Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2021 14:02 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands kynnti fyrstu niðurstöður rannsókna á breska afbrigðinu í gær. Hann kvað þær benda til þess að afbrigðið gæti verið hættulegra heilsu fólks, leitt til verri veikinda og verið banvænna en önnur afbrigði. „Þessi skýrsla sem Boris var að vitna í byggir á nokkrum rannsóknum sem hafa verið gerðar víða í Bretlandi. Það er ýmislegt sem bendir til þess að sá möguleiki sé fyrir hendi að þetta afbrigði sé banvænna en það er alls ekki búið að sanna það,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við fréttastofu. „Í þessari skýrslu er talað um að þessar rannsóknir nái ekki nema til mjög lítils hundraðshluta dauðsfalla, þannig að þessi möguleiki sé fyrir hendi að þessi átta prósent sé ekki rétt úrtak þannig að þetta gæti verið ofmat á því hversu banvænt þetta afbrigði er. En í skýrslunni komast menn að þeirri niðurstöðu að það sé raunverulegur möguleiki að þetta afbrigði sé ekki bara smitnæmara heldur líka banvænna.“ Eðlilegustu viðbrögðin að halda áfram á sömu braut Kári segir að upp undir fimmtíu hafi nú greinst með afbrigðið hér á landi en Íslendingar hljóti að horfa til þess að það hafi ekki breiðst út. „Og ég held að eðlilegustu viðbrögðin hjá okkur væru ósköp einfaldlega að halda áfram eins og við höfum gert hingað til, við höfum verið varkár. Og þó að faraldurinn geisi í löndunum í kringum okkur erum við á tiltölulega góðum stað, sem bendir til þess að aðgerðir okkar á landamærum hafi reynst feykilega vel.“ Þannig að það er kannski ekki tilefni til að hræðast þessar niðurstöður mjög? „Ég held það sé engin ástæða til að hræðast þessar niðurstöður mjög mikið. Þær eru okkur ástæða til þess að vera vakandi, fylgjast vel með því sem er að gerast og fylgjast vel með þeim gögnum sem eru til annars staðar,“ og ítrekar það sem hann hefur áður sagt, að hegðun okkar hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu faraldursins en smitnæmi veirunnar. Önnur afbrigði veirunnar, sem kennd hafa verið við Brasilíu og Suður-Afríku, hafa valdið vísindamönnum áhyggjum. Kári segir að þessi afbrigði hafi ekki greinst hér á landi. „Nei, og það eru miklu, miklu minni gögn til um þessi afbrigði. Menn hafa velt fyrir sér þeim fræðilega möguleika að suðurafríska afbrigðið gæti sloppið undan ónæmi frá bólusetningu en það eru bara tilgátur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Dapurleg staða í Þýskalandi og víðar Á meðan staðan fer batnandi hér heima heldur faraldurinn áfram að herja af fullum krafti á önnur ríki Evrópu. Takmarkanir voru hertar víða í dag. 22. janúar 2021 21:37 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Breskir heilbrigðisstarfsmenn óttast að verða sóttir til saka Breskir heilbrigðisstarfsmenn hafa kallað eftir því að þeim verði veitt lagaleg vernd gegn mögulegum afleiðingum álagsins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þeir séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir sem gætu valdið dauðsföllum. 16. janúar 2021 16:13 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands kynnti fyrstu niðurstöður rannsókna á breska afbrigðinu í gær. Hann kvað þær benda til þess að afbrigðið gæti verið hættulegra heilsu fólks, leitt til verri veikinda og verið banvænna en önnur afbrigði. „Þessi skýrsla sem Boris var að vitna í byggir á nokkrum rannsóknum sem hafa verið gerðar víða í Bretlandi. Það er ýmislegt sem bendir til þess að sá möguleiki sé fyrir hendi að þetta afbrigði sé banvænna en það er alls ekki búið að sanna það,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við fréttastofu. „Í þessari skýrslu er talað um að þessar rannsóknir nái ekki nema til mjög lítils hundraðshluta dauðsfalla, þannig að þessi möguleiki sé fyrir hendi að þessi átta prósent sé ekki rétt úrtak þannig að þetta gæti verið ofmat á því hversu banvænt þetta afbrigði er. En í skýrslunni komast menn að þeirri niðurstöðu að það sé raunverulegur möguleiki að þetta afbrigði sé ekki bara smitnæmara heldur líka banvænna.“ Eðlilegustu viðbrögðin að halda áfram á sömu braut Kári segir að upp undir fimmtíu hafi nú greinst með afbrigðið hér á landi en Íslendingar hljóti að horfa til þess að það hafi ekki breiðst út. „Og ég held að eðlilegustu viðbrögðin hjá okkur væru ósköp einfaldlega að halda áfram eins og við höfum gert hingað til, við höfum verið varkár. Og þó að faraldurinn geisi í löndunum í kringum okkur erum við á tiltölulega góðum stað, sem bendir til þess að aðgerðir okkar á landamærum hafi reynst feykilega vel.“ Þannig að það er kannski ekki tilefni til að hræðast þessar niðurstöður mjög? „Ég held það sé engin ástæða til að hræðast þessar niðurstöður mjög mikið. Þær eru okkur ástæða til þess að vera vakandi, fylgjast vel með því sem er að gerast og fylgjast vel með þeim gögnum sem eru til annars staðar,“ og ítrekar það sem hann hefur áður sagt, að hegðun okkar hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu faraldursins en smitnæmi veirunnar. Önnur afbrigði veirunnar, sem kennd hafa verið við Brasilíu og Suður-Afríku, hafa valdið vísindamönnum áhyggjum. Kári segir að þessi afbrigði hafi ekki greinst hér á landi. „Nei, og það eru miklu, miklu minni gögn til um þessi afbrigði. Menn hafa velt fyrir sér þeim fræðilega möguleika að suðurafríska afbrigðið gæti sloppið undan ónæmi frá bólusetningu en það eru bara tilgátur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Dapurleg staða í Þýskalandi og víðar Á meðan staðan fer batnandi hér heima heldur faraldurinn áfram að herja af fullum krafti á önnur ríki Evrópu. Takmarkanir voru hertar víða í dag. 22. janúar 2021 21:37 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Breskir heilbrigðisstarfsmenn óttast að verða sóttir til saka Breskir heilbrigðisstarfsmenn hafa kallað eftir því að þeim verði veitt lagaleg vernd gegn mögulegum afleiðingum álagsins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þeir séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir sem gætu valdið dauðsföllum. 16. janúar 2021 16:13 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Dapurleg staða í Þýskalandi og víðar Á meðan staðan fer batnandi hér heima heldur faraldurinn áfram að herja af fullum krafti á önnur ríki Evrópu. Takmarkanir voru hertar víða í dag. 22. janúar 2021 21:37
Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19
Breskir heilbrigðisstarfsmenn óttast að verða sóttir til saka Breskir heilbrigðisstarfsmenn hafa kallað eftir því að þeim verði veitt lagaleg vernd gegn mögulegum afleiðingum álagsins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þeir séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir sem gætu valdið dauðsföllum. 16. janúar 2021 16:13