna hefur dáið.
Nýja kórónuveiran er enn í mikilli dreifingu víða og berst heimurinn einnig við ný afbrigði veirunnar sem virðast dreifast auðveldar manna á milli.
Sjá einnig: Dapurleg staða í Þýskalandi og víðar
Fyrir ári síðan var almenningssamgöngum í Wuhan lokað og íbúum sagt að vera heima hjá sér. Það útgöngubann varði í 76 daga. AP fréttaveitan segir að af 4.635 skráðum dauðsföllum í Kína vegna veirunnar, hafi bróðurpartur þeirra átt sér stað í Wuhan.
Yfirvöld í Kína tilkynntu í morgun að 107 hefðu greinst smitaðir í gær. Heilt yfir hafa 88.911 smitast af veirunni í Kína, samkvæmt opinberum tölum.
Einn maður sem ræddi við blaðamann AFP fréttaveitunnar á götum Wuhan sagðist hafa verið hræddur fyrir ári síðan. Nú væri staðan allt önnur og lífið væri orðið eins og áður.
Minningin er þó sterk í huga annarra. Einn 76 ára maður sem rætt var við varði 67 dögum á sjúkrahúsi og sagðist hafa búist við því að deyja. Hann og aðrir viðmælendur AFP sögðu að viðbrögð yfirvalda í Kína hefðu verið rétt.
„Ég finn til þegar ég sé hvernig faraldurinn fer um heiminn,“ sagði maðurinn. Það er í takt við ummæli opinberra aðila í Kína sem hafa farið fögrum orðum um viðbrögðin við veirunni og samheldni íbúa.
Yfirvöld í Kína hafa þó verið gagnrýnd harðlega fyrir að draga lappirnar í upphafi faraldursins og standa í vegi rannsókna á upphafi faraldursins og hvernig nýja kórónuveiran barst yfir í menn.
Sjá einnig: Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins
Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar fengu nýverið leyfi til að ferðast til Wuhan til að rannsaka uppruna veirunnar en viðræður um þá rannsóknarferð milli WHO og Kínverja hafa tekið marga mánuði. Vísindamennirnir eru nú í tveggja vikna sóttkví.
VIDEO: On January 23, 2020, the Chinese city of #Wuhan began the first -- and one of the most severe -- Covid-19 quarantines in the world, with transport to and from the provincial capital sealed off. But a year on, streets are bustling and life has returned largely to normal pic.twitter.com/uU8ToYIa5B
— AFP News Agency (@AFP) January 22, 2021
Dancing the night away in Wuhan.
— AFP News Agency (@AFP) January 22, 2021
Glow-in-the-dark rabbit ears, pulsating beats and a flexible attitude to masks: nightlife is back with a vengeance almost a year after a lockdown brought the Chinese city of 11 million to a standstillhttps://t.co/ZnjNdZaedz
@hectorretamal pic.twitter.com/tSHHzLxJ7K