Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2021 14:02 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands kynnti fyrstu niðurstöður rannsókna á breska afbrigðinu í gær. Hann kvað þær benda til þess að afbrigðið gæti verið hættulegra heilsu fólks, leitt til verri veikinda og verið banvænna en önnur afbrigði. „Þessi skýrsla sem Boris var að vitna í byggir á nokkrum rannsóknum sem hafa verið gerðar víða í Bretlandi. Það er ýmislegt sem bendir til þess að sá möguleiki sé fyrir hendi að þetta afbrigði sé banvænna en það er alls ekki búið að sanna það,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við fréttastofu. „Í þessari skýrslu er talað um að þessar rannsóknir nái ekki nema til mjög lítils hundraðshluta dauðsfalla, þannig að þessi möguleiki sé fyrir hendi að þessi átta prósent sé ekki rétt úrtak þannig að þetta gæti verið ofmat á því hversu banvænt þetta afbrigði er. En í skýrslunni komast menn að þeirri niðurstöðu að það sé raunverulegur möguleiki að þetta afbrigði sé ekki bara smitnæmara heldur líka banvænna.“ Eðlilegustu viðbrögðin að halda áfram á sömu braut Kári segir að upp undir fimmtíu hafi nú greinst með afbrigðið hér á landi en Íslendingar hljóti að horfa til þess að það hafi ekki breiðst út. „Og ég held að eðlilegustu viðbrögðin hjá okkur væru ósköp einfaldlega að halda áfram eins og við höfum gert hingað til, við höfum verið varkár. Og þó að faraldurinn geisi í löndunum í kringum okkur erum við á tiltölulega góðum stað, sem bendir til þess að aðgerðir okkar á landamærum hafi reynst feykilega vel.“ Þannig að það er kannski ekki tilefni til að hræðast þessar niðurstöður mjög? „Ég held það sé engin ástæða til að hræðast þessar niðurstöður mjög mikið. Þær eru okkur ástæða til þess að vera vakandi, fylgjast vel með því sem er að gerast og fylgjast vel með þeim gögnum sem eru til annars staðar,“ og ítrekar það sem hann hefur áður sagt, að hegðun okkar hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu faraldursins en smitnæmi veirunnar. Önnur afbrigði veirunnar, sem kennd hafa verið við Brasilíu og Suður-Afríku, hafa valdið vísindamönnum áhyggjum. Kári segir að þessi afbrigði hafi ekki greinst hér á landi. „Nei, og það eru miklu, miklu minni gögn til um þessi afbrigði. Menn hafa velt fyrir sér þeim fræðilega möguleika að suðurafríska afbrigðið gæti sloppið undan ónæmi frá bólusetningu en það eru bara tilgátur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Dapurleg staða í Þýskalandi og víðar Á meðan staðan fer batnandi hér heima heldur faraldurinn áfram að herja af fullum krafti á önnur ríki Evrópu. Takmarkanir voru hertar víða í dag. 22. janúar 2021 21:37 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Breskir heilbrigðisstarfsmenn óttast að verða sóttir til saka Breskir heilbrigðisstarfsmenn hafa kallað eftir því að þeim verði veitt lagaleg vernd gegn mögulegum afleiðingum álagsins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þeir séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir sem gætu valdið dauðsföllum. 16. janúar 2021 16:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands kynnti fyrstu niðurstöður rannsókna á breska afbrigðinu í gær. Hann kvað þær benda til þess að afbrigðið gæti verið hættulegra heilsu fólks, leitt til verri veikinda og verið banvænna en önnur afbrigði. „Þessi skýrsla sem Boris var að vitna í byggir á nokkrum rannsóknum sem hafa verið gerðar víða í Bretlandi. Það er ýmislegt sem bendir til þess að sá möguleiki sé fyrir hendi að þetta afbrigði sé banvænna en það er alls ekki búið að sanna það,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við fréttastofu. „Í þessari skýrslu er talað um að þessar rannsóknir nái ekki nema til mjög lítils hundraðshluta dauðsfalla, þannig að þessi möguleiki sé fyrir hendi að þessi átta prósent sé ekki rétt úrtak þannig að þetta gæti verið ofmat á því hversu banvænt þetta afbrigði er. En í skýrslunni komast menn að þeirri niðurstöðu að það sé raunverulegur möguleiki að þetta afbrigði sé ekki bara smitnæmara heldur líka banvænna.“ Eðlilegustu viðbrögðin að halda áfram á sömu braut Kári segir að upp undir fimmtíu hafi nú greinst með afbrigðið hér á landi en Íslendingar hljóti að horfa til þess að það hafi ekki breiðst út. „Og ég held að eðlilegustu viðbrögðin hjá okkur væru ósköp einfaldlega að halda áfram eins og við höfum gert hingað til, við höfum verið varkár. Og þó að faraldurinn geisi í löndunum í kringum okkur erum við á tiltölulega góðum stað, sem bendir til þess að aðgerðir okkar á landamærum hafi reynst feykilega vel.“ Þannig að það er kannski ekki tilefni til að hræðast þessar niðurstöður mjög? „Ég held það sé engin ástæða til að hræðast þessar niðurstöður mjög mikið. Þær eru okkur ástæða til þess að vera vakandi, fylgjast vel með því sem er að gerast og fylgjast vel með þeim gögnum sem eru til annars staðar,“ og ítrekar það sem hann hefur áður sagt, að hegðun okkar hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu faraldursins en smitnæmi veirunnar. Önnur afbrigði veirunnar, sem kennd hafa verið við Brasilíu og Suður-Afríku, hafa valdið vísindamönnum áhyggjum. Kári segir að þessi afbrigði hafi ekki greinst hér á landi. „Nei, og það eru miklu, miklu minni gögn til um þessi afbrigði. Menn hafa velt fyrir sér þeim fræðilega möguleika að suðurafríska afbrigðið gæti sloppið undan ónæmi frá bólusetningu en það eru bara tilgátur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Dapurleg staða í Þýskalandi og víðar Á meðan staðan fer batnandi hér heima heldur faraldurinn áfram að herja af fullum krafti á önnur ríki Evrópu. Takmarkanir voru hertar víða í dag. 22. janúar 2021 21:37 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Breskir heilbrigðisstarfsmenn óttast að verða sóttir til saka Breskir heilbrigðisstarfsmenn hafa kallað eftir því að þeim verði veitt lagaleg vernd gegn mögulegum afleiðingum álagsins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þeir séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir sem gætu valdið dauðsföllum. 16. janúar 2021 16:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Dapurleg staða í Þýskalandi og víðar Á meðan staðan fer batnandi hér heima heldur faraldurinn áfram að herja af fullum krafti á önnur ríki Evrópu. Takmarkanir voru hertar víða í dag. 22. janúar 2021 21:37
Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19
Breskir heilbrigðisstarfsmenn óttast að verða sóttir til saka Breskir heilbrigðisstarfsmenn hafa kallað eftir því að þeim verði veitt lagaleg vernd gegn mögulegum afleiðingum álagsins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þeir séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir sem gætu valdið dauðsföllum. 16. janúar 2021 16:13