Hvað á barnið að heita? Ólafur Ísleifsson skrifar 24. janúar 2021 11:00 Fyrir Alþingi liggja tvö frumvörp sem lúta að íslenskri tungu. Forsætisráðherra gerir að tillögu sinni í frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá að íslenska skuli vera ríkismál Íslands og skuli ríkisvaldið styðja hana og vernda. Sama eigi við um íslenskt táknmál. Vel gert. Hitt frumvarpið er runnið frá dómsmálaráðherra og er um breytingu á mannanafnalögum. Miðað við umsagnir kunnáttufólks um síðartalda frumvarpið verður ekki séð að þessi frumvörp rími saman. Sýnist hér uppi stefnuóreiða í boði ríkisstjórnarinnar. Fræðimenn ekki hafðir með í ráðum Hæst ber umsagnir Guðrúnar Kvaran, Hrafns Sveinbjarnarsonar og Ármanns Jakobssonar. Guðrún er höfundur ritsins Nöfn Íslendinga og hefur fjallað ítarlega um mannanöfn á fræðaferli sínum. Undrun vekur að ekki hafi við smíð frumvarpsins verið leitað til þeirra sem gerst þekkja. Atlaga að íslensku mál- og beygingarkerfi Guðrún vísar í umsögn sinni í 4. grein frumvarpsins þar sem tekið er fram að eiginnafn skuli vera í nefnifalli. Það segir hún mikinn kost því að þá detti engum í hug að skrá nafn sitt í þolfalli eða þágufalli, hvað þá í eignarfalli og bannað er að hafa það með greini. Hún bendir á að í 4. gr. stendur ekkert um að erlend eiginnöfn verði heimiluð en vitnar til greinargerðar þar sem stendur: ,,Rýmkun reglnanna felur einnig í sér að erlend eiginnöfn verða heimiluð og ekki er gert ráð fyrir að þau þurfi að laga að íslensku beygingakerfi.“ Ályktun Guðrúnar er þessi: „Þetta er ein af verstu greinum frumvarpsins, ekki endilega erlendu nöfnin sem slík heldur að ekki þurfi að laga þau að íslensku beygingakerfi.“ Hún bætir við að beygingakerfið eigi þegar undir högg að sækja þrátt fyrir að öðru sé haldið fram. Guðrún Kvaran rifjar upp að mennta- og menningarmálaráðherra hafi boðað átak til eflingar íslenskri tungu. Hún segir því beri að fagna ef af verður og bætir við: „[E]n ekki löngu síðar er lagt fram frumvarp sem vinnur beinlínis gegn íslensku mál- og beygingarkerfi, stjórnarfrumvarp. Ótrúlegt.“ Skylda þjóðar til að gæta menningar sinnar Hrafn Sveinbjarnarson bendir á í ítarlegri umsögn að fámenn þjóð eins og Íslendingar hafi þá skyldu að gæta menningar sinnar og sérstöðu hennar. Hann segir: „Mannanafnalög eru í gildi í siðmenntuðum nútímalegum þjóðríkjum, snúast bæði um verndun menningararfs og mannréttindi til að tryggja einstaklingum sómasamlegt nafn í samræmi við uppruna sinn og þjóðmenningu. Gildandi mannanafnalög nr. 45/1996 hafa á sér ágalla sem þarf að lagfæra, um það er eining meðal þeirra sem þau hafa skoðað af nokkurri skynsemi. En að fella að mestu niður ákvæði um íslensk mannanöfn og þar með mannanafnaskrá og mannanafnanefnd eru öfgakennd viðbrögð við þeim ágöllum og munu leiða til tjóns á íslenskri mannanafnahefð.“ Löggjöf skiptir máli Hrafn Sveinbjarnarson segir að sjónarmið að lög skipti ekki máli hvað þróun nafnahefðar snertir standist ekki skoðun. Hann segir: „Kenninafnahefðinni norrænu sem enn lifir á Íslandi var kollsteypt með ítrekaðri löggjöf í Danmörku, Noregi og Svíþjóð um skyldu til að taka upp ættarnöfn, löggjöf skiptir miklu máli þegar kemur að nöfnum. Lagalegt sjálfstæði Íslands leiði til þess að nú er kenninafnahefðin einkum talin íslensk, það er því mikilvægt að takmarka ættarnöfn með löggjöf. Aðrir þættir íslenskrar nafnahefðar eru einnig mikils virði.“ Ármann Jakobsson segir að „afar slæm lausn á vandanum (sé hann fyrir hendi) væri að ættarnöfn verði hér allsráðandi því að það er einmitt sérstaða íslenskrar tungu að ættarnöfn eru ekki almenn.“ Nöfnin eru hluti af tungunni Í umsögnum þeirra þriggja fræðimanna sem hér er vitnað til eru borin fram sterk menningarleg rök. Þannig segir Hrafn Sveinbjarnarson: „Nöfn Íslendinga eru hluti af íslenskri tungu og aðeins að hluta til persónulegt málefni nafnhafa og hans nánustu. Nöfn, hefðir og siðir í kringum þau, eru samfélagslegt mál. Á þeim grundvelli er eðlilegt af þjóðríki með eigin menningu að setja lög um hvað heimilt er í nafngjöfum og um sumt hægt að horfa til annarra evrópskra þjóðríkja til fyrirmyndar." Hvatning sérfræðinga um afdrif frumvarpsins Guðrún Kvaran: „Ég hef skrifað um kenningu til föður eða móður áður í umsögn og ætla ekki að gera það einu sinni enn. Það er að bera í bakkafullan lækinn. Ég skora samt á Alþingi að gera allt sem í þess valdi stendur til þess að standa vörð um þennan menningararf Íslendinga.“ Hrafn Sveinbjarnarson: „Íslensk mannanöfn eru mikilvæg arfleifð sem er vert að skila sem best til komandi kynslóða. Það er ekki einkamál heldur samfélagslegt mál. Fámenn þjóð með eigið tungumál hefur ekki efni á að glopra þessum menningararfi og sérkennum niður. Sá skaði verður ekki bættur. Opinber skráning mannanafna er því ekki aðeins tæknilegt skráningaratriði til þess að gera hinu opinbera kleift að halda þjóðskrá og aðrar skrár yfir borgarana. Reynt er að dylja tæknilegan anda þessa frumvarps með fagurgala um frelsi og mannréttindi.“ Lokaorðin í umsögn Hrafns eru þessi: „Hvatt er til þess að þessu frumvarpi verði hafnað, því er ekki við bjargandi.“ Ármann Jakobsson: „Þegar horft er á málið út frá hagsmunum íslenskrar tungu og þeirra sem aldir eru upp með hana sem móðurmál er langbest að áfram séu ákvæði í mannafnalögum um að nöfn fylgi íslenskri málhefð.“ Fylgja ber ráðum bestu manna Gegn eindregnum ráðum færustu sérfræðinga verður ekki gengið þegar svo stórt mál er uppi sem hér um ræðir. Útilokað er annað en að íslenskufræðingurinn á stóli forsætisráðherra afstýri því menningarlega slysi sem hlytist af því að frumvarp dómsmálaráðherra yrði samþykkt. Íslendingum hefur verið trúað fyrir íslenskri tungu. Enginn gætir hennar nema við sjálf. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Mannanöfn Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska á tækniöld Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggja tvö frumvörp sem lúta að íslenskri tungu. Forsætisráðherra gerir að tillögu sinni í frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá að íslenska skuli vera ríkismál Íslands og skuli ríkisvaldið styðja hana og vernda. Sama eigi við um íslenskt táknmál. Vel gert. Hitt frumvarpið er runnið frá dómsmálaráðherra og er um breytingu á mannanafnalögum. Miðað við umsagnir kunnáttufólks um síðartalda frumvarpið verður ekki séð að þessi frumvörp rími saman. Sýnist hér uppi stefnuóreiða í boði ríkisstjórnarinnar. Fræðimenn ekki hafðir með í ráðum Hæst ber umsagnir Guðrúnar Kvaran, Hrafns Sveinbjarnarsonar og Ármanns Jakobssonar. Guðrún er höfundur ritsins Nöfn Íslendinga og hefur fjallað ítarlega um mannanöfn á fræðaferli sínum. Undrun vekur að ekki hafi við smíð frumvarpsins verið leitað til þeirra sem gerst þekkja. Atlaga að íslensku mál- og beygingarkerfi Guðrún vísar í umsögn sinni í 4. grein frumvarpsins þar sem tekið er fram að eiginnafn skuli vera í nefnifalli. Það segir hún mikinn kost því að þá detti engum í hug að skrá nafn sitt í þolfalli eða þágufalli, hvað þá í eignarfalli og bannað er að hafa það með greini. Hún bendir á að í 4. gr. stendur ekkert um að erlend eiginnöfn verði heimiluð en vitnar til greinargerðar þar sem stendur: ,,Rýmkun reglnanna felur einnig í sér að erlend eiginnöfn verða heimiluð og ekki er gert ráð fyrir að þau þurfi að laga að íslensku beygingakerfi.“ Ályktun Guðrúnar er þessi: „Þetta er ein af verstu greinum frumvarpsins, ekki endilega erlendu nöfnin sem slík heldur að ekki þurfi að laga þau að íslensku beygingakerfi.“ Hún bætir við að beygingakerfið eigi þegar undir högg að sækja þrátt fyrir að öðru sé haldið fram. Guðrún Kvaran rifjar upp að mennta- og menningarmálaráðherra hafi boðað átak til eflingar íslenskri tungu. Hún segir því beri að fagna ef af verður og bætir við: „[E]n ekki löngu síðar er lagt fram frumvarp sem vinnur beinlínis gegn íslensku mál- og beygingarkerfi, stjórnarfrumvarp. Ótrúlegt.“ Skylda þjóðar til að gæta menningar sinnar Hrafn Sveinbjarnarson bendir á í ítarlegri umsögn að fámenn þjóð eins og Íslendingar hafi þá skyldu að gæta menningar sinnar og sérstöðu hennar. Hann segir: „Mannanafnalög eru í gildi í siðmenntuðum nútímalegum þjóðríkjum, snúast bæði um verndun menningararfs og mannréttindi til að tryggja einstaklingum sómasamlegt nafn í samræmi við uppruna sinn og þjóðmenningu. Gildandi mannanafnalög nr. 45/1996 hafa á sér ágalla sem þarf að lagfæra, um það er eining meðal þeirra sem þau hafa skoðað af nokkurri skynsemi. En að fella að mestu niður ákvæði um íslensk mannanöfn og þar með mannanafnaskrá og mannanafnanefnd eru öfgakennd viðbrögð við þeim ágöllum og munu leiða til tjóns á íslenskri mannanafnahefð.“ Löggjöf skiptir máli Hrafn Sveinbjarnarson segir að sjónarmið að lög skipti ekki máli hvað þróun nafnahefðar snertir standist ekki skoðun. Hann segir: „Kenninafnahefðinni norrænu sem enn lifir á Íslandi var kollsteypt með ítrekaðri löggjöf í Danmörku, Noregi og Svíþjóð um skyldu til að taka upp ættarnöfn, löggjöf skiptir miklu máli þegar kemur að nöfnum. Lagalegt sjálfstæði Íslands leiði til þess að nú er kenninafnahefðin einkum talin íslensk, það er því mikilvægt að takmarka ættarnöfn með löggjöf. Aðrir þættir íslenskrar nafnahefðar eru einnig mikils virði.“ Ármann Jakobsson segir að „afar slæm lausn á vandanum (sé hann fyrir hendi) væri að ættarnöfn verði hér allsráðandi því að það er einmitt sérstaða íslenskrar tungu að ættarnöfn eru ekki almenn.“ Nöfnin eru hluti af tungunni Í umsögnum þeirra þriggja fræðimanna sem hér er vitnað til eru borin fram sterk menningarleg rök. Þannig segir Hrafn Sveinbjarnarson: „Nöfn Íslendinga eru hluti af íslenskri tungu og aðeins að hluta til persónulegt málefni nafnhafa og hans nánustu. Nöfn, hefðir og siðir í kringum þau, eru samfélagslegt mál. Á þeim grundvelli er eðlilegt af þjóðríki með eigin menningu að setja lög um hvað heimilt er í nafngjöfum og um sumt hægt að horfa til annarra evrópskra þjóðríkja til fyrirmyndar." Hvatning sérfræðinga um afdrif frumvarpsins Guðrún Kvaran: „Ég hef skrifað um kenningu til föður eða móður áður í umsögn og ætla ekki að gera það einu sinni enn. Það er að bera í bakkafullan lækinn. Ég skora samt á Alþingi að gera allt sem í þess valdi stendur til þess að standa vörð um þennan menningararf Íslendinga.“ Hrafn Sveinbjarnarson: „Íslensk mannanöfn eru mikilvæg arfleifð sem er vert að skila sem best til komandi kynslóða. Það er ekki einkamál heldur samfélagslegt mál. Fámenn þjóð með eigið tungumál hefur ekki efni á að glopra þessum menningararfi og sérkennum niður. Sá skaði verður ekki bættur. Opinber skráning mannanafna er því ekki aðeins tæknilegt skráningaratriði til þess að gera hinu opinbera kleift að halda þjóðskrá og aðrar skrár yfir borgarana. Reynt er að dylja tæknilegan anda þessa frumvarps með fagurgala um frelsi og mannréttindi.“ Lokaorðin í umsögn Hrafns eru þessi: „Hvatt er til þess að þessu frumvarpi verði hafnað, því er ekki við bjargandi.“ Ármann Jakobsson: „Þegar horft er á málið út frá hagsmunum íslenskrar tungu og þeirra sem aldir eru upp með hana sem móðurmál er langbest að áfram séu ákvæði í mannafnalögum um að nöfn fylgi íslenskri málhefð.“ Fylgja ber ráðum bestu manna Gegn eindregnum ráðum færustu sérfræðinga verður ekki gengið þegar svo stórt mál er uppi sem hér um ræðir. Útilokað er annað en að íslenskufræðingurinn á stóli forsætisráðherra afstýri því menningarlega slysi sem hlytist af því að frumvarp dómsmálaráðherra yrði samþykkt. Íslendingum hefur verið trúað fyrir íslenskri tungu. Enginn gætir hennar nema við sjálf. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun