Ellefu bjargað úr námu í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2021 09:57 Mennirnir voru mjög veikburða og þurfti að hylja augu þeirra þar sem þeir höfðu verið svo lengi í niðamyrkri. AP/Luan Qincheng/Xinhua Ellefu námuverkamönnum var bjargað úr námu í Kína eftir að þeir höfðu verið fastir þar í tvær vikur. Einn er sagður hafa dáið og örlög tíu til viðbótar eru óljós. Göng sem verið var að grafa í nýrri gullnámu í Kína hrundu í sprengingu þann 10. janúar. Mönnunum var svo bjargað í morgun og voru augu þeirra hulin þegar þeir voru bornir upp úr námunni. Fjölmiðlar í Kína segja sjö menn af tíu hafa getið gengið sjálfa í sjúkrabíla. Alls lokuðust 22 menn inni á um 600 metra dýpi í sprengingunni fyrir tveimur vikum. Auk þeirra sem hefur verið bjargað og þess sem hefur dáið eru tíu lokaðir inni til viðbótar. Hægt er að senda mat og vatn til þeirra en ekki liggur fyrir hvernig gengur að grafa þá út, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. 633 menn hafa unnið að björgun mannanna úr námunni. Samkvæmt AP fréttaveitunni, sem vitnar í kínverska fjölmiðla, hafa níu yfirmenn námunnar verið handteknir fyrir að tilkynna slysið ekki strax. Námuslys eru tíð í Kína og oft er öryggi ábótavant í námum þar í landi. Öryggi hefur þó aukist nokkuð á undanförnum árum en á árum áður dóu um fimm þúsund námuverkamenn á ári í landinu. Það er þó langt síðan en aukin eftirspurn eftir kolum og góðmálmum hefur leitt til þess að dauðsföllum hefur fjölgað á nýjan leik. Kína Tengdar fréttir Tólf kínverskir námumenn enn á lífi en innilokaðir á 600 metra dýpi Björgunarsveitir í Kína segja að tólf kínverskir námamenn sem hafa verið innilokaðir í gullnámu eftir að sprenging lokaði námumunanum séu enn á lífi en sprengingin varð fyrir viku síðan. 18. janúar 2021 07:40 22 kínverskir námumenn fastir eftir sprengingu Hópur námumanna í Shandong-hérði í norðausturhluta Kína hefur verið fastur í gullnámu í tvo daga eftir sprengingu í námunni. Sprengingin skemmdi fjarskiptakerfi námunnar og hefur ekki tekist að ná sambandi við hópinn. 12. janúar 2021 08:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Mönnunum var svo bjargað í morgun og voru augu þeirra hulin þegar þeir voru bornir upp úr námunni. Fjölmiðlar í Kína segja sjö menn af tíu hafa getið gengið sjálfa í sjúkrabíla. Alls lokuðust 22 menn inni á um 600 metra dýpi í sprengingunni fyrir tveimur vikum. Auk þeirra sem hefur verið bjargað og þess sem hefur dáið eru tíu lokaðir inni til viðbótar. Hægt er að senda mat og vatn til þeirra en ekki liggur fyrir hvernig gengur að grafa þá út, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. 633 menn hafa unnið að björgun mannanna úr námunni. Samkvæmt AP fréttaveitunni, sem vitnar í kínverska fjölmiðla, hafa níu yfirmenn námunnar verið handteknir fyrir að tilkynna slysið ekki strax. Námuslys eru tíð í Kína og oft er öryggi ábótavant í námum þar í landi. Öryggi hefur þó aukist nokkuð á undanförnum árum en á árum áður dóu um fimm þúsund námuverkamenn á ári í landinu. Það er þó langt síðan en aukin eftirspurn eftir kolum og góðmálmum hefur leitt til þess að dauðsföllum hefur fjölgað á nýjan leik.
Kína Tengdar fréttir Tólf kínverskir námumenn enn á lífi en innilokaðir á 600 metra dýpi Björgunarsveitir í Kína segja að tólf kínverskir námamenn sem hafa verið innilokaðir í gullnámu eftir að sprenging lokaði námumunanum séu enn á lífi en sprengingin varð fyrir viku síðan. 18. janúar 2021 07:40 22 kínverskir námumenn fastir eftir sprengingu Hópur námumanna í Shandong-hérði í norðausturhluta Kína hefur verið fastur í gullnámu í tvo daga eftir sprengingu í námunni. Sprengingin skemmdi fjarskiptakerfi námunnar og hefur ekki tekist að ná sambandi við hópinn. 12. janúar 2021 08:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Tólf kínverskir námumenn enn á lífi en innilokaðir á 600 metra dýpi Björgunarsveitir í Kína segja að tólf kínverskir námamenn sem hafa verið innilokaðir í gullnámu eftir að sprenging lokaði námumunanum séu enn á lífi en sprengingin varð fyrir viku síðan. 18. janúar 2021 07:40
22 kínverskir námumenn fastir eftir sprengingu Hópur námumanna í Shandong-hérði í norðausturhluta Kína hefur verið fastur í gullnámu í tvo daga eftir sprengingu í námunni. Sprengingin skemmdi fjarskiptakerfi námunnar og hefur ekki tekist að ná sambandi við hópinn. 12. janúar 2021 08:30