Frá þessu greina kínverskir fjölmiðlar í dag. Fréttir bárust af því í gær að tekist hafi að bjarga ellefu mönnum úr námunni sem féll saman eftir að sprenging varð þann 10. janúar síðastliðinn.
BBC segir frá því að ekki sé vitað um afdrif eins námuverkamanns. Alls lokuðust 22 menn inni á um 600 metra dýpi eftir sprenginguna.
Rúmlega sex hundruð manns hafa unnið að björgun mannanna síðustu daga.