Nýttu glufu í kerfinu til að tryggja sjálfum sér bólusetningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 17:16 Í Danmörku líkt og víðast hvar annars staðar er deilt um forgangsröðun í bólusetningu gegn covid-19. EPA/CLAUS FISKER Hópur bæklunarlækna við Sønderjylland-sjúkrahúsið í Danmörku nýtti sér glufu í kerfinu til að tryggja sjálfum sér bólusetningu gegn covid-19. Læknarnir nýttu glufuna til að bóka bólusetningu fyrir sjálfa sig en málið hefur vakið nokkra reiði meðal samstarfsmanna þeirra á sjúkrahúsinu og víðar í danska heilbrigðiskerfinu. TV2 fjallar um málið í dag en það hefur skapað kergju á göngum spítalans eftir að bæklunarlæknarnir hófu í þessari viku að tala um það digurbarkalega um það hvernig þeim hafi tekist að verða sér úti um bóluefni gegn covid-19, með því að fara fram hjá stjórnkerfi sjúkrahússins og tryggt sér bólusetningu í svæðisbundinni bólusetningarmiðstöð. Einn læknanna hafði komist að því að hann gæti bókað tíma á heimasíðunni vacciner.dk, í gegnum bókunarkerfi sem almennt er aðeins hægt að nota hafi maður fengið boðun frá yfirvöldum í gegnum rafrænu upplýsingagáttina e-boks. Þegar læknirinn komst að þessu lét hann samstarfsmenn sína vita sem einnig nýttu sér glufuna til þess að bóka tíma, jafnvel þótt þar væri tekið fram að aðeins mætti bóka tíma hafi maður fengið boð. Framferði læknanna þykir bæði „ósanngjarnt“ og „siðlaust“ að mati nokkurra hjúkrunarfræðinga sem daglega eiga í hættu á að smitast af veirunni í tengslum við störf sín en hafa þó ekki enn fengið boð í bólusetningu. „Í grunninn held ég að það sé ekki sanngjarnt. Þeir hafa greinilega fengið þetta með óréttmætum hætti. Það hefur verið glufa sem þeir hafa nýtt. Að mínu mati eru margir aðrir sem hefðu meiri not fyrir bóluefni,“ segir Janne Jensen, trúnaðarmaður hjúkrunar- og geislafræðinga á sjúkrahúsinu. Hún nefnir sem dæmi hjúkrunarfræðinga sem annast sjúklinga sem ekki hafa verið skimaðir fyrir covid-19 og sem sökum þessa eru útsettari fyrir smiti. Þá nefnir hún hjúkrunarfræðinga á covid-deildum sem enn hafi ekki fengið bólusetningu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forgangsröðun í bólusetningu vekur ósætti innan danska heilbrigðiskerfisins en á föstudaginn greindu fjölmiðlar til að mynda frá því að mikil óánægja hafi komið upp á þremur geðheilbrigðisþjónustumiðstöðvum vegna forgangsröðunar í bólusetningu. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
TV2 fjallar um málið í dag en það hefur skapað kergju á göngum spítalans eftir að bæklunarlæknarnir hófu í þessari viku að tala um það digurbarkalega um það hvernig þeim hafi tekist að verða sér úti um bóluefni gegn covid-19, með því að fara fram hjá stjórnkerfi sjúkrahússins og tryggt sér bólusetningu í svæðisbundinni bólusetningarmiðstöð. Einn læknanna hafði komist að því að hann gæti bókað tíma á heimasíðunni vacciner.dk, í gegnum bókunarkerfi sem almennt er aðeins hægt að nota hafi maður fengið boðun frá yfirvöldum í gegnum rafrænu upplýsingagáttina e-boks. Þegar læknirinn komst að þessu lét hann samstarfsmenn sína vita sem einnig nýttu sér glufuna til þess að bóka tíma, jafnvel þótt þar væri tekið fram að aðeins mætti bóka tíma hafi maður fengið boð. Framferði læknanna þykir bæði „ósanngjarnt“ og „siðlaust“ að mati nokkurra hjúkrunarfræðinga sem daglega eiga í hættu á að smitast af veirunni í tengslum við störf sín en hafa þó ekki enn fengið boð í bólusetningu. „Í grunninn held ég að það sé ekki sanngjarnt. Þeir hafa greinilega fengið þetta með óréttmætum hætti. Það hefur verið glufa sem þeir hafa nýtt. Að mínu mati eru margir aðrir sem hefðu meiri not fyrir bóluefni,“ segir Janne Jensen, trúnaðarmaður hjúkrunar- og geislafræðinga á sjúkrahúsinu. Hún nefnir sem dæmi hjúkrunarfræðinga sem annast sjúklinga sem ekki hafa verið skimaðir fyrir covid-19 og sem sökum þessa eru útsettari fyrir smiti. Þá nefnir hún hjúkrunarfræðinga á covid-deildum sem enn hafi ekki fengið bólusetningu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forgangsröðun í bólusetningu vekur ósætti innan danska heilbrigðiskerfisins en á föstudaginn greindu fjölmiðlar til að mynda frá því að mikil óánægja hafi komið upp á þremur geðheilbrigðisþjónustumiðstöðvum vegna forgangsröðunar í bólusetningu.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira