Börn náttúrunnar Sigurður Páll Jónsson skrifar 25. janúar 2021 17:01 Að vera staddur út á rúmsjó eða upp á hálendi einhvers staðar fær mig alltaf til að finna fyrir smæð minni og lotningu fyrir öflum og mikilfengleika náttúrunnar. Að hafa varið stóran hluta starfsævinnar við sjómennsku og fiskveiðar hefur kennt mér að virða náttúruöflin og umgangast þau í sátt og samlyndi. Yfirlýstir umhverfis- og náttúruverndarinnar telja sig margir hverjir geta sagt okkur hinum sem ekki hafa fengið skírnina, að þeirra dómi, hvernig við eigum að umgangast náttúruna og hvað henni er fyrir bestu. Umhverfisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð eftir, að eigin sögn, hafa unnið að frumvarpinu í samstarfi og sátt við alla þá aðila sem málið varða. Hinn sami ráðherra ber fyrir sig þeirri rökleysu að skoðanakönnun sem gerð var fyrir Landvernd sýni vilja þjóðarinnar. Daginn sem málið rætt við fyrstu umræðu á Alþingi steig forseti þingsins sem óbreyttur þingmaður í pontu og sagði að aðeins, örlítill grenjandi minnihluti, væri á móti þessu frumvarpi af fávisku og frekju einni saman. Skoðanakannanir og samkomulag Síðan kemur í ljós í óháðri skoðanakönnun sem gerð var nýlega að einungis 31% þjóðarinnar eru meðmælt frumvarpi um hálendisþjóðgarð. Eftir að hafa lesið greinar, hlustað á viðtöl og heyrt í fólki kannast enginn við að þessi vinna við undirbúning frumvarpsins hafi verið gerð í þeirri sátt sem ráðherrann segir. Þarna sé verið að koma á fót stofnun sem taki yfir það fyrirkomulag sem verið hafi um ár og aldir á hálendinu. Samkomulagi um þjóðlendur sem tók langan tíma að gera, skal kastað fyrir róða. Raforkuframleiðendur og flutningafyrirtæki raforku eru afar uggandi, svo ekki sé meira sagt. Hagkvæmar virkjanir, raforkuflutningur og afhendingaröryggi skiptir ráðherra engu máli. Verði frumvarpið að lögum er framtíðarhagsmunum fórnað. Sveitastjórnir sem að málinu koma eru margar á móti stofnun hálendisþjóðgarðs. Það er óhætt að segja að einhugur sveitarstjórna ríki ekki. Sveitarstjórnarmenn eru fulltrúar sinna kjósenda. Kannski eru það þeir sem „grenja í umboði“ og forseti þings lítur á sem minnihluta. Andfélagslegur valdhroki lýsir slíkum hugsanahætti best. Ferðafélög og útivistarfólk hafa lýst yfir áhyggjum. Svona mætti áfram telja. Fyrirvarar stjórnarliða Í umræðunni í þingi stigu þingmenn ríkisstjórnarinnar hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis. Þeir voru með fangið fullt af fyrirvörum um ágæti frumvarpsins. Steininn tók svo úr í síðustu viku þegar umhverfisráðherra mælti fyrir þingsályktun um rammaáætlun. Fulltrúar annara flokka úr ríkisstjórninni komu í ræðustól Alþingis og höfðu fyrirvara og meira að segja nefndi einn háttvirtur þingmaður að hér væri um lögbrot að ræða. Nú er það margtuggið að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar skuli leggja fram frumvarp um hálendisþjóðgarð á kjörtímabilinu. Gott og vel, en þegar skip er í smíðum og einhver dagsetning sett sem markmið um sjósetningu, verður skipið samt sem áður að geta flotið áður en það er sjósett. Frægt er herskipið Vasa; stolt sænska flotans sem ráða átti yfir Eystrasaltinu en sökk með manni og mús nokkrum mínútum eftir að því var hleypt af stokkunum. Ekki má fara fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð eins og fór fyrir Vasa. Við lifum á landsins gæðum og loftinu endurgjalds fríu. Rammt berjum lóminn í ræðum samt rísa mun sólin að nýju. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sigurður Páll Jónsson Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að vera staddur út á rúmsjó eða upp á hálendi einhvers staðar fær mig alltaf til að finna fyrir smæð minni og lotningu fyrir öflum og mikilfengleika náttúrunnar. Að hafa varið stóran hluta starfsævinnar við sjómennsku og fiskveiðar hefur kennt mér að virða náttúruöflin og umgangast þau í sátt og samlyndi. Yfirlýstir umhverfis- og náttúruverndarinnar telja sig margir hverjir geta sagt okkur hinum sem ekki hafa fengið skírnina, að þeirra dómi, hvernig við eigum að umgangast náttúruna og hvað henni er fyrir bestu. Umhverfisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð eftir, að eigin sögn, hafa unnið að frumvarpinu í samstarfi og sátt við alla þá aðila sem málið varða. Hinn sami ráðherra ber fyrir sig þeirri rökleysu að skoðanakönnun sem gerð var fyrir Landvernd sýni vilja þjóðarinnar. Daginn sem málið rætt við fyrstu umræðu á Alþingi steig forseti þingsins sem óbreyttur þingmaður í pontu og sagði að aðeins, örlítill grenjandi minnihluti, væri á móti þessu frumvarpi af fávisku og frekju einni saman. Skoðanakannanir og samkomulag Síðan kemur í ljós í óháðri skoðanakönnun sem gerð var nýlega að einungis 31% þjóðarinnar eru meðmælt frumvarpi um hálendisþjóðgarð. Eftir að hafa lesið greinar, hlustað á viðtöl og heyrt í fólki kannast enginn við að þessi vinna við undirbúning frumvarpsins hafi verið gerð í þeirri sátt sem ráðherrann segir. Þarna sé verið að koma á fót stofnun sem taki yfir það fyrirkomulag sem verið hafi um ár og aldir á hálendinu. Samkomulagi um þjóðlendur sem tók langan tíma að gera, skal kastað fyrir róða. Raforkuframleiðendur og flutningafyrirtæki raforku eru afar uggandi, svo ekki sé meira sagt. Hagkvæmar virkjanir, raforkuflutningur og afhendingaröryggi skiptir ráðherra engu máli. Verði frumvarpið að lögum er framtíðarhagsmunum fórnað. Sveitastjórnir sem að málinu koma eru margar á móti stofnun hálendisþjóðgarðs. Það er óhætt að segja að einhugur sveitarstjórna ríki ekki. Sveitarstjórnarmenn eru fulltrúar sinna kjósenda. Kannski eru það þeir sem „grenja í umboði“ og forseti þings lítur á sem minnihluta. Andfélagslegur valdhroki lýsir slíkum hugsanahætti best. Ferðafélög og útivistarfólk hafa lýst yfir áhyggjum. Svona mætti áfram telja. Fyrirvarar stjórnarliða Í umræðunni í þingi stigu þingmenn ríkisstjórnarinnar hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis. Þeir voru með fangið fullt af fyrirvörum um ágæti frumvarpsins. Steininn tók svo úr í síðustu viku þegar umhverfisráðherra mælti fyrir þingsályktun um rammaáætlun. Fulltrúar annara flokka úr ríkisstjórninni komu í ræðustól Alþingis og höfðu fyrirvara og meira að segja nefndi einn háttvirtur þingmaður að hér væri um lögbrot að ræða. Nú er það margtuggið að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar skuli leggja fram frumvarp um hálendisþjóðgarð á kjörtímabilinu. Gott og vel, en þegar skip er í smíðum og einhver dagsetning sett sem markmið um sjósetningu, verður skipið samt sem áður að geta flotið áður en það er sjósett. Frægt er herskipið Vasa; stolt sænska flotans sem ráða átti yfir Eystrasaltinu en sökk með manni og mús nokkrum mínútum eftir að því var hleypt af stokkunum. Ekki má fara fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð eins og fór fyrir Vasa. Við lifum á landsins gæðum og loftinu endurgjalds fríu. Rammt berjum lóminn í ræðum samt rísa mun sólin að nýju. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun