Róa lífróður eftir að stjórnandi „gerði skandal sem við vissum ekki um“ Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2021 11:50 Höfuðstöðvar Kampa ehf á Ísafirði. Já.is Jón Guðbjartsson, stjórnarformaður rækjuverksmiðjunnar Kampa á Ísafirði, segir að bókhald fyrirtækisins hafi „byggst á skáldskap í allt of langan tíma.“ Nú sé unnið að því að reyna að bjarga félaginu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu en samkvæmt heimildum blaðsins er fjárhagsstaða félagsins mun verri en upphaflega var talið og hlaupa þær fjárhæðir sem vantar á hundruðum milljóna króna. Þá hafi miklum skuldum verið safnað. Vísir greindi frá því fyrir helgi að stjórnendur rækjuvinnslunnar hafi óskað eftir greiðslustöðvun til að komast til botns í fjárhagsvanda fyrirtækisins. Féllst Héraðsdómur Vestfjarða á að veita þriggja vikna langa greiðslustöðvun á fimmtudag vegna aðsteðjandi fjárhagsvanda. Jón sagði þá í samtali við Vísir að stjórn fyrirtækisins hafi fengið áfall þegar slæm fjárhagsstaða fyrirtækisins blasti við. Unnið hafi verið að leyfinu til greiðslustöðvunar frá því að stjórnin gerði sér grein fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kringum jólin. Ónefndum stjórnanda að kenna Jón segir í samtali við Morgunblaðið að staðan hafi reynst vera allt önnur en fram hafði komið í bókhaldi og ársreikningum félagsins um nokkurra ára skeið. Þar sé um að kenna „ákveðnum stjórnanda hjá Kampa.“ „Annar verklegra stjórnenda fyrirtækisins gerði skandal sem við vissum ekki um. Ég ætla ekki nánar út í það. Nú er farin af stað vinna við það að bjarga fyrirtækinu.“ Samkvæmt heimildum Vísis var fjármálastjóra Kampa sagt upp störfum í desember. 42 starfsmenn, að megninu frá Ísafirði en einnig Bolungarvík, starfa hjá Kampa sem var stofnað árið 2007. Því er ljóst að staðan veldur margri fjölskyldunni á Ísafirði og Bolungarvík áhyggjum. Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu en samkvæmt heimildum blaðsins er fjárhagsstaða félagsins mun verri en upphaflega var talið og hlaupa þær fjárhæðir sem vantar á hundruðum milljóna króna. Þá hafi miklum skuldum verið safnað. Vísir greindi frá því fyrir helgi að stjórnendur rækjuvinnslunnar hafi óskað eftir greiðslustöðvun til að komast til botns í fjárhagsvanda fyrirtækisins. Féllst Héraðsdómur Vestfjarða á að veita þriggja vikna langa greiðslustöðvun á fimmtudag vegna aðsteðjandi fjárhagsvanda. Jón sagði þá í samtali við Vísir að stjórn fyrirtækisins hafi fengið áfall þegar slæm fjárhagsstaða fyrirtækisins blasti við. Unnið hafi verið að leyfinu til greiðslustöðvunar frá því að stjórnin gerði sér grein fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kringum jólin. Ónefndum stjórnanda að kenna Jón segir í samtali við Morgunblaðið að staðan hafi reynst vera allt önnur en fram hafði komið í bókhaldi og ársreikningum félagsins um nokkurra ára skeið. Þar sé um að kenna „ákveðnum stjórnanda hjá Kampa.“ „Annar verklegra stjórnenda fyrirtækisins gerði skandal sem við vissum ekki um. Ég ætla ekki nánar út í það. Nú er farin af stað vinna við það að bjarga fyrirtækinu.“ Samkvæmt heimildum Vísis var fjármálastjóra Kampa sagt upp störfum í desember. 42 starfsmenn, að megninu frá Ísafirði en einnig Bolungarvík, starfa hjá Kampa sem var stofnað árið 2007. Því er ljóst að staðan veldur margri fjölskyldunni á Ísafirði og Bolungarvík áhyggjum.
Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira