„Sáttur og stoltur að vera partur af þessu liði“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. janúar 2021 18:51 Gísli átti virkilega góðan leik í kvöld. Epa/Anne-Christine Poujoulat „Við spiluðum mjög góða sókn mest allan leikinn. Við fáum frábært færi nánast hverri sókn en eins góð vörnin hefur verið þá klikkar hún dálítið í dag,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Íslands, eftir tapið gegn Norðmönnum á HM í Egyptalandi í kvöld. Gísli var til viðtals við RÚV að leiknum loknum í Egyptalandi. „Mér fannst við spila vel. Eins og Guðmundur sagði þá er þetta bara stöngin út. Það hefur verið þannig gegn stóru liðunum en mér fannst við taka eitt skref í rétta átt og það skiptir máli fyrir þetta lið.“ Norðmenn voru duglegir að refsa íslenska liðinu í hröðum upphlaupum sem og seinni bylgju. „Það er ótrúlegt hvað þeir geta hlaupið. Þeir hafa sýnt það hversu sterkir þeir eru í seinni bylgjunni og hraðaupphlaupunum. Það vita allir hvað þeir eru góðir en það er erfitt að verjast þessum mönnum.“ Gísli átti skínandi leik í dag og er stoltur að vera hluti af liðinu. Hann sér framfarir á íslenska liðinu. „Þótt að við séum að tapa á móti öllum þessum liðum; síðustu leikjunum, þá finnst mér gegn Frökkum, Portúgal og Norðmönnum að við erum inn í leikjunum. Við erum að spila lengst af vel og erum að stíga í rétta átt sem liðsheild, lið og karakterar. Ég er sáttur og stoltur að vera partur af þessu liði. Ég er þakklátur að vera þáttur af þessari þróun í þessu landsliði.“ Ísland fékk skell gegn Norðmönnum á EM í fyrra og Gísli segir mikinn mun á íslenska liðinu, frá síðasta ári. „Það er himinn og haf á milli leikjanna gegn Norðmönnum en það vantar líka alveg helling af mönnum í okkar lið. Við erum að spila miklu, miklu betur í samanburði við EM á síðasta ári og þetta er jafn leikur fram á 57. mínútu. Við klúðrum á opnum færum og það er það sem fer með alla þrjá leikina. Ef maður ætlar að berjast við þá bestu þá þarf maður að klára dauðafærin. Það kemur að endanum,“ sagði Gísli að lokum í samtali við RÚV. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið gegn Noregi: Dauðafærin maður minn lifandi Íslendingar voru vel með á nótunum yfir síðasta leik Íslands í milliriðlinum á HM í Egyptalandi. Ísland tapaði leiknum 33-35. 24. janúar 2021 18:37 Leik lokið: Ísland - Noregur 33-35 | Góð frammistaða gegn ógnarsterkum Norðmönnum Ísland tapaði fyrir Noregi, 33-35, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Ísland endaði í 5. sæti milliriðils III en ekki er enn ljóst í hvaða sæti liðið endar á mótinu. 24. janúar 2021 18:50 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Gísli var til viðtals við RÚV að leiknum loknum í Egyptalandi. „Mér fannst við spila vel. Eins og Guðmundur sagði þá er þetta bara stöngin út. Það hefur verið þannig gegn stóru liðunum en mér fannst við taka eitt skref í rétta átt og það skiptir máli fyrir þetta lið.“ Norðmenn voru duglegir að refsa íslenska liðinu í hröðum upphlaupum sem og seinni bylgju. „Það er ótrúlegt hvað þeir geta hlaupið. Þeir hafa sýnt það hversu sterkir þeir eru í seinni bylgjunni og hraðaupphlaupunum. Það vita allir hvað þeir eru góðir en það er erfitt að verjast þessum mönnum.“ Gísli átti skínandi leik í dag og er stoltur að vera hluti af liðinu. Hann sér framfarir á íslenska liðinu. „Þótt að við séum að tapa á móti öllum þessum liðum; síðustu leikjunum, þá finnst mér gegn Frökkum, Portúgal og Norðmönnum að við erum inn í leikjunum. Við erum að spila lengst af vel og erum að stíga í rétta átt sem liðsheild, lið og karakterar. Ég er sáttur og stoltur að vera partur af þessu liði. Ég er þakklátur að vera þáttur af þessari þróun í þessu landsliði.“ Ísland fékk skell gegn Norðmönnum á EM í fyrra og Gísli segir mikinn mun á íslenska liðinu, frá síðasta ári. „Það er himinn og haf á milli leikjanna gegn Norðmönnum en það vantar líka alveg helling af mönnum í okkar lið. Við erum að spila miklu, miklu betur í samanburði við EM á síðasta ári og þetta er jafn leikur fram á 57. mínútu. Við klúðrum á opnum færum og það er það sem fer með alla þrjá leikina. Ef maður ætlar að berjast við þá bestu þá þarf maður að klára dauðafærin. Það kemur að endanum,“ sagði Gísli að lokum í samtali við RÚV.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið gegn Noregi: Dauðafærin maður minn lifandi Íslendingar voru vel með á nótunum yfir síðasta leik Íslands í milliriðlinum á HM í Egyptalandi. Ísland tapaði leiknum 33-35. 24. janúar 2021 18:37 Leik lokið: Ísland - Noregur 33-35 | Góð frammistaða gegn ógnarsterkum Norðmönnum Ísland tapaði fyrir Noregi, 33-35, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Ísland endaði í 5. sæti milliriðils III en ekki er enn ljóst í hvaða sæti liðið endar á mótinu. 24. janúar 2021 18:50 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Twitter eftir tapið gegn Noregi: Dauðafærin maður minn lifandi Íslendingar voru vel með á nótunum yfir síðasta leik Íslands í milliriðlinum á HM í Egyptalandi. Ísland tapaði leiknum 33-35. 24. janúar 2021 18:37
Leik lokið: Ísland - Noregur 33-35 | Góð frammistaða gegn ógnarsterkum Norðmönnum Ísland tapaði fyrir Noregi, 33-35, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Ísland endaði í 5. sæti milliriðils III en ekki er enn ljóst í hvaða sæti liðið endar á mótinu. 24. janúar 2021 18:50
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða