„Þeir standa bara þarna úti með snjó í eyrunum og snjó upp að mitti“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2021 17:25 Aðstæður voru langt í frá með besta móti á Öxnadalsheiði í gær. Margrét Arna Arnardóttir Dóttir Margrétar Örnu Arnardóttur sat með heilmikinn snjó í fanginu í aftursæti bíls þeirra sem varð fyrir snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi. Aðrir vegfarendur sem höfðu hafist handa við að moka snjóskafl á veginum stóðu í snjó upp að mitti og með snjó í eyrunum. Margrét Arna hrósar happi að ekki hafi farið verr en kveðst undrandi á því hversu margir Íslendingar hafi lagt af stað yfir heiðina á illa útbúnum bílum með engan búnað í bílnum. „Það var nú engum meint af sem betur fer,“ segir Margrét í samtali við Vísi. „Við vorum að koma frá Reykjavík og aðstæður voru alveg hræðilegar yfir Vantsskarðið þannig að svona sirka tuttugu mínútur í tíu þá erum við í Varmahlíð og hringjum í Vegagerðina og þeir segja okkur að það sé allt í lagi upp á heiði, að það sé verið að ryðja og okkur sé alveg óhætt að fara yfir. Svo bara keyrum við af stað og aðstæður eru ekkert hræðilegar en allt í einu lendum við í bílaröð,“ segir Margrét Arna. Þau hafi setið í bílaröð í um tíu mínútur þegar maðurinn hennar labbar út og til að kanna hvað væri í gangi og kom þá í ljós að fólksbíll væri fastur á miðjum veginum í skafli. „Það eru örugglega fimm sex bílar sem eru í röðinni á undan og enginn neitt útbúinn. Það er enginn með skóflu, það er enginn með kaðal eða neitt svoleiðis en við erum á jeppa og erum með kaðal og skóflu þannig að hann ákveður að fara fram fyrir bílaröðina og nær að losa og toga út bílinn sem er fastur,“ útskýrir Margrét Arna. Fleiri hafi bæst í hópinn sem einnig voru með skóflu og ákváðu þeir að hefjast handa við að moka. „Þeir moka og við keyrum og bökkum og þannig vorum við að ryðja leið í gegnum þennan skafl sem hafði myndast á veginum til þess að allir bílarnir kæmust í gegn.“ Margrét Arna tók meðfylgjandi myndband sem sýnir ágætlega aðstæður á vettvangi. „Síðan í miðjum klíðum þegar þetta er í gangi og við erum alveg að komast í gegnum þennan skafl. Maðurinn minn, hann er að keyra, hann er í bílstjórasætinu og er með rúðuna niðri af því hann er að tala við strákana sem eru að moka og þá bara kemur allt í einu þvílíkur dynkur á bílinn og við vissum ekkert hvað hefði gerst. Dóttir mín situr þarna bara með snjóinn í fanginu. Hún er aftan í hægra megin,“ segir. Bíllinn og fjölskyldan sluppu heil Í fyrstu hafi þau ekki áttað sig á því hvað var að gerast. „Svo heyrum við bara allt í einu „þetta var snjóflóð“ og þeir standa bara þarna úti með snjó í eyrunum og snjó upp að mitti. Restin af snjóflóðinu kom beint á bílinn, undir bílinn og alveg upp á miðjar hurðar.“ Bæði fjölskyldan og bíllin hafi sloppið heil frá flóðinu og fyrir rest hafi þeim tekist að komast í gegnum skaflinn. Um svipað leyti kom lögregla á vettvang sem dró einn bíl í gegn. Þá gátu Margrét Arna og fjölskylda loks haldið leið sinni áfram yfir heiðina. „Þetta hefði náttúrlega getað endað bara mjög illa. Og manni finnst eiginlega verst að við höfðum hringt í Vegagerðina alveg um tuttugu mínútur í tíu og þeir segja að það sé verið að ryðja og allt í góðu. Svo fréttir maður eftir á að þeir hafi verið hættir að ryðja og hefðu ekkert átt að hleypa okkur af stað. Þá kveðst hún undrandi yfir því hversu illa útbúnir margir virðist vera sem leggja í ferðalag yfir fjallvegi á Íslandi um vetrartíma. „Maður undrar sig yfir því, við erum Íslendingar og við þekkjum alveg íslenskan vetur og við vissum það alveg að það yrði ekki gott veður. Þannig að við vorum á góðum bíl, við vorum með allan snjóbúnað í bílnum og skóflu og kaðal og maður undrar sig endalaust á því að Íslendingar skuli fara af stað upp á heiði um miðjan vetur,“ segir Margrét Arna. Umferðaröryggi Veður Akrahreppur Hörgársveit Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
„Við vorum að koma frá Reykjavík og aðstæður voru alveg hræðilegar yfir Vantsskarðið þannig að svona sirka tuttugu mínútur í tíu þá erum við í Varmahlíð og hringjum í Vegagerðina og þeir segja okkur að það sé allt í lagi upp á heiði, að það sé verið að ryðja og okkur sé alveg óhætt að fara yfir. Svo bara keyrum við af stað og aðstæður eru ekkert hræðilegar en allt í einu lendum við í bílaröð,“ segir Margrét Arna. Þau hafi setið í bílaröð í um tíu mínútur þegar maðurinn hennar labbar út og til að kanna hvað væri í gangi og kom þá í ljós að fólksbíll væri fastur á miðjum veginum í skafli. „Það eru örugglega fimm sex bílar sem eru í röðinni á undan og enginn neitt útbúinn. Það er enginn með skóflu, það er enginn með kaðal eða neitt svoleiðis en við erum á jeppa og erum með kaðal og skóflu þannig að hann ákveður að fara fram fyrir bílaröðina og nær að losa og toga út bílinn sem er fastur,“ útskýrir Margrét Arna. Fleiri hafi bæst í hópinn sem einnig voru með skóflu og ákváðu þeir að hefjast handa við að moka. „Þeir moka og við keyrum og bökkum og þannig vorum við að ryðja leið í gegnum þennan skafl sem hafði myndast á veginum til þess að allir bílarnir kæmust í gegn.“ Margrét Arna tók meðfylgjandi myndband sem sýnir ágætlega aðstæður á vettvangi. „Síðan í miðjum klíðum þegar þetta er í gangi og við erum alveg að komast í gegnum þennan skafl. Maðurinn minn, hann er að keyra, hann er í bílstjórasætinu og er með rúðuna niðri af því hann er að tala við strákana sem eru að moka og þá bara kemur allt í einu þvílíkur dynkur á bílinn og við vissum ekkert hvað hefði gerst. Dóttir mín situr þarna bara með snjóinn í fanginu. Hún er aftan í hægra megin,“ segir. Bíllinn og fjölskyldan sluppu heil Í fyrstu hafi þau ekki áttað sig á því hvað var að gerast. „Svo heyrum við bara allt í einu „þetta var snjóflóð“ og þeir standa bara þarna úti með snjó í eyrunum og snjó upp að mitti. Restin af snjóflóðinu kom beint á bílinn, undir bílinn og alveg upp á miðjar hurðar.“ Bæði fjölskyldan og bíllin hafi sloppið heil frá flóðinu og fyrir rest hafi þeim tekist að komast í gegnum skaflinn. Um svipað leyti kom lögregla á vettvang sem dró einn bíl í gegn. Þá gátu Margrét Arna og fjölskylda loks haldið leið sinni áfram yfir heiðina. „Þetta hefði náttúrlega getað endað bara mjög illa. Og manni finnst eiginlega verst að við höfðum hringt í Vegagerðina alveg um tuttugu mínútur í tíu og þeir segja að það sé verið að ryðja og allt í góðu. Svo fréttir maður eftir á að þeir hafi verið hættir að ryðja og hefðu ekkert átt að hleypa okkur af stað. Þá kveðst hún undrandi yfir því hversu illa útbúnir margir virðist vera sem leggja í ferðalag yfir fjallvegi á Íslandi um vetrartíma. „Maður undrar sig yfir því, við erum Íslendingar og við þekkjum alveg íslenskan vetur og við vissum það alveg að það yrði ekki gott veður. Þannig að við vorum á góðum bíl, við vorum með allan snjóbúnað í bílnum og skóflu og kaðal og maður undrar sig endalaust á því að Íslendingar skuli fara af stað upp á heiði um miðjan vetur,“ segir Margrét Arna.
Umferðaröryggi Veður Akrahreppur Hörgársveit Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira