Antonio náði í 15 fráköst ásamt því að skora 26 stig þannig að áætlun hans gekk upp.
„Ég held að ég hafi ekki náð í fleiri en fimm fráköst í hinum tveimur leikjunum og svo ætlaði ég bara að leyfa sóknarleiknum að koma til mín. Ég einbeitti mér meira að vörninni í kvöld en ásamt þvi að framkvæma grunnatriðin í sóknarleiknum rétt. Svo þurftum við að sjá til þess að við værum allir að róa í sömu áttina en það er eitthvað sem við höfum átt í erfiðleikum með í undanförnum leikjum. Við þurfum að tala betur saman og standa saman í varnarleiknum.“
Antonio lenti í villuvandræðum í leiknum á móti Keflavík og var spurður út í það hvort það hafi haft áhrif á hugarfarið hans komandi inn í þennan leik.
„Ég var í veseni í fyrst tveimur leikjunum, fékk fimm villur í fyrsta leiknum og lenti snemma í villuvandræðum í seinni leiknum sem skaðaði bæði leikinn hjá sjálfum mér og hjá liðinu öllu þannig að í kvöld var ég viss um að koma mér ekki í villuvandræði og þannig koma liðinu mínu í vandræði.“
Að lokum var Antonio spurður út í hvernig honum litist á leiktíðina sem framundan væri.
„Þetta verður langt tímabil og við þurfum bara að taka einn leik í einu. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum allir saman í þessu og að við séum ekki að þvinga neitt í gegn og að við séum að vinna að þessu saman.“